Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur flytur erindið „Ótti við andóf veldur andófi og ótta“ þriðjudaginn 17. febrúar kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?
Í lýsingu á erindinu segir:
Í sögu Vesturlanda var ótti við reiði Guðs lengst af sterkt afl sem hefur ekki aðeins sett svip sinn á líf almennings heldur einnig stjórnmálaþróun og réttarkerfi. Yfirvofandi dómur Guðs á hinsta degi átti þátt í því að veraldarhöfðingjar sættu sig við að deila valdi með kirkjunni, því af honum réðst hverjum yrði úthlutað eilífu lífi. Ekki var hægt að horfa framhjá jafnmikilvægum þætti í lífi hvers manns.