Archive for category Fréttir

föstudagur, 30. okt 2020

Yfirlýsing Sagnfræðingafélags Íslands vegna bókar þar sem Helförinni er hafnað

Sagnfræðingafélag Íslands bendir á að í bók eftir bandarískan rafmagnsverkfræðing sem væntanleg er á íslenskan bókmarkað er því hafnað að Helförin hafi átt sér stað. Bókin stenst engan veginn þær fræðilegu kröfur sem gerðar eru til sagnfræðirita eða fræðirita almennt. Fjölmargar rannsóknir og vitnisburðir sjónarvotta afsanna allt það sem haldið er fram í bókinni sem […]

Read more...

fimmtudagur, 29. okt 2020

Ný stjórn Sagnfræðingafélags Íslands

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands þann 30. september síðastliðinn. Eftir fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar er verkum skipt sem hér segir: Markús Þ. Þórhallsson, formaður. Sverrir Jakobsson, varaformaður. Íris Gyða Guðbjargardóttir, ritari og skjalavörður. Ragnhildur Anna Kjartansdóttir, gjaldkeri. Brynjólfur Þór Guðmundsson, ritstjóri fréttabréfs. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, vefstjóri. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, meðstjórnandi.

Read more...

miðvikudagur, 28. okt 2020

Afboðun allra hádegisfyrirlestra haustsins

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands tilynnir að niðurstaða stjórnarfundar er að ábyrgast sé blása hádegisfyrirlestraröðina af þetta haustið. Óvissan varðandi framvindu faraldurs kórónuveirunnar og viðbrögð við honum eru slík að ekki þykir verjandi að halda fyrirlestraröðinni áfram. Á hinn bóginn höfum við farið þess á leit við framsögumenn að þau taki upp fyrirlestra sína sem verður þá […]

Read more...

miðvikudagur, 21. okt 2020

Hádegisfyrirlestur sem vera átti 27. október fellur niður vegna COVID-19

Ekki verður af flutningi hádegisfyrirlesturs Agnesar Jónasdóttur sagnfræðings, Ástandsárin og barnavernd, sem halda átti þriðjudaginn 27. október sökum viðbragða við COVID-19 faraldrinum.  Frekari framvinda hádegisfyrirlestraraðarinnar „Blessað stríðið. Ísland sem hernumið land“ verður auglýst síðar. Fyrirhugað er að taka fyrirlestur Agnesar upp um leið og tækifæri gefst og birta hér á vefsíðu félagsins. Samkvæmt dagskrá er […]

Read more...

miðvikudagur, 7. okt 2020

Ekkert verður af hádegisfyrirlestri 13. október

Ekki verður af flutningi hádegisfyrirlesturs Skafta Ingimarssonar þriðjudaginn 13. október sökum viðbragða við COVID-19 faraldrinum.  Frekari framvinda hádegisfyrirlestraraðarinnar „Blessað stríðið. Ísland sem hernumið land“ verður auglýst síðar. Samkvæmt dagskrá er næsti fyrirlestur fyrirhugaður 27. október. Þá hyggst Agnes Jónasdóttir sagnfræðingur fjalla um ástandsárin og barnavernd.  

Read more...

Skýrsla stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands á aðalfundi 2020

Starf Sagnfræðingafélagsins hefur bæði verið með hefðbundnu sniði á liðnu starfsári og líka harla óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldurins.  Starfsárið er nú orðið eitt og hálft ár. Á síðasta aðalfundi sem haldinn 27. mars 2019 í Viðeyjarsal Þjóðskjalasafns urðu líflegar umræður um endurlífgun landsbyggðaráðstefna, það mál hefur verið rætt, en ekkert hefur orðið af því ennþá. Björn […]

Read more...

þriðjudagur, 29. sep 2020

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins í dag 30. september 2020 kl. 20:00

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn bæði með hefðbundnum hætti og með streymi á netinu. Að venju eru á dagskránni hefðbundin aðalfundarstörf og fyrirlestur að því loknu. Kosið er í stjórn til tveggja ára og því situr hluti stjórnar áfram. Það liggur fyrir fundinum að kjósa einn stjórnarmann og tvo endurskoðendur reikninga. Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og […]

Read more...

þriðjudagur, 22. sep 2020

Stríð, saga og minjar í Reykjavík – fyrsti hádegisfyrirlestur haustsins

Hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands hefst á ný 29. september. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri ríður á vaðið með fyrirlestur sem nefnist Stríð, saga og minjar í Reykjavík. Seinni heimsstyrjöldin markaði djúp spor í sögu Íslands og ekki síst gætti þeirra í þróun Reykjavíkur. Gríðarlegar miklar og hraðar breytingar áttu sér stað í borgarsamfélaginu og eru stríðsárin bundin órjúfa […]

Read more...

þriðjudagur, 15. sep 2020

Bókakvöldi aflýst

VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ AFLÝST VEGNA COVID-19 FARALDURSINS Bókakvöld Sagnfræðingafélags Íslands í samvinnu við Sögufélag Íslands verður haldið þriðjudaginn 22. september. Það hefst klukkan 20:00 og verður haldið í Neskirkju. Allt áhugafólk um sögu er hvatt til að mæta. Fundarsalur verður skipulagður með það að sjónarmiði að ákvæði sóttvarnarfyrirmæla séu uppfyllt. Ef fleiri mæta en komast […]

Read more...

mánudagur, 14. sep 2020

Hugvísindaþing verður haldið 18. og 19. september á netinu

Vegna kórónufaraldurs og samkomutakmarkana verður Hugvísindaþing 2020 haldið á netinu. Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Boðið verður upp á málstofur sem verða birtar á Facebook en vistaðar á YouTube-rás Hugvísindasviðs að þingi loknu. Gestir þingsins geta sent fyrirlesurum skriflegar spurningar og […]

Read more...

föstudagur, 11. sep 2020

Aðalfundur, bókakvöld og hádegisfyrirlestrar

Starfsemi Sagnfræðingafélags er að hefjast af fullum krafti eftir að hafa verið í hægagangi sökum kórónuveirufaraldursins síðustu mánuði. Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september og hefst klukkan 20:00. Staðsetning verður tilkynnt síðar sem og full dagskrá að ógleymdu því hvaða fyrirlestur verður boðið upp á að fundi loknum. Eitt stykki heimsfaraldur setti strik í reikninginn […]

Read more...

Kall eftir málstofum. Íslenska söguþingið 2021

Fimmta íslenska söguþingið fer fram 27—29 maí 2021 í húsakynnum Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélag, Félag sögukennara og Félag íslenskra safna og safnamanna. Tilgangur söguþings nú líkt og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhugamenn um íslenska sögu til að fjalla um nýjar rannsóknir og það sem efst er […]

Read more...

þriðjudagur, 25. ágú 2020

Haust á tímum COVID

Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á starfsemi Sagnfræðingafélags Íslands í vor, þannig að fresta þurfti nokkrum opinberum fundum, og veldur enn óvissu um hvernig starfsemin verður í haust. Stjórn kannar nú möguleika á að halda uppi starfi félagsins með slíkum hætti að sóttvarnir séu tryggðar. Þar á meðal með hvaða hætti aðalfundur verður haldinn og möguleika á […]

Read more...

miðvikudagur, 1. júl 2020

Söguþing 2021

Kæru félagar, takið síðustu helgina í maí frá fyrir Söguþing 2021! Fimmta íslenska söguþingið fer fram 27—29 maí 2021 í Háskóla Íslands. Tilgangur söguþings nú eins og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhugamenn um íslenska sögu til að fjalla um nýjar rannsóknir og það sem efst er á baugi innan sagnfræðinnar. Gert er […]

Read more...

föstudagur, 15. maí 2020

Skrifa um hugmyndaheim Páls Briem

Sjö sagnfræðingar taka höndum saman í nýrri bók um Pál Briem sem kom út á dögunum. Í bókinni Hugmyndaheimur Páls Briem í ritstjórn Ragnheiðar Kristjánsdóttur og Sverris Jakobssonar eru fræðimenn með ólíkan bakgrunn fengnir til að skoða framlag Páls þegar hann var virkur í stjórnmálum sem þingmaður, sýslumaður og amtmaður á síðustu árum nítjándu aldar […]

Read more...

föstudagur, 24. apr 2020

Langar þig til að skrifa söguna?

Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands kynnti á dögunum námsleiðir í framhaldsnámi við deildina. Þau sem hafa áhuga á framhaldsnámi í sagnfræði, hugmynda- og vísindasögu, fornleifafræði eða einhverjum hinna námsleiðanna í sagnfræði- og heimspekideild geta enn skoðað kynningarnar þótt þær séu afstaðnar. Námsleiðirnar gefa góð tækifæri til að rannsaka íslenskt samfélag og koma þeim niðurstöðum á […]

Read more...

föstudagur, 10. apr 2020

Gísli Gunnarsson látinn

Gísli Gunnarsson sagnfræðingur er látinn, 82 ára að aldri. Hann fékkst einkum við hagsögu og sendi frá sér bókina Upp er boðið Ísaland árið 1987 um einokunarverslunina og íslenskt samfélag á árunum 1602 til 1787. Bókin byggði á doktorsrannsókn Gísla við Háskólann í Lundi og vakti mikla athygli. Gísli lauk MA-prófi í sagnfræði og hagfræði […]

Read more...

fimmtudagur, 2. apr 2020

Afboðun hádegisfyrirlestra

Nú liggur fyrir að samkomubann vegna Covid-19 veirufaraldursins hefur verið framlengt út apríl. Af þeim sökum er sjálfhætt með fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins, Blessað stríðið? Ísland sem hernumið land. Stjórn félagsins hefur tekið þá ákvörðun að færa fyrirlestraröðina til hausts 2020. Dagskrá haustsins verður auglýst þegar nær dregur.

Read more...

Frekari frestun aðalfundar

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands hefur í ljósi aðstæðna tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta aðalfundi félagsins enn frekar. Aðalfundurinn verður haldinn eins snemma og verða má á haustmánuðum 2020. Nákvæmari dagsetning verður auglýst síðar. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands

Read more...

þriðjudagur, 17. mar 2020

Frestun aðalfundar

Vegna samkomubanns og almannaheilla neyðist stjórn Sagnfræðingafélags Íslands til að fara á svig við lög félagsins og fresta aðalfundi sem fyrirhugaður hafði verið miðvikudaginn 25. mars næstkomandi. Samkomubanninu er ætlað að standa til mánudagsins 13. apríl næstkomandi með þeim fyrirvara að það gæti verið stytt eða lengt. Um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir mun […]

Read more...

föstudagur, 13. mar 2020

Frestun hádegisfyrirlestra

Yfirvöld hafa tilkynnt samkomubann sem tekur gildi á miðnætti 15. mars eða aðfaranótt næstkomandi mánudags. Samkomubannið gildir í fjórar vikur. Af þeim sökum er öllum fyrirlestrum í sal Þjóðminjasafns aflýst þann tíma sem samkomubannið varir. Það á auðvitað einnig við um fyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélags Íslands. Fyrirlestrum Agnesar Jónasdóttur 17. mars og Sverris Jakobssonar og […]

Read more...

miðvikudagur, 11. mar 2020

Þriðji hádegisfyrirlestur vorsins: Ástandsárin og barnavernd

Þann 17. mars flytur Agnes Jónasdóttir halda þriðja fyrirlestur vorsins í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélagins. Fyrirlestraröð vorannarinnar er helguð hernámi Íslands í seinni heimsstyrjöld, en í ár eru 80 ár frá því að Ísland var hermunið og er yfirskriftin því „Blessað stríðið?“ þar sem fyrirlesarar leitast við að skoða stríðsárin og afleiðingar þeirra í víðu samhengi. Agnes […]

Read more...

fimmtudagur, 27. feb 2020

Annar hádegisfyrirlestur vorsins: Og svo kom kaninn: Ástandið frá hinsegin sjónarhorni

Annar hádegisfyrirlestur vorsins verður haldinn þriðjudaginn 3. mars. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Blessað stríðið? Ísland sem hernumið land. Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur flytur fyrirlesturinn „Og svo kom Kaninn“ þar sem hún fer […]

Read more...

mánudagur, 17. feb 2020

Illugi Jökulsson flytur fyrsta hádegisfyrirlestur vorsins

Á þessu ári eru áttatíu ár liðin frá því að Ísland var hernumið af Bretum. Jafnframt eru 75 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Af því tilefni er yfirskrift vorfyrirlestraraðar Sagnfræðingafélagsins Blessað stríðið? Ísland sem hernumið land. Fyrirlestraröðin hefst þriðjudaginn 18. febrúar og stendur fram á vor. Óhætt er að lofa áhugaverðum erindum sem taka á […]

Read more...

mánudagur, 10. feb 2020

Sagnfræðinemar í vísindaferð

Félagar í Fróða – félagi sagnfræðinema komu í Gunnarshús á dögunum. Þangað voru sagnfræðinemar mættir í vísindaferð til Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar. Markús Þórhallsson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, kynnti starfsemi félagsins. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, greindi frá því sem þar fer fram. Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags, og Brynhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, kynntu starfsemi og […]

Read more...

fimmtudagur, 9. jan 2020

Fyrirlestrar vorsins

Það styttist í að dagskrá hádegisfyrirlestra að vori verður kynnt. Fram að því getur fólk glöggvað sig á hádegisfyrirlestrum haustsins, horft á þá fyrirlestra sem það missti af eða rifjað upp atriði í fyrirlestrum sem það mætti á. Hér má sjá þá nær alla. Upptaka eins þeirra mistókst en hljóðupptaka verður sett inn við tækifæri.

Read more...

mánudagur, 16. des 2019

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Félag íslenskra bókaútgefenda veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í janúar ár hvert. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Jón Viðar Jónsson Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965 Útgefandi: Skrudda Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi Útgefandi: Vaka-Helgafell Páll Baldvin Baldvinsson […]

Read more...

fimmtudagur, 12. des 2019

Tilnefningar til Fjöruverðlauna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2020, bókmenntaverðlauna kvenna voru kynntar 3. desember 2019. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk […]

Read more...

miðvikudagur, 27. nóv 2019

Síðasti hádegisfyrirlestur haustsins: Kirkjuvaldsstefnan og trúarleg orðræða á þjóðveldisöld

Sjöundi og síðasti hádegisfyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 3. desember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Haraldur Hreinsson flytur fyrirlestur um upphaf kirkjuvaldsstefnunnar eða hinnar gregoríönsku siðbótar á Íslandi með hliðsjón af aðferðum menningarsögu. Jafnan er litið svo […]

Read more...

laugardagur, 23. nóv 2019

Lektorsstaða og nýdoktorastyrkir

Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands hefur auglýst stöðu lektors í sagnfræði lausa til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að lektorsstaðan snýr að kennslu og rannsóknum á sviði erlendrar sögu síðari alda og kennslu í Hagnýtri menningarmiðlun. Umsóknarfrestur er til 6. janúar. Undir lok síðasta mánaðar auglýsti Háskóli Íslands einnig allt að átta nýdoktorsstyrki til handa […]

Read more...

mánudagur, 11. nóv 2019

Sjötti hádegisfyrirlestur haustsins: Álfatrú, bannhelgi og yfirnáttúra í náttúru

Sjötti fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Ýmsir bannhelgir staðir hér á landi hafa lítil sem mikil áhrif á umhverfi og landslag sem og umgengni mannsins við þessa vissu staði í […]

Read more...

fimmtudagur, 31. okt 2019

Fimmti hádegisfyrirlestur haustsins: Var Tyrkjaránið trúarlegur atburður?

Fimmti fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Þorsteinn Helgason flytur fyrirlesturinn Var Tyrkjaránið trúarlegur atburður? Í Tyrkjaráninu 1627 stóðu Íslendingar í fyrsta og eina skipti frammi fyrir ókunnum trúar- og menningarheimi utan […]

Read more...

þriðjudagur, 29. okt 2019

Gunnar Karlsson látinn

Gunnar Karlsson sagnfræðingur er látinn, áttatíu ára að aldri. Gunnar hafði mikil áhrif á þróun sagnfræðinnar sem fræðigreinar hérlendis eftir að hann tók til starfa við Háskóla Íslands og var mikilvirkur rithöfundur. Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla 1978. Þá þegar var hann tekinn til við kennslu, fyrst við […]

Read more...

fimmtudagur, 24. okt 2019

Nýjustu fyrirlestrarnir komnir á vefinn

Haustfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands er rétt rúmlega hálfnuð, fjórir fyrirlestrar af sjö hafa þegar verið haldnir. Fyrirlestrarnir hafa verið vel sóttir og áhugaverðir. Fyrir þau sem misstu af fyrirlestrunum, eða vilja kynna sér efni þeirra betur bendum við á að upptökur af þeim er að finna á Youtube-rás félagsins. Er það vel þess virði að haka […]

Read more...

þriðjudagur, 15. okt 2019

Fjórði hádegisfyrirlestur haustsins: Jesús Kristur í ljósi kenninga um menningarlegt minni

Fjórði fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 22. október. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Sverrir Jakobsson flytur fyrirlesturinn Jesús Kristur í ljósi kenninga um menningarlegt minni. Í þessum fyrirlestri verður þróunarsaga hugmynda um Jesúm Krist greind út frá […]

Read more...

þriðjudagur, 1. okt 2019

Þriðji hádegisfyrirlestur haustsins: „Alt það, sem við ekkert hefir að keppa, dofnar og deyr“

Þriðji fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 8. október. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag. Rakel Edda Guðmundsdóttir mun flytja erindið „Alt það, sem við ekkert hefir að keppa, dofnar og deyr“. Blaðaumræður um aðskilnað ríkis og kirkju, guðfræði […]

Read more...

þriðjudagur, 17. sep 2019

Annar hádegisfyrirlestur haustsins: „Jarðsett verður í heimagrafreit“

Annar fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 24. september. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Hjalti Hugason mun flytja erindið „Jarðsett verður í heimagrafreit“. Um útfararsiði og samfélagsbreytingar. Hjalti fjallar um breytingar á útfararsiðum landsmanna nú á dögum og á fyrri hluta 20. aldar og þá […]

Read more...

miðvikudagur, 11. sep 2019

Verndun menningarminja í þéttbýli

Sex fræðimenn fjalla um reynslu af fornleifarannsóknum í þéttbýli á málþingi sem Íslandsdeild ICOMOS efnir til. Umfjöllunarefnið er verndun menningarminja í þéttbýli. Málþingið er haldið í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. september og hefst klukkan eitt. „Fornleifarannsóknir í þéttbýli eru í flestum tilvikum vegna framkvæmda. Framkvæmdarannsóknir vekja gjarnan mikla athygli og í tengslum við þær vakna […]

Read more...

miðvikudagur, 4. sep 2019

Fyrsti hádegisfundur haustsins: Þið munið hann Þorlák

Fyrsti fyrirlestur haustsins verður haldinn miðvikudaginn 11. september. Takið eftir að það er óvenjulegur fundardagur og ræðst af utanaðkomandi þáttum. Þetta verður hins vegar í eina skiptið sem brugðið er út af venjulegum fundartíma í haust. Hinir fyrirlestrarnir verða allir á þriðjudegi eins og hefð er fyrir. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn […]

Read more...

þriðjudagur, 20. ágú 2019

Fyrirlestrar um trú og samfélag

Haustið er handan við hornið og það þýðir fyrst og fremst eitt: ný fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands hefst innan skamms. Umfjöllunarefnið að hausti er trú og samfélag í víðum skilningi. Mikil viðbrögð voru við kalli eftir erindum. Tillögurnar sem bárust voru margar og erfitt að gera upp á milli þeirra. Á endanum urðu sjö erindi fyrir […]

Read more...

þriðjudagur, 13. ágú 2019

Undir högg að sækja í jafnréttisparadís

„Það er áhugavert að á Íslandi, sem er oft kallað einhvers konar jafnréttisparadís, áttu konur lengst af undir högg að sækja í stjórnmálum. Sú saga hefur ekki verið rannsökuð til hlítar. Það er eitt af því sem við ætlum að varpa ljósi á,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir, lektor í kvenna- og kynjasögu. Erla Hulda vinnur […]

Read more...

mánudagur, 24. jún 2019

Bréf Vesturfara heim til Íslands

Þriðjudaginn 25. júní næstkomandi verður haldið málþing í Háskóla Íslands um bréfaskipti milli Íslendinga í Vesturheimi og gamla heimalandinu. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og stendur frá kl. 13 til 16. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis! Íslendingar líkt og fleiri Evrópubúar tóku að flykkjast vestur um haf í leit að […]

Read more...

föstudagur, 31. maí 2019

Kall eftir erindum á haustmisseri

Sagnfræðingafélagið kallar eftir erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2019. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Þemað að þessu sinni er „Trú og samfélag“. Áherslan er á trú í sögulegu samhengi, kirkjusögu, þjóðtrú og átrúnað af ýmsu tagi. Tillögur skulu sendar félaginu á netfangið sagnfraedingafelagid@gmail.com Skilafrestur er til og með 20. júní.

Read more...

fimmtudagur, 16. maí 2019

Málstofa tilvonandi sagnfræðinga í Gimli

Tilvonandi sagnfræðingar með MA-próf segja frá rannsóknum sínum og MA-ritgerðum sem þau skiluðu af sér nýlega. Haldin verður málstofa fimmtudaginn 16. maí í Gimli 102 kl. 16:00–17:30. Allir velkomnir. Dagskráin verður sem hér segir: Agnes Jónasdóttir – kl. 16–16:30 „„Eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin?”: Ástandið á mörkum löggæslu og barnaverndar.“ Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru […]

Read more...

þriðjudagur, 30. apr 2019

Málþing: Hólavallarskóli (1786–1804) – Reykjavík vaknar til lífsins

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Hólavallarskóli (1786–1804) – Reykjavík vaknar til lífsins í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 4. maí 2019. Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15. Dagskránna má sjá hér

Read more...

þriðjudagur, 23. apr 2019

Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa, handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda og ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn Hagþenkis. Umsóknarfrestur til 26. apríl kl. 13. Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is

Read more...

fimmtudagur, 4. apr 2019

Hádegisfyrirlestur 9. apríl: Kona tekin af lífi – Lesið í dómsskjöl Natansmála og réttarhöldin yfir Agnesi í bókmenntum, samfélagi og sögu

Þriðjudaginn 9. apríl flytur Helga Kress hádegisfyrirlesturinn „Kona tekin af lífi – Lesið í dómsskjöl Natansmála og  réttarhöldin yfir Agnesi í bókmenntum, samfélagi og sögu“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er sá síðasti í fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið […]

Read more...

miðvikudagur, 3. apr 2019

Ársskýrsla stjórnar Sagnfræðingafélagsins 2018-2019

Starf Sagnfræðingafélagsins hefur verið með hefðbundnu sniði á liðnu starfsári. Sem fyrr eru hádegisfyrirlestrar félagsins veigamesti liðurinn í starfi þess. Hádegisfyrirlestrar vorannar 2018 voru helgaðir sögu byggða og bæja og voru sjö talsins. Hjörleifur Stefánsson flutti erindi um torfbæi tómthúsmanna í Reykjavík á 19. öld, Vilhelm Vilhelmsson fjallaði um byggðasögu Borðeyrar við Hrútafjörð, Anna Dröfn […]

Read more...

Bókakvöld 3. apríl

Bókakvöld verður haldið miðvikudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, 4. hæð. Þar verður fjallað og spjallað um fimm spennandi sagnfræðiverk sem komu út á liðnu ári. Bókakvöldið er skipulagt í samvinnu Sagnfræðingafélags Íslands, tímaritsins Sögu, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar. Dagskráin verður sem hér segir: Kristín Ástgeirsdóttir fjallar um bók Báru Baldursdóttur […]

Read more...

mánudagur, 18. mar 2019

Hádegisfyrirlestur 26. mars: „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld

Þriðjudaginn 26. mars flytur Vilhelm Vilhelmsson hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Árið 1798 voru […]

Read more...

fimmtudagur, 14. mar 2019

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 27. mars

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2019 verður haldinn miðvikudagskvöldið 27. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 (3. hæð, gengið inn úr portinu). Aðalfundarstörf hefjast kl. 20:00, sjá nánari dagskrá að neðan. Að þeim loknum, kl. 20:45, munu tveir sagnfræðingar kynna nýjar rannsóknir í faginu. Björn Reynir Halldórsson kynnir doktorsrannsókn sína, Kvennalistinn. Feminísk ögrun við íslensk stjórnmál, […]

Read more...

fimmtudagur, 7. mar 2019

Viðurkenning Hagþenkis 2019

Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem Sögufélag gaf út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: “Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.” Sagnfræðingafélagið óskar Kristínu […]

Read more...

mánudagur, 4. mar 2019

Hugvísindaþing 2019

Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar. Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið kl. 12.00 í Hátíðasal Háskólans í Aðalbyggingu, föstudaginn 8. mars. Hátíðarfyrirlesari verður Stephen Greenblatt, bókmenntafræðingur, einn af upphafsmönnum hinnar svokölluðu nýsöguhyggju (e. New Historicism) og handhafi Holberg-verðlaunanna 2016. Það er ekki þverfótað fyrir spennandi umfjöllunum á sviði sagnfræði sem vert er að skoða. Alls eru 150 málstofur […]

Read more...

mánudagur, 4. feb 2019

Málþing til heiðurs Helga Skúla Kjartanssyni

Helgi Skúli Kjartansson verður sjötugur á næstu dögum. Í tilefni af afmælinu hafa nokkrir vinir hans blásið til málþings honum til heiðurs. Málþingið verður hinn 8. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 15.00 í fyrirlestrarsal Skriðu á Menntavísindasviði (hús gamla Kennaraháskólans við Stakkahlíð). Dagskrána er að finna hér

Read more...

Utangarðsfólk á átjándu öld. Málþing og 25 ára afmæli Félags um átjándu aldar fræði

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Utangarðsfólk á átjándu öld í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 9. febrúar 2019. Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:45. Nánari upplýsingar hér: Utangarðsfólk á átjándu öld

Read more...

mánudagur, 28. jan 2019

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis

Nýverið voru kynntar tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Verðlaunin hafa verið veitt árlega í yfir þrjá áratugi fyrir framúrskarandi fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Tíu bækur eru tilnefndar ár hvert og hlýtur ein þeirra Viðurkenningu Hagþenkis við hátíðlega athöfn í mars. Sagnfræðingar eru hlutskarpir að þessu sinni […]

Read more...

laugardagur, 29. des 2018

Brautskráðir BA- og MA-nemar í sagnfræði 2018

Á árinu 2018 brautskráðust fjórir með MA-próf og níu með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Ritgerðirnar eru aðgengilegar í Skemmunni, safni námsritgerða og rannsóknarrita. Sagnfræðingafélagið óskar hinum nýútskrifuðu innilega til hamingju með áfangann og hvetur áhugasama til að skrá sig í félagið. Hér á eftir fylgir stutt yfirlit yfir viðfangsefni meistaranemanna fjögurra.

Read more...

fimmtudagur, 13. des 2018

Sagnfræðingar tilnefndir til verðlauna

Þau Sverrir Jakobsson og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Sverrir er tilnefndur fyrir bókina Kristur. Saga hugmyndar, sem kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, en hún fjallar um upphaf rótgróinna hugmynda um Krist, hvernig þær mótuðust og af hverju þær eru svo ólíkar. Kolbrún Bergþórsdóttir […]

Read more...

mánudagur, 29. okt 2018

Kallað eftir tillögum að erindum um sögu réttarfars og refsinga

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins í Þjóðminjasafninu á vormisseri 2019. Í haust féll merkilegur dómur í Hæstarétti Íslands þegar fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða voru sýknaðir eftir endurupptöku málsins. Guðmundar- og Geirfinnsmálið er líklega þekktasta dómsmál íslenskrar réttarsögu á 20. öld og hefur ítrekað orðið uppspretta umræðna í […]

Read more...

þriðjudagur, 17. apr 2018

Kallað eftir erindum: Hádegisfyrirlestrar um hörmungar

Sagnfræðingafélagið kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2018. Hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Í ár er haldið upp á ýmis söguleg afmæli á Íslandi og eru til dæmis liðin tíu ár frá efnahagshruninu haustið 2008. Hæst ber þó fullveldisafmælið, en árið 2018 eru 100 ár frá því Ísland […]

Read more...

fimmtudagur, 15. mar 2018

Bjarnarmessa 20. mars

Þriðjudaginn 20. mars stendur Sagnfræðingafélagið ásamt Sögufélagi og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir minningarþingi um Björn Þorsteinsson sagnfræðing í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans. Þingið fer fram í fyrirlestrasal 023 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 16:30-18:30. Fundarstjóri verður Kristín Svava Tómasdóttir, formaður Sagnfræðingafélagsins. Dagskrá Þingsetning: Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags Kveðja frá Vigdísi Finnbogadóttur Helgi […]

Read more...

fimmtudagur, 1. mar 2018

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2017 verður haldinn þriðjudagskvöldið 13. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 (3. hæð, gengið inn úr portinu). Aðalfundarstörf hefjast kl. 20:00, sjá nánari dagskrá að neðan. Að þeim loknum, kl. 20:45, munu höfundar tveggja nýrra fræðiverka sem tilnefnd voru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 kynna bækurnar og sitja fyrir svörum. Sagnfræðingarnir Anna […]

Read more...

fimmtudagur, 23. nóv 2017

Kallað eftir erindum: Hádegisfyrirlestrar vorið 2018

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2018. Hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestraröðin að þessu sinni verður helguð sögu þéttbýlis, borga og bæja. Eru allir fræðimenn sem hafa eitthvað fram að færa á því sviði hvattir til að senda inn tillögu, hvort sem þeir leggja stund […]

Read more...

sunnudagur, 11. jún 2017

Kveðja til Önnu Agnarsdóttur frá Sagnfræðingafélagi Íslands

Eftirfarandi erindi hélt Kristín Svava Tómasdóttir fyrir hönd Sagnfræðingafélagsins á málþingi til heiðurs Önnu Agnarsdóttur sjötugri, sem haldið var af Sögufélagi og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands þann 13. maí sl. Heiðraða samkoma, forsetar, Anna Agnarsdóttir Það er Sagnfræðingafélagi Íslands mikil ánægja að taka þátt í því að heiðra prófessor Önnu Agnarsdóttur á þessum tímamótum. Við sem […]

Read more...

fimmtudagur, 20. apr 2017

Kallað eftir erindum: Hádegisfyrirlestrar haustið 2017

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2017, en hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestraröðin verður helguð nýjum rannsóknum í sagnfræði og er það von félagsins að fyrirlestrarnir geti sýnt fram á þann fjölbreytileika og grósku sem einkennir íslenskar sagnfræðirannsóknir. Allir sagnfræðingar sem leggja stund á rannsóknir, […]

Read more...

fimmtudagur, 23. mar 2017

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins var haldinn þriðjudagskvöldið 21. mars í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti og að þeim loknum héldu sagnfræðingarnir Anna Agnarsdóttir og Davíð Ólafsson áhugaverð erindi um bækur sem þau hafa nýlega gefið út á erlendri grundu. Þó nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins á fundinum, en fimm af sjö stjórnarmönnum yfirgáfu […]

Read more...

fimmtudagur, 9. mar 2017

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 21. mars

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í fyrirlestrasal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162 (gengið inn úr portinu). Að fundinum loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Dagskrá fundarins: 1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. 2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3. Ákvörðun árgjalds fyrir […]

Read more...

þriðjudagur, 6. des 2016

Hádegisfyrirlestur 13. desember: Atbeini, undirsátar, andóf

Þriðjudaginn 13. desember flytur Vilhelm Vilhelmsson erindið „Atbeini, undirsátar, andóf“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Í erindinu verður fjallað um helstu hugtök sem notuð voru til greiningar í doktorsritgerð Vilhelms, Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi […]

Read more...

sunnudagur, 2. okt 2016

Kallað eftir erindum: Á jaðrinum

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2017. Yfirskrift fyrirlestranna í þetta sinn verður „Á jaðrinum“. Kallað er eftir erindum um fólk eða fyrirbæri sem eru eða hafa verið á jaðrinum eða hafa verið á einhvern hátt verið jaðarsett á ólíkum tímum sögunnar, til dæmis í efnahagslegum, félagslegum, menningarlegum, kynferðislegum, landfræðilegum eða […]

Read more...

þriðjudagur, 13. sep 2016

mánudagur, 2. maí 2016

Kallað eftir erindum: Nýlegar doktorsrannsóknir um söguleg efni

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum á hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2016. Í þetta sinn verður þema fyrirlestranna nýlegar doktorsrannsóknir um söguleg efni. Kallað er eftir tillögum að erindum frá nýdoktorum sem lokið hafa doktorsgráðu á undanförnum fimm árum og fjalla í rannsókninni um söguleg viðfangsefni með einhverjum hætti, óháð fræðasviði. Fyrirlestrarnir skulu vera frjálsleg kynning […]

Read more...

fimmtudagur, 17. mar 2016

Aðalfundur og pallborðsumræður um fólksflutninga í sögulegu ljósi

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi á Mímisbar, Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. ———————————————– Pallborðsumræður um fólksflutninga í sögulegu ljósi Að loknum aðalfundi býður félagið upp á pallborðsumræður um flutninga fólks milli landa í sögulegu ljósi. Framsögumenn verða: – Íris Ellenberger, nýdoktor við sagnfræðistofnun […]

Read more...

þriðjudagur, 12. jan 2016

sunnudagur, 22. nóv 2015

föstudagur, 23. okt 2015

Pallborðsumræður: Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum í Bíó Paradís 27. október

Þriðjudagskvöldið 27. október efnir Sagnfræðingafélag Íslands til pallborðsumræðna í tengslum við heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum, sem nú er sýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Sýning á myndinni hefst í Bíó Paradís kl. 20:00 og stendur yfir í um það bil klukkutíma. Að sýningunni lokinni stýrir Íris Cochran Lárusdóttir, sagnfræðingur og meistaranemi í lögfræði, umræðum þar […]

Read more...

föstudagur, 25. sep 2015

Kallað eftir tillögum að hádegisfyrirlestrum vormisseris 2016: Fjöldahreyfingar

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum á hádegisfyrirlestrum félagsins á vormisseri 2016. Þemað í þetta sinn er „Fjöldahreyfingar“. Fjöldahreyfingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Á næsta ári, 2016, eru liðin 100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Af því tilefni hefur Sagnfræðingafélag Íslands ákveðið að fyrirlestraröð vormisseris 2016 tengist málefnum fjöldahreyfinga frá öndverðu til […]

Read more...

fimmtudagur, 16. apr 2015

Fyrirlestrakall: Heimildir um konur/konur í heimildum

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að framsögum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2015. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og átaks sem stendur yfir hjá íslenskum skjalasöfnum um þessar mundir um söfnun á skjölum kvenna verður fyrirlestraröðin að þessu sinni helguð heimildum um konur og konum í heimildum. Þegar rætt er um […]

Read more...

föstudagur, 7. nóv 2014

Fræðslufundur um Sarp 12. nóvember

Sagnfræðingafélagið vekur athygli á fræðslufundi um menningarsögulega gagnasafnið Sarp, sem Rekstrarfélags Sarps stendur að í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 12. nóvember kl. frá kl. 16:00-17:30. Markmiðið með fundinum er að veita fundargestum – vísindasamfélaginu – innsýn inn í Sarp, kynna hvaða efni […]

Read more...

þriðjudagur, 4. nóv 2014

Hádegisfyrirlestrar falla niður 18. nóvember

Athygli er vakin á því að áður auglýstir hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins 18. nóvember, um söguskoðun söguendurskoðunar, falla niður. Næstu hádegisfyrirlestrar verða haldnir í Þjóðminjasafninu þann 2. desember, en þá flytja Jón Ólafsson og Lára Magnúsardóttir erindi um söguskoðun, heimspeki og samfélag.

Read more...

þriðjudagur, 28. okt 2014

Hádegisfyrirlestrar: Vísindi, sannleikur og söguskoðun

Næstkomandi þriðjudag, 4. nóvember, munu Helgi Skúli Kjartansson og Axel Kristinsson flytja hádegisfyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélagsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands undir yfirskriftinni Vísindi, sannleikur og söguskoðun. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 12:05. Mælikvarðinn á gildi eða réttmæti sagnfræðilegra lýsinga hlýtur að vera sannleikskrafan sjálf fremur en hvort þær þjóni góðum eða slæmum málstað. Við ætlumst til að […]

Read more...

þriðjudagur, 14. okt 2014

Hádegisfyrirlestrar: Þjóðarímyndir og söguskoðanir Íslendinga á ólíkum tímum

Næstkomandi þriðjudag, þann 21. október, halda Ann-Sofie Gremaud og Sverrir Jakobsson hádegisfyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélagsins undir yfirskriftinni „Þjóðarímyndir og söguskoðanir Íslendinga á ólíkum tímum“. Hádegisfyrirlestrarnir fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast kl. 12:05. Í söguskoðunum manna birtast hugmyndir þeirra um eigin fortíð. Þeim fylgja ákveðnar ímyndir sem hópurinn eignar sér og ber saman við […]

Read more...

miðvikudagur, 8. okt 2014

Málþing: Fólk í heimildum, heimildir um fólk

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra heldur málþingið Fólk í heimildum – heimildir um fólk laugardaginn 11. október næstkomandi. Þingið verður haldið í bókasafni Halldórs Bjarnasonar í húsakynnum Rannsóknaseturs HÍ á Einbúastíg 2 á Skagaströnd. VEGNA DRÆMRAR ÞÁTTTÖKU HEFUR HÓPFERÐ Á ÞINGIÐ FRÁ REYKJAVÍK VERIÐ AFLÝST. MÁLÞINGIÐ VERÐUR ÞÓ ÁFRAM Á DAGSKRÁ MEÐ ÓBREYTTU SNIÐI […]

Read more...

miðvikudagur, 1. okt 2014

Hádegisfyrirlestur: Að skrifa eigin sögu

Næstkomandi þriðjudag, þann 7. október, halda Hilmar Magnússon og Íris Ellenberger hádegisfyrirlestra á vegum Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni „Að skrifa eigin sögu. Sagnfræði og hinsegin saga“. Fyrirlestrarnir fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefjast kl. 12:05. Saga hinsegin fólks hefur ekki verið áberandi í sögubókum Íslendinga og henni hefur lítið verið sinnt af starfandi […]

Read more...

mánudagur, 29. sep 2014

Fyrirlestrakall: Nýjar rannsóknir í sagnfræði

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að framsögum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2015. Félagið hefur ákveðið að endurtaka leikinn frá fyrra ári og helga fyrirlestraröðina nýjum rannsóknum í sagnfræði. Allir sagnfræðingar sem vinna að rannsóknum eru hvattir til að senda inn tillögur, hvort sem verkefnin eru enn í vinnslu eða er lokið. Framhaldsnemar í sagnfræði […]

Read more...

miðvikudagur, 17. sep 2014

Hádegisfyrirlestur: Að búa til söguskoðun

Næstkomandi þriðjudag, þann 23. september, munu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Súsanna Margrét Gestsdóttir flytja fyrstu hádegisfyrirlestra Sagnfræðingafélagsins á haustmisseri 2014 undir yfirskriftinni „Að búa til söguskoðun“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05. Kennarar og höfundar kennslubóka um sögu starfa beinlínis við það að miðla sögulegri þekkingu til nemenda. Í […]

Read more...

föstudagur, 18. apr 2014

Hádegisfyrirlestur: Danir á Íslandi 1900-1970. Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki.

Næstkomandi þriðjudag, 22. apríl, mun Íris Ellenberger flytja erindi sem kallast “Danir á Íslandi 1900-1970. Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki.” Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05 Allir velkomnir.

Read more...

sunnudagur, 6. apr 2014

Hádegisfyrirlestur: „Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu.”

Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu Næstkomandi þriðjudag, þann 8 apríl, mun Kristín Svava Tómasdóttir flytja erindi sem kallast „Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05 Í […]

Read more...

laugardagur, 22. mar 2014

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2014 verður haldinn mánudaginn 31. mars kl. 19:30 í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð.   Dagskrá fundarins:   Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga Önnur mál Á fundinum verður […]

Read more...

Hádegisfyrirlestur á Þjóðminjasafni: Að skoða það smáa; áskoranir og álitamál.

Kæru félagar Næstkomandi þriðjudag, þann 25. mars, mun Unnur María Bergsveinsdóttir flytja erindi sem kallast „Að skoða það smáa; áskoranir og álitamál.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05 Í lýsingu á erindinu segir: Að skoða það […]

Read more...

mánudagur, 24. feb 2014

Hádegisfyrirlestur á morgun: Gervasoni-málið. Viðhorf stjórnvalda og almennings til hælisleitanda.

Á morgun þriðjudag mun Björn Reynir Halldórsson flytja erindi sem kallast “Gervasoni-málið. Viðhorf stjórnvalda og almennings til hælisleitanda”. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina “Nýjar rannsóknir í sagnfræði”. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05. Í lýsingu á erindinu segir: Árið 1980 sótti Frakkinn Patrick Gervasoni […]

Read more...

sunnudagur, 9. feb 2014

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins, Sögufélags og Reykjavíkurakademíunnar

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins, Sögufélags og Reykjavíkurakademíunnar verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 4. hæð 101 Reykjavík. Tekin verða fyrir eftirfarandi verk: Háborgin höfundur: Ólafur Rastrick Gagnrýnendur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir Hugsjónir, fjármál og pólitík höfundur: Árni H. Kristjánsson Gagnrýnandi: Sigurður Már Jónsson Landbúnaðarsaga Íslands höfundar: Árni Daníel Júlíusson & Jónas […]

Read more...

Hádegisfyrirlestur á Þjóðminjasafni: “Hvað er umhverfissagnfræði?”

Næstkomandi þriðjudag, þann 11. febrúar, mun Óðinn Melsted flytja erindi sem kallast: „Hvað er umhverfissagnfræði? Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05. Í lýsingu á erindinu segir: Umhverfissagan (e. environmental history) hefur notið aukinna vinsælda á […]

Read more...

sunnudagur, 12. jan 2014

Nýjar rannsóknir í sagnfræði

Senn hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands á ný. Þessa önnina verður yfirskriftin “Nýjar rannsóknir í sagnfræði”. Sigurjón Guðjónsson ríður á vaðið þriðjudaginn 28. júní með fyrirlestrinum “Hvað segja manntölin og skyldar heimildir um líf geðveikra á 19. öld og fyrstu árum 20. aldar?” Með því að smella á slóðina hér að neðan má sjá yfirlit yfir […]

Read more...

sunnudagur, 1. des 2013

Bókakvöld

Bókakvöld ReykjavíkurAkademíunnar, Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands og Bókasafns Dagsbrúnar. Fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00 – 22:30 í sal ReykjavíkurAkademíunnar Hringbraut 121, 4. hæð Upplestur, kynningar og sala á bókum Eftirfarandi bækur verða kynntar: Árni Daníel Júlíusson og Jónas Jónsson – Landbúnaðarsaga Íslands Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór – Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands Guðný Hallgrímsdóttir – Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur […]

Read more...

fimmtudagur, 28. nóv 2013

Hádegisfyrirlestur: Til heiðurs föðurlandinu – í nafni þjóðanna: Endurheimt (þjóð)minja úr dönsku safni.

Næstkomandi þriðjudag, þann 3. desember, mun Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir flytja erindi sem kallast: „Til heiðurs föðurlandinu – í nafni þjóðanna: Endurheimt (þjóð)minja úr dönsku safni.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“ Í lýsingu á erindi Önnu Þorbjargar segir: Eftir miklar málaleitanir var helmingi safns íslenskra miðaldagripa í Þjóðminjasafni Danmerkur […]

Read more...

laugardagur, 16. nóv 2013

Hádegisfyrirlestur 19. nóvember: „Dýrabeinasöfn sem þjóðminjar.“

Næstkomandi þriðjudag, þann 19. nóvember, mun Albína Hulda Pálsdóttir flytja erindi sem kallast: „Dýrabeinasöfn sem þjóðminjar.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“ Í lýsingu á erindi Albínu segir: Íslensk fornleifafræði hefur verið í miklum blóma undanfarinn 15 ár og með bættum uppgraftaraðferðum og fjölgun sérfræðinga í dýrabeinafornleifafræði, skordýragreiningum og greiningu […]

Read more...

föstudagur, 1. nóv 2013

Hádegisfyrirlestur: Útrýming moldargrena og varðveisla þjóðminja

Næstkomandi þriðjudag, þann 5. nóvember, mun Sigurjón Baldur Hafsteinsson flytja erindi sem kallast: „Útrýming moldargrena og varðveisla þjóðminja.“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“   Í lýsingu á erindinu segir: Í fyrirlestrinum verður rakið hvernig torfbærinn er um miðja 19. öld er álitin tákngervingur […]

Read more...

þriðjudagur, 22. okt 2013

Þjóðminjar sem innviðir.

Þann 22. október hélt Orri Vésteinsson erindið “Þjóðminjar sem innviðir”. Hér er lýsing á efni fyrirlestursins.   Í lýsingu á erindinu sagði: Á tímum hnattvæðingar og alþjóðahyggju eiga 19. aldar hugmyndir um þjóðminjar æ erfiðara uppdráttar. Slíkar hugmyndir gegndu mikilvægu hlutverki á meðan Íslendingar þurftu að stappa í sig stálinu sem þjóð og nýsjálfstætt ríki, en þær […]

Read more...

föstudagur, 4. okt 2013

Hádegisfyrirlestur 8. október: Sigríður Björk Jónsdóttir. Menningarminjar og mannabústaðir

Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að byggingararfinum, sem fellur undir yfirheitið menningarminjar í nýjum Minjalögum. Rétt eins og þjóðin, er byggingararfurinn að eldast, sem þýðir að æ fleiri hús og mannvirki munu sjálfkrafa flokkast sem menningarminjar á næstu árum og áratugum. Skoðað verður hvaða áhrif það kemur til með að hafa á friðunarhugtakið og merkingu […]

Read more...

sunnudagur, 29. sep 2013

“Guð blessi Ísland” – fimm árum síðar

Málþing Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 laugardaginn 5. október 2013 kl. 15 – 17.15. Ávarp: Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar Frummælendur: Kristín Loftsdóttir mannfræðingur, Háskóla Íslands: „Að komast í fremstu röð“: Íslensk þjóðarímynd og vöruhús minninga. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, Háskólanum á Bifröst: „Hrun, hvaða hrun?“Áhrif efnahagsmála á sjálfsmynd þjóðar. Guðni Th. Jóhannesson […]

Read more...

mánudagur, 23. sep 2013

Hádegisfyrirlestur: “Exploring nationalism and archealolgy in Iceland”

Næstkomandi þriðjudag, þann 24. september, mun Angelos Parigoris flytja erindið „Exploring nationalism and archaeology in Iceland“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Hvað eru þjóðminjar?“ Í lýsingu á erindinu segir: The assertion that archaeology is a value-free neutral social science has long been abandoned. Within this framework, […]

Read more...

föstudagur, 6. sep 2013

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands

Næstkomandi þriðjudag, þann 10. september, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands aftur eftir sumarleyfi. Yfirskrift haustmisseris er „Hvað eru þjóðminjar?“ og er við hæfi að Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefji dagskrá misserisins með umræðu um hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á 21. öldinni. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05.  Margrét Hallgrímsdóttir: Safnasamtal Þjóðminjasafns Íslands. […]

Read more...

miðvikudagur, 26. jún 2013

Ályktun Sagnfræðingafélags Íslands um Miðstöð munnlegrar sögu

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands harmar að staða verkefnisstjóra við Miðstöð munnlegrar sögu (MMS) – ein af örfáum stöðum innan fagsviðs sagnfræðinnar hjá opinberri stofnun – hafi ekki verið auglýst laus til umsóknar og þar með gerð aðgengileg sagnfræðingum, þegar hún losnaði nú á vordögum. Einnig harmar stjórnin þann niðurskurð sem hefur leitt til þess að nú […]

Read more...

fimmtudagur, 20. jún 2013

Fyrirlestrakall: Nýjar rannsóknir í sagnfræði – Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2014.

Sagnfræðingafélag Íslands hefur undanfarin 15 ár haldið úti reglulegum hádegisfyrirlestrum við góðan orðstír. Upphaflega var stofnað til þessara fyrirlestra með því markmiði að efla samræður meðal sagnfræðinga um sínar rannsóknir og sitt fag og þaðan er yfirskriftin „hvað er … ?“ komin, sem myndað hefur ramma fyrir efnistök fyrirlestranna. Óhætt er að segja að fyrirlestrarnir hafi […]

Read more...

mánudagur, 8. apr 2013

Skáldað í byggingararfinn?

Á morgun, þriðjudaginn 9. apríl, verður lokafyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur? Að þessu sinni flytur Guðrún Harðardóttir, sérfræðingur í byggingarsögu hjá Þjóðminjasafni Íslands, erindið: „Skáldað í byggingararfinn?“ Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05 Abstract: Íslendingar hafa verið iðnir við að […]

Read more...

föstudagur, 8. mar 2013

Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna

Næstkomandi þriðjudag, þann 12. mars, verður 10. fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur? Að þessu sinni flytur Þórunn Erlu Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur fyrirlesturinn „Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05 Abstract: Af landamærahéruðum Clio og skáldgyðjanna […]

Read more...

laugardagur, 2. mar 2013

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2013

verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 19:00  í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. Dagskrá fundarins má finna hér: Sagnfr._adalfundarbod_2013 Að loknum aðalfundartörfum mun dr. Arndís S. Árnadóttir flytja erindi er nefnist „Barátta módernistanna við skrautið“.  Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.

Read more...

föstudagur, 8. feb 2013

„Saga handa börnum“

Næstkomandi þriðjudag, þann 12. febrúar, verður 9. fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur? Að þessu sinni flytur Dagný Kristjánsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands erindið „Saga handa börnum“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05 Abstract: Höfum við ekki öll […]

Read more...

fimmtudagur, 7. feb 2013

Ályktun Sagnfræðingafélags Íslands vegna úrskurðar Persónuverndar um aðgengi fræðimanna að félagatali Kommúnistaflokks Íslands

Þann 25. janúar sl. kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli nr. 2011/766, þar sem Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni var óheimilt að miðla upplýsingum úr félagatali Kommúnistaflokks Íslands frá 1930-1938, að því marki sem upplýsingarnar höfðu ekki náð áttatíu ára aldri. Úrskurðurinn kemur sér illa við starfshætti sagnfræðinga og aðra fræðimenn, sérstaklega þá 12 fræðimenn sem […]

Read more...

þriðjudagur, 29. jan 2013

Bókafundur 2013

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum ReykavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 4. hæð 101 Reykjavík.  Tekin verða fyrir eftirfarandi verk:  Pater Jón Sveinsson  Höfundur: Gunnar F. Guðmundsson Gagnrýnandi: Helga Birgisdóttir  Upp með fánann! Höfundur: Gunnar Þór Bjarnason Gagnrýnandi: Ragnheiður Kristjánsdóttir Sagan af klaustrinu á Skriðu Höfundur: Steinunn Kristjánsdóttir Gagnrýnandi: Hjalti Hugason […]

Read more...

fimmtudagur, 24. jan 2013

Hvað ef? Íslandssagan sem gæti hafa gerst.

Kæru félagar, Næstkomandi þriðjudag, þann 29. janúar, verður 8. fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar Hvað er sögulegur skáldskapur? Guðni Th. Jóhannesson nýráðinn lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands mun að þessu sinni flytja fyrirlesturinn „Hvað ef? Íslandssagan sem gæti hafa gerst.“ Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12:05. Abstract: […]

Read more...

föstudagur, 30. nóv 2012

Fátækt á Íslandi í aldanna rás

Næstkomandi þriðjudag, þann 4. desember, verður síðasti hádegisfyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Gísli Gunnarsson sagnfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytja erindið „Fátækt á Íslandi í aldanna rás“.   Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05 og lýkur klukkan 13:00.   […]

Read more...

föstudagur, 16. nóv 2012

Íslenska neyslusamfélagið. Úr neysluæði í kreppu.

Næstkomandi þriðjudag, þann 20. nóvember, verður sjötti hádegisfyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur flytja erindið „Íslenska neyslusamfélagið. Úr neysluæði í kreppu“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05 og lýkur klukkan 13:00.

Read more...

þriðjudagur, 16. okt 2012

Velsæld í örbirgðarlandi?

Næstkomandi þriðjudag, þann 23. október, verður fjórði hádegisfyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Margrét Gunnarsdóttir doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands flytja erindið „velsæld í örbirgðarlandi?“ Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05 og lýkur klukkan 13:00. Velsæld í örbirgðarlandi? Hvernig horfðu eymdartímar […]

Read more...

miðvikudagur, 3. okt 2012

Fátækt á Íslandi 1991-2004

Næstkomandi þriðjudag, þann 9. október, verður þriðji fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands flytja erindi sitt „Fátækt á Íslandi 1991-2004“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega kl. 12:05 Fátækt á Íslandi 1991-2004 Því var oft […]

Read more...

fimmtudagur, 20. sep 2012

“Þeim eru mislagðar höndur þeim herrum. Bjargarskortur í Breiðafjarðareyjum undir lok 19. aldar”

Næstkomandi þriðjudag, þann 25. september, verður annar fyrirlestur vetrarins í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað er fátækt? Að þessu sinni mun Már Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytja erindi sitt „Þeim eru mislagðar höndur þeim herrum. Bjargarskortur í Breiðafjarðareyjum undir lok 19. aldar“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega kl. […]

Read more...

föstudagur, 7. sep 2012

Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni

Næstkomandi þriðjudag, þann 11. september, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands í 15. sinn. Yfirskrift haustmisseris er „Hvað er fátækt?“ og mun Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur ríða á vaðið með erindi sínu „Dísætur skortur – smávegis um sykur í sögunni“. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05. Dísætur skortur – smávegis um sykur […]

Read more...

sunnudagur, 2. sep 2012

Hvað er fátækt? Hvað er sögulegur skáldskapur? Hádegisfyrirlestrarröð 2012-2013

Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands fer nú óðum að hefjast, 15. árið í röð. Hádegisfyrirlestrarnir hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem frjór vettvangur umræðu um sagnfræðileg málefni á breiðum grundvelli, opnir öllum sem vilja. Þeir hafa enda notið vinsælda og jafnan verið vel sóttir. Vonandi verður engin breyting þar á í vetur, enda um spennandi […]

Read more...

laugardagur, 25. ágú 2012

Nýr formaður

Kæru félagar, Á fundi stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands þann 22. ágúst síðastliðinn baðst Unnur Birna Karlsdóttir formaður félagsins undan formennsku sökum breytinga á persónulegum högum sínum. Stjórnin féllst á það og Vilhelm Vilhelmsson varaformaður félagsins var valinn í hennar stað. Unnur Birna situr þó áfram í stjórn og hefur tekið við varaformannsembætti af Vilhelm. Unnur Birna […]

Read more...

fimmtudagur, 19. apr 2012

Könnun vegna hádegisfyrirlestra 2012-2013

Opnað hefur verið fyrir árlega kosningu um yfirskrift hádegisfyrirlestra Sagnfræðingafélagsins næsta vetur. Hægt er að merkja við tvo möguleika. Kosningu lýkur á hádegi þann 24. apríl næstkomandi. [poll id=”3″]

Read more...

föstudagur, 13. apr 2012

Tillögur óskast að þema hádegisfyrirlestrarraðar Sagnfræðingafélagsins 2012-2013

Nú er komið að því að safna í pottinn hugmyndum að þema hádegisfyrirlestra næsta vetur. Þessi fundaröð er fyrir löngu búin að sanna gildi sitt og hefur notið vinsælda og virðingar. Hægt er að skila inn tillögum fram til 19. apríl. Þetta verður næsta vetur samkvæmt hefðbundnu sniði undanfarinna ára, þ.e. þema fyrirlestraraðarinnar verður sitt […]

Read more...

fimmtudagur, 29. mar 2012

Minningar í myndum. Fjölskyldusaga í albúmum

Næstkomandi þriðjudag, 3. apríl, flytur Eggert Þór Bernharðsson lokaerindi hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Erindi sitt nefni Eggert “Minningar í myndum. Fjölskyldusaga í albúmum.” Sennilega hafa flestir reynslu af því að hafa flett gömlum fjölskyldualbúmum og haft gagn og gaman af. Í erindinu veltir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur upp ýmsum spurningum sem vaknað hafa við skoðun […]

Read more...

laugardagur, 24. mar 2012

Fréttir af aðalfundi

Síðastliðinn fimmtudag, 22. mars, fór aðalfundur Sagnfræðingafélagsins fram eins og lög gera ráð fyrir. Fréttir af honum eru þessar helstar: Sitjandi formaður Valur Freyr Steinarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var Unnur Birna Karlsdóttir kosin formaður félagsins til tveggja ára. Njörður Sigurðsson, Hugrún Reynisdóttir og Karl Garðarsson gáfu ekki kost á […]

Read more...

fimmtudagur, 15. mar 2012

Mannfræði minninga – endursköpun fortíðar í nútíð

Næstkomandi þriðjudag, 20. mars, flytur Hulda Proppé erindi sitt “Mannfræði minninga – endursköpun fortíðar í nútíð: Hvernig sjá bandarískir sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins störf sín í sögulegu, menningarlegu og pólitísku samhengi?” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Minni hefur í síauknum mæli verið viðfangsefni mannfræðinga. Áhugi á minni og minningum innan mannfræðinnar […]

Read more...

sunnudagur, 11. mar 2012

Aðalfundur og erindi

Fimmtudaginn 22. mars heldur Sagnfræðingafélag Íslands aðalfund sinn á þriðju hæð Þjóðskjalasafns Íslands, kl. 19:00. Dagskráin hljóðar svo: 1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. 2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. 4. Lagabreytingar. 5. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa […]

Read more...

fimmtudagur, 1. mar 2012

Að lifa í minningunni – stigmögnun sjálfstjáningar

Næstkomandi þriðjudag flytur Sigurður Gylfi Magnússon fyrirlestur sinn “Að lifa í minningunni – stigmögnun sjálfstjáningar” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Árum saman voru félagssagnfræðingar tregir til að nýta sér við rannsóknir persónulegar minningar fólks nema í mjög afmörkuðum tilgangi. Á síðari árum hefur orðið grundvallarbreytinga á hugmyndum fræðimanna um stöðu slíkra minninga í vísindarannsóknum. Í […]

Read more...

laugardagur, 18. feb 2012

Gleymska og tráma: Stríðsminningar í bókmenntum

Næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar halda Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir erindi sitt “Gleymska og tráma: stríðsminningar í bókmenntum” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Fyrirlesturinn mun skýra frá samanburðargreiningu á bókmenntalegri tjáningu á tráma, minni og gleymsku í kjölfar félagslegrar kreppu og fjalla um hlutverk bókmennta í sameiginlegum skilningi á fortíðinni og viðleitni til að knýja […]

Read more...

þriðjudagur, 31. jan 2012

Goðsagnir og minningar að baki Arons sögu

Næstkomandi þriðjudag, 7. febrúar, mun Úlfar Bragason halda erindi í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Fyrirlestur sinn nefnir Úlfar “Goðsagnir og minningar að baki Arons sögu.” Arons saga Hjörleifssonar er í hópi svokallaðra veraldlegra samtíðarsagna. Hún mun upphaflega hafa verið skrifuð á fyrrihluta 14. aldar. Sagan er ekki varðveitt í Sturlungu, sem er samsteypa annarra veraldlegra […]

Read more...

fimmtudagur, 19. jan 2012

Innrömmun. Minningar, ljósmyndir og saga

Næstkomandi þriðjudag, 24. janúar, heldur Sigrún Sigurðardóttir fyrirlestur sinn “Innrömmun. Minningar, ljósmyndir og saga” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Í fyrirlestrinum verður fjallað um horfin augnablik sem endurfæðast á ljósmynd og hvernig ljósmyndir eru notaðar til að varðveita sögur og búa til sögur um einstaklinga, fjölskyldur og þjóðir. Fjallað verður um tengsl minninga og ljósmynda […]

Read more...

föstudagur, 6. jan 2012

Sameiginlegar minningar og sagnfræði: Systur eða keppinautar?

Næstkomandi þriðjudag, 10. janúar, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem nú ber yfirskriftina Hvað eru minningar? Þorsteinn Helgason mun flytja opnunarerindið “Sameiginlegar minningar og sagnfræði: Systur eða keppinautar?”   Í fyrirlestrinum verður fjallað um minni og minningu sem félagslegt fyrirbæri og einkum staldrað við svokallaða „sameiginlega minningu“ (e. collective memory). Hugtakið varð til á fyrri hluta […]

Read more...

þriðjudagur, 6. des 2011

Hlaðvarp: Minniháttar misnotkun?

Fyrr í dag hélt Súsanna Margrét Gestsdóttir lokaerindið í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er (mis)notkun sögunnar?  Mældist erindið, “Minniháttar misnotkun?” vel fyrir hjá viðstöddum en nú geta allir nálgast upptöku af fundinum hér. Því miður gaf upptökutækið upp öndina rétt áður en umræðum lauk, en meginhluti fundarins er á upptökunni.

Read more...

þriðjudagur, 29. nóv 2011

Minniháttar misnotkun?

Næstkomandi þriðjudag, 6. desember, mun Súsanna Margrét Gestdóttir halda lokaerindið í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er (mis)notkun sögunnar? Erindið ber heitið “Minniháttar misnotkun?” Engum sem fylgst hefur með fyrirlestraröðinni um misnotkun sögunnar dylst hugur um að sú misnotkun er víðtæk og jafnvel almenn. Í þessu síðasta erindi raðarinnar verður spurt hvort hugsanlega megi tala um minniháttar misnotkun – […]

Read more...

föstudagur, 18. nóv 2011

Íslensk vinstri róttækni

ReykjavíkurAkademían og Sagnfræðingafélagið efna til umræðufundar í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 23. nóvember 2011 kl. 20.00-22.00 undir yfirskriftinni: Íslensk vinstri róttækni: Hugsjónabarátta eða landráð?   Kannski má segja um Kommúnistaflokk Íslands að aldrei hafi verið skrifað eins mikið um eins lítinn flokk. Á grunni hans varð til öflugri hreyfing, Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn, sem síðar breyttist […]

Read more...

Hlutleysi í sagnfræði

Næstkomandi þriðjudag, 22. nóvember, mun Gunnar Karlsson halda fyrirlesturinn “Hlutleysi í sagnfræði” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er (mis)notkun sögunnar? Í erindinu verður leitast við að lýsa sanngjarnri og réttmætri kröfu um hlutleysi eða óhlutdrægni í sagnfræði. Höfundur setur fram eins konar reglu um hlutleysi sem kemur ekki í veg fyrir að sagnfræðingar geti borið lof eða […]

Read more...

miðvikudagur, 2. nóv 2011

Söguskoðanir og sögufalsanir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur hádegishluta fyrirlestraraðarinnar Hvað er (mis)notkun sögunnar? næstkomandi þriðjudag, 8. nóvember kl. 12.05 í Þjóðminjasafni Íslands, með erindinu “Söguskoðanir og söguskoðanir”. Menn geta haft ólíkar söguskoðanir, en þeir mega ekki gera sig seka um sögufalsanir. Heiðarlegur ágreiningur getur verið um, hvernig skilja beri ýmsa viðburði sögunnar. Enn er til dæmis deilt um eðli […]

Read more...

þriðjudagur, 4. okt 2011

Söguþing 2012

Fjórða íslenska söguþingið verður haldið dagana 7.–10. júní 2012. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélagið, Reykjavíkurakademían og Félag sögukennara. Undirbúningsnefnd, sem er skipuð fulltrúum þessarra félaga, hóf störf í ágúst og hefur ráðið Kristbjörn Helga Björnsson sagnfræðing sem framkvæmdastjóra þingsins. Þingið verður skipulagt í styttri og lengri málstofum (1½ eða 3 klst.) og auglýsir […]

Read more...

miðvikudagur, 21. sep 2011

40 ára afmæli félagsins

Laugardaginn 1. október nk. mun Sagnfræðingafélag Íslands fagna 40 ára afmæli sínu. Af því tilefni mun félagið standa fyrir málþingi í Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, nánar tiltekið í stofu 132, undir yfirskriftinni: Hvað er (mis)notkun sögunnar?   Fyrirlesarar verða: Íris Ellenberger Guðni Th. Jóhannesson Lára Magnúsardóttir Guðmundur Hálfdanarson   Dagskráin hefst kl. 13.00 og lýkur […]

Read more...

sunnudagur, 22. maí 2011

Fyrirlestrarefni veturinn 2011-2012

Stjórn félagsins hefur ákveðið að yfirskriftir fyrir næsta vetur. Fyrir jól verður efnið Hvað er (mis)notkun sögunnar? en eftir hátíðarnar verður spurt Hvað eru minningar? Þeir sem hafa áhuga á að flytja erindi undir þessum yfirskriftum eru beðnir um að senda formanni félagsins, Vali Frey Steinarssyni, póst þar sem fram kemur titill erindis og umfjöllunarefni.

Read more...

miðvikudagur, 11. maí 2011

Hver á yfirskrift næsta vetrar að vera?

Líkt og á síðasta ári býður Sagnfræðingafélagið nú félagsmönnum að kjósa um yfirskrift hádegisfyrirlestra næsta vetrar. Vinsamlegast merkið við þann/þá möguleika sem nefndir eru hér að neðan eða setjið inn nýja möguleika. Gert er ráð fyrir að kosning standi yfir í eina viku og eru því allir áhugasamir beðnir um að koma sinni skoðun á […]

Read more...

fimmtudagur, 14. apr 2011

Forystulið þjóðarinnar?

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir heldur fyrirlestur sinn “Forystulið þjóðarinnar? Kvennaíþróttir, karlmennska og þjóðerni” næstkomandi þriðjudag, 19. apríl, kl. 12.05. Erindið er lokaerindi fyrirlestraraðarinnar Hvað er kynjasaga? Fyrirlesturinn fjallar um samspil íþrótta, þjóðernis og kvenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.  Íslenska íþróttahreyfingin varð til á tímum sjálfstæðisbaráttunnar þegar íslensk þjóðernisorðræða myndaðist. Sú sjálfsmynd sem íþróttahreyfingin dró upp […]

Read more...

föstudagur, 8. apr 2011

Afrakstur aðalfundar

Sagnfræðingafélag Íslands hélt aðalfund í sal Þjóðskjalasafns Íslands þriðjudaginn 29. mars síðastliðinn. Á fundinum las formaður Skýrsla stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands fyrir árið 2010 og gjaldkeri kynntiÁrsreikningur Sagnfræðingafélagsins 2010. Þeir sem vilja fræðast frekar um fundinn er bent á fundargerð_sagnfræðingafélagið_29032011. Eins og áður hefur komið fram flutti Lára Magnúsardóttir erindi að loknu venjulegum aðalfundarstörfum og má […]

Read more...

föstudagur, 1. apr 2011

Frá mæðrahyggju til frjálshyggju. Hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900-2010

Sigríður Matthíasdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Guðný Gústafsdóttir munu halda fyrirlestur sinn “Frá mæðrahyggju til frjálshyggju. Hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900-2010” í sal Þjóðminjasafns Íslands næstkomandi þriðjudag, 5. apríl kl. 12:05. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga? Í fyrirlestrinum verður leitast við að greina samspilið milli kvenfrelsisbaráttu og birtingamynda kvenleikans í íslensku þjóðfélagi […]

Read more...

mánudagur, 21. mar 2011

Aðalfundur

Þriðjudaginn 29. mars næstkomandi heldur Sagnfræðingafélag Íslands aðalfund sinn í Þjóðskjalasafni Íslands kl. 19:00. Dagskrá: 1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. 2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. 4. Lagabreytingar. 5. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra […]

Read more...

Hver er munurinn á kynjasögu og kynferðissögu?

Svanur Pétursson mun halda fyrirlestur sinn”Hver er munurinn á kynjasögu og kynferðissögu?” í sal Þjóðminjasafns Íslands 22. mars kl. 12.05. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Hvað er kynjsaga? Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig hugmyndir um kyngervi geta verið mótaðar af því hvað telst vera siðferðislega „rétt“ í kynferðismálum á hverjum tíma fyrir sig. Til […]

Read more...

föstudagur, 4. mar 2011

Fjallkarl Íslands: Jón Sigurðsson forseti

Næstkomandi þriðjudag, 8. mars, mun Páll Björnsson flytja erindi sitt “Fjallkarl Íslands: Jón Sigurðsson forseti” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga? Með þjóðernisvakningu 19. aldar varð fjallkonan að mikilvægu tákni fyrir íslenska þjóðfrelsishreyfingu. Hér á landi eins og annars staðar skiptu karllæg tákn hins vegar töluvert meira máli en þau kvenlegu, m.a. vegna þess að flestar […]

Read more...

fimmtudagur, 17. feb 2011

Þóra og Kristinn

Næstkomandi þriðjudag, 22. febrúar 2010, heldur rósa Magnúsdóttir fyrirlestur sinn “Þóra og Kristinn: ævisaga – hjónasaga – kynslóðasaga – kynjasaga?” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga? Ævisaga Þóru og Kristins er ekki bara saga konu og karls heldur saga samheldra hjóna og sambands þeirra við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, kvennabaráttuna, kommúnismann, Sovétríkin og alþjóðahyggjuna. Hjónin Þóra og Kristinn […]

Read more...

fimmtudagur, 3. feb 2011

Konur, handritamenning og bókmenntasaga hversdagsins

Davíð Ólafsson heldur fyrirlestur sinn “Konur, handritamenning og bókmenntasaga hversdagsins” næstkomandi þriðjudag, 8. febrúar. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga? Handritað efni frá síðari öldum – eftir tilkomu prentverks – hefur notið vaxandi athygli fræðimanna víða um lönd undanfarin ár og áratugi. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að handrituð miðlun hafi gegnt […]

Read more...

föstudagur, 21. jan 2011

Um kvenfólk og brennivín

Erlingur Björnsson heldur fyrirlestur sinn “Um kvennfólk og brennivín” næstkomandi þriðjudag, 25. janúar í fyrirlestraröðinni Hvað er kynjasaga? Fjallað verður um áfengisnotkun kvenna fyrrum og hvernig þær notuðu áfengi málstað sínum til framdráttar, hvort heldur sem var með áfengi eða móti og hvernig þær nýttu sér áfengi til að móta ímynd hinnar siðferðilega sterku konu […]

Read more...

föstudagur, 14. jan 2011

Nútímakonan

Því miður urðu mistök við upptöku á fyrirlestri Erlu Huldar Halldórsdóttur síðastliðinn þriðjudag og verður því ekkert af því að “Nútímakonan: birtingarmynd hins ókvenlega” rati hér til eyrna þeirra sem ekki komust að í Þjóðminjasafninu. Harmar stjórn félagsins þessi mistök.

Read more...

þriðjudagur, 11. jan 2011

Bókafundur

Hinn árlegi bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður fimmtudaginn 27. janúar kl. 20 í húsnæði Sögufélags í Fischersundi. Fjallað verður um bækur Guðna Th. Jóhannessonar, Margrétar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Pálsdóttur og Þórs Whitehead. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn.

Read more...

fimmtudagur, 6. jan 2011

Nútímakonan

Næstkomandi þriðjudag, 11. janúar, hefst ný fyrirlestrarröð Hvað er kynjasaga? Erla Hulda Halldórsdóttir hefur röðina með fyrirlestrinum “Nútímakonan, birtingarmynd hins ókvenlega.” Hið kvenlega og kvenleiki er lykilhugtak í umræðunni um menntun og samfélagslegt hlutverk kvenna á síðari hluta 19. aldar og er meðal þeirra þrástefja sem greina má í orðræðu blaða og fyrirlestra. Þrátt fyrir […]

Read more...

þriðjudagur, 7. des 2010

Ályktun stjórnar

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir yfir ánægju með vilja alþingismanna til að auka sögukennslu og að útbúið verði fjölbreyttara námsefni, heimildasöfn og myndefni til slíkrar kennslu. Aukinn námstími og námsefni í sögu á öllum skólastigum væri mikið fagnaðarefni. Þannig mætti auka almenna söguþekkingu og -vitund. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að auka stuðning og […]

Read more...

fimmtudagur, 18. nóv 2010

Afkynjun erfða

Næstkomandi þriðjudag, 23. nóvember, heldur Már Jónsson prófessor erindi sitt “Afkynjun erfða um miðja 19. öld: forsendur og framkvæmd”. Fyrirlesturinn er sá síðasti í röðinni “Hvað eru lög?”. Árið 1847 áttu íslenskir alþingismenn frumkvæði að því að erfðaréttur sona og dætra yrði gerður jafn, í stað þess að sonur fengi tvo hluti á móti einum […]

Read more...

föstudagur, 5. nóv 2010

Aumastir allra?

Sagnfræðingafélagið heldur nú kvöldfund um starfsvettvang sagnfræðinga, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20.00 í húsi Sögufélags, undir yfirskriftinni Aumastir allra? Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Dagskrá: 20:00               Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands: Hvað geta sagnfræðingar? 20:15               Súsanna Margrét Gestsdóttir, sögukennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og kennari við menntavísindasvið Háskóla Íslands: […]

Read more...

þriðjudagur, 2. nóv 2010

Hlaðvarp: Hvað eru stjórnlög?

Eftir nokkra bið hefur tekist að koma fyrirlestri Bjargar Thorarensen, Hvað eru stjórnlög? á netið. Því miður eru gæði upptökunnar ekki jafn góð og oft áður en áhugasamir taka væntanlega innihaldinu fagnandi engu að síður. Erindið er aðgengilegt hér.

Read more...

Hlaðvarp: Hvað má?

Eftir nokkra bið hefur tekist að koma fyrirlestri Guðna Th. Jóhannessonar, Hvað má? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun á netið. Því miður eru gæði upptökunnar ekki jafn góð og oft áður en áhugasamir taka væntanlega innihaldinu fagnandi engu að síður. Erindið er aðgengilegt hér.

Read more...

sunnudagur, 31. okt 2010

Siðferði í lögum fellur niður

Fyrirhugaður fyrirlestur Láru Magnúsardóttur, Siðferði í lögum. Hver er aðili að afsökunarbeiðni?, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Næsti hádegisfyrirlestur er því erindi Más Jónssonar, Afkynjun erfða um miðja 19. öld: Framkvæmd og forsendur, þann 23. nóvember næstkomandi. Verður það jafnframt síðasta erindi þessarar annar.

Read more...

laugardagur, 23. okt 2010

Hvað má?

Hvað má? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun – Hádegisfundur nk. þriðjudag, 26. október kl. 12.05 í fyrirlestrarröðinni Hvað eru lög? Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Oft kemur fyrir að ævisögur valda illdeilum, jafnvel svo úr þurfi að skera fyrir dómi. Í erindinu verður rætt um álitamál sem geta vaknað þegar einstaklingur segir ævisögu sína […]

Read more...

þriðjudagur, 19. okt 2010

Aumastir allra?

Þann 10. nóvember næstkomandi verður kvöldfundur í Sögufélagi þar sem starfsvettvangur sagnfræðinga verður ræddur. Stuttar framsögur frá fulltrúum HÍ, safna, kennara og sjálfstætt starfandi á undan almennum umræðum. Hvernig er starfsvettvangurinn, hvernig er námið í HÍ að skila störfum til útskrifaðra, hvernig nýtist sagnfræðin á vinnumarkaðinum? Og umfram allt erum við sagnfræðingar nægilega vakandi til […]

Read more...

föstudagur, 8. okt 2010

Hvað eru stjórnlög?

Næstkomandi þriðjudag, 12. október, heldur Björg Thorarensen erindi sitt Hvað eru stjórnlög í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru lög? Með stjórnlögum er almennt átt við lög sem ríki setja sér um grundvallarreglur varðandi skipulag og æðstu stjórn ríkisins og valdmörk þeirra sem fara með ríkisvald – oftast er þeim safnað saman í lagabálk sem kallaður er stjórnarskrá […]

Read more...

fimmtudagur, 23. sep 2010

Stjórnarskrá eða stefnuskrá?

Nú er stutt stórra högga á milli því strax er komið að öðrum fyrirlestrinum í röðinni Hvað eru lög? Næsta þriðjudag, 28. september, flytur Ágúst Þór Árnason erindið Stjórnarskrá eða stefnuskrá? Stjórnarskrár eins og við þekkjum þær í dag eru rétt rúmlega tvöhundruð ára gamalt fyrirbæri kennt við nútímann. Á þeim tíma sem liðinn er […]

Read more...

fimmtudagur, 16. sep 2010

Lög eru nauðsynleg í réttarríki

Fyrsti hádegisfyrirlestur vetrarins verður næstkomandi þriðjudag, 21. september, og hefst kl. 12:05 í Þjóðminjasafni Íslands. Þá flytur Ragna Árnadóttir erindi sitt Lög eru nauðsynleg í réttarríki og opnar með því fyrirlestraröðina Hvað eru lög? Íslenskt samfélag glímir við eftirköst bankahrunsins. Kallað er eftir breyttum stjórnarháttum og endurskoðun stjórnarskrár er í deiglunni. Fyrirsjáanlegt er að fjölmörg […]

Read more...

Hádegisfyrirlestrar 2010-2011

Nú hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins og verður sá fyrsti næstkomandi þriðjudag, 21. september. Ragna Árnadóttir fyrrum dómsmálaráðherra opnar þá röðina Hvað eru lög? Á eftir henni kemur svo hver fyrirlesarinn á fætur öðrum, eins og sjá má hér til hliðar. 11. janúar hefst svo röðin Hvað er kynjasaga? með fyrirlestri Erlu Huldu Halldórsdóttur. Fyrri part þeirrar […]

Read more...

föstudagur, 7. maí 2010

Fyrirlestrarefni veturinn 2010-2011

Á stjórnarfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið hvaða efni verða tekin fyrir í hádegisfyrirlestraröðum næsta vetrar. Tvo efni voru valin: Hvað er kynjasaga? og Hvað eru lög? Miklar umræður urðu um hádegisfyrirlestraröðina á Gammabrekku og er vonast til að það skili sér í fjölda spennandi tillagna um erindi. Áhugasamir eru beðnir um að setja […]

Read more...

fimmtudagur, 29. apr 2010

Könnun vegna hádegisfyrirlestra 2010-2011

Í kjölfar séstaklega líflegra umræðna á Gammabrekku um yfirskrift(ir) hádegisfyrirlestra næsta vetrar hefur stjórn Sagnfræðingafélags Íslands ákveðið að bjóða áhugasömum að kjósa um tillögurnar. Kosningin fer fram á hér að neðan og er hægt að velja á milli nokkurra efna sem nefnd voru á Gammabrekku. Þar sem tvö misseri eru undir er hægt að velja […]

Read more...

miðvikudagur, 28. apr 2010

Undir Hornafjarðarmána

Helgina 21.-23. maí halda Sagnfræðingafélag Íslands og Félag Þjóðfræðinga á Íslandi hina árlegu landbyggðaráðstefnu sína, nú á Suðausturlandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Háskólasetrið á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar og ReykjavíkurAkademíuna. Skráning á ráðstefnuna stendur nú yfir og geta áhugasamir skráð sig hjá Írisi Ellenberger (irisel@hi.is, gsm: 8614832). Um nokkurs konar farandráðstefnu er að ræða […]

Read more...

fimmtudagur, 8. apr 2010

Gunnar Thoroddsen og dómur sögunnar

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík flytur fyrirlesturinn:  „Gunnar Thoroddsen og dómur sögunnar“ í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins Hvað er dómur sögunnar? þriðjudaginn 13. apríl næstkomandi kl. 12.05. Gunnar Thoroddsen var án efa með merkustu stjórnmálamönnum á Íslandi á síðustu öld. Hann var þó umdeildur, einkum í eigin flokki. Í erindinu verður rætt […]

Read more...

miðvikudagur, 31. mar 2010

Nýr formaður og fleiri fréttir af aðalfundi

Síðastliðinn laugardag, 27. mars, var aðalfundur félagsins haldin í húsi Sögufélags. Skýrsla stjórnar og ársreikningar (reikningar frá 2008 til samanburðar) voru samþykktir einróma og árgjaldi haldið óbreyttu. Nokkuð umfangsmiklar breytingar voru gerðar á lögum félagsins en gerð var grein fyrir tillögunum í fréttabréfi félagsins og hér. Flestar breytingar voru samþykktar og hafa lög félagsins verið […]

Read more...

föstudagur, 26. mar 2010

Dómi snúið? Braggabúar og breytt viðhorf

Eggert Þór Bernharðsson prófessor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands flytur erindið Dómi snúið? Braggabúar og breytt viðhorf þriðjudaginn 30. mars kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Braggahverfi settu sterkan svip á Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Á tímum skipulegrar búsetu Reykvíkinga í herskálum frá 1943 og fram eftir sjöunda áratugnum […]

Read more...

fimmtudagur, 25. mar 2010

Minningarráðstefna um Halldór Bjarnason

Halldór Bjarnason, aðjúnkt í sagnfræði, lést 9. janúar 2010, fimmtugur að aldri. Halldór var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands með hléum frá 1990 og tók við starfi sem aðjúnkt í sagnfræði 1. júlí 2007. Hann var einstaklega áhugasamur kennari og afar vel metinn jafnt af nemendum sem samstarfsfólki. Nemendur Halldórs eiga veg og vanda […]

Read more...

þriðjudagur, 16. mar 2010

Fylgiskjöl Fréttabréfs

Í Fréttabréfi félagsins, sem nú er komið í dreifingu, eru tvær stórar greinar sem vísa til frekari upplýsinga. Önnur greinin fjallar um tillögur að lagabreytingum en nánar má kynna sér þær breytingar hér. Hin greinin tók á kjaramálum félagsmanna og má sjá sundurgreindar upplýsingar úr kjarakönnun félagsins hér.

Read more...

sunnudagur, 14. mar 2010

Aðalfundur

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram laugardaginn 27. mars nk. í húsi Sögufélags við Fischersund. Fundurinn hefst kl. 17. Dagskrá 1.       Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. 2.       Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3.       Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár 4.       Lagabreytingar (sjá tillögur stjórnar að lagabreytingum bls. 2-3 í Fréttabréfi félagsins). 5.       Kjör stjórnar. Kjör tveggja […]

Read more...

föstudagur, 12. mar 2010

Vandræðalegir víkingar. Ímynd-arfur-tilfinningar

Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur flytur erindið Vandræðalegir Víkingar. Ímynd – Arfur – Tilfinningar þriðjudaginn 16. mars kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Read more...

miðvikudagur, 3. mar 2010

Hlaðvarp: Gamall eða nýr tími á 18. öld?

Í gær flutti Hrefna Róbertsdóttir fyrirlestur sinn “Gamall eða nýr tími á 18. öld?” í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er dómur sögunnar? Þeir sem ekki komust í Þjóðminjasafnið til að hlusta á fróðlegt erindið geta hlustað á upptöku þess hér.

Read more...

mánudagur, 1. mar 2010

Gamall eða nýr tími á 18. öld?

Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur flytur erindi Gamall eða nýr tími á 18. öld? þriðjudaginn 2. mars kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í erindinu fjallar Hrefna um hugmyndir um hvernig líta megi á landshagi og samfélagsmál á átjándu öld með hliðsjón af öldunum sem umlykja hana, þá sautjándu og þá nítjándu. Öldin átjánda hefur fengið margar umsagnir og […]

Read more...

þriðjudagur, 16. feb 2010

Hlaðvarp: „Ég var ekki falur neinu valdi“

Fyrr í dag flutti Jón Yngvi Jóhannsson erindi um Gunnar Gunnarsson og dóm sögunnar. Fyrirlesturinn var hluti af röðinni  Hvað er dómur sögunnar? Nú er hægt að hlusta á herlegheitin en vert er að geta þess að upptakan er óvenju lágvær að þessu sinni. Hljóðskráin er hér.

Read more...

fimmtudagur, 11. feb 2010

„Ég var ekki falur neinu valdi.“ Um Gunnar Gunnarsson og dóm sögunnar

Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur flytur erindið „Ég var ekki falur neinu valdi.“ Um Gunnar Gunnarsson og dóm sögunnar þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í erindinu fjallar Jón Yngvi meðal annars um samskipti Gunnars við Þriðja ríkið og afstöðu Gunnars sjálfs á efri árum til hlutverks síns í sögunni. Erindið er hluti […]

Read more...

miðvikudagur, 3. feb 2010

Hvað er kreppa? Málþing á Akureyri

AkureyrarAkademían og Sagnfræðingafélag Íslands standa að málþinginu Hvað er kreppa? mánudaginn 8. febrúar kl. 15 í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Á málþinginu endurflytja Viðar Hreinsson, Sigrún Davíðsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson fyrirlestrana sem þau héldu í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins haustið 2009 undir yfirskriftinni Hvað er kreppa?

Read more...

Hlaðvarp: „Útlent vald oss yfir dynur – Ísland hefur jarl!“

Í gær hélt Úlfur Bragason erindi um Gissur Þorvaldsson og mat á bæði honum og samtímamönnum hans. Fyrirlesturinn var afar vel sóttur og vel talað um hann. Þetta var annar hádegisfyrirlesturinn í röðinni Hvað er dómur sögunnar? og er nú hægt að hlusta á erindið í heild sinni hér.

Read more...

föstudagur, 29. jan 2010

„Útlent vald oss yfir dynur – Ísland hefur jarl!“

Úlfar Bragason prófessor flytur erindið „Útlent vald oss yfir dynur – Ísland hefur jarl!“ Eftirmæli Gissurar Þorvaldssonarþriðjudaginn 2. febrúar kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina Hvað er dómur sögunnar? Í lýsingu á erindinu segir: Í bók sinni um Gissur jarl (1966) sagði Ólafur Hansson: „Það mun hafa verið hin […]

Read more...

þriðjudagur, 26. jan 2010

Kallað eftir erindum á Landsbyggðaráðstefnu

Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi áætla að halda næstu landsbyggðaráðstefnu sína á Suðausturlandi; í Suðursveit og á Höfn Hornafirði. Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við Fræðasetur Háskóla Íslands á Höfn og ReykjavíkurAkademíuna, helgina 21.-23. maí. Fyrirsögn ráðstefnunnar er að þessu sinni UNDIR HORNAFJARÐARMÁNA og áhersla verður lögð á samspil mannlífs, menningar og náttúru á Suðausturlandi. Óskað er […]

Read more...

þriðjudagur, 19. jan 2010

Hlaðvarp: Dómur sögunnar er ævinlega rangur!

Sigurður Gylfi Magnússon hélt í dag opnunarerindi hádegisfyrirlestraraðarinnar Hvað er dómur sögunnar? Vel var mætt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins en nú geta þeir sem ekki komust fyrir eða vilja hlusta aftur gert það. Erindi Sigurðar, Dómur sögunnar er ævinlega rangur!, er aðgengilegt hér.

Read more...

föstudagur, 15. jan 2010

Dómur sögunnar er ævinlega rangur!

Sigurður Gylfi Magnússon, doktor í sagnfræði og háskólakennari, flytur erindið Dómur sögunnar er ævinlega rangur! þriðjudaginn 19. janúar kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Með erindinu opnar Sigurður Gylfi vormisseri hádegisfyrirlestraraðarinnar Hvað er dómur sögunnar? Í þessum fyrirlestri mun Sigurður Gylfi sýna fram á með dæmum að sagnfræðingar verði að ganga út frá því í […]

Read more...

þriðjudagur, 12. jan 2010

Bókafundur

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 20 í húsnæði Sögufélags, Fischersundi 3. Ævisagnaþema verður á fundinum og er dagskráin eftirfarandi: 20.00 Vigdís. Kona verður forseti eftir Pál Valsson. Erla Hulda Halldórsdóttir gagnrýnir. 20:30 Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason. Sigrún Sigurðardóttir gagnrýnir. 21: 00 Hlé 21:15  […]

Read more...

sunnudagur, 20. des 2009

Gleðileg jól!

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með kærum þökkum fyrir viðburðarríkt ár. Dómur sögunnar verður vonandi umræðuefni hjá öllu áhugafólki um sögu á næstunni því hádegisfyrirlestrar vorsins 2010 munu taka á þessu spennandi efni.

Read more...

fimmtudagur, 3. des 2009

Hlaðvarp: Er íslenskt fullveldi í kreppu?

Guðmundur Hálfdanarson prófessor hélt áhugaverðan fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands síðastliðinn þriðjudag, Er íslenskt fullveldi í kreppu? Erindið hlaut verðskuldaða athygli, fjöldi gesta mætti og fjölmiðlar gerðu fundinum skil. Lauk þarna hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kreppa? en eftir áramót tekur við röðin Hver erdómur sögunnar? Fyrir þá sem ekki gátu mætt eða vilja hlusta aftur á erindi […]

Read more...

fimmtudagur, 26. nóv 2009

Er íslenskt fullveldi í kreppu?

Guðmundur Hálfdánarson  prófessor flytur erindið Er íslenskt fullveldi í kreppu? þriðjudaginn 1. desember kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina Hvað er kreppa? Í lýsingu á erindinu segir: Allt frá því að fullveldi íslensku þjóðarinnar var formlega viðurkennt með gildistöku sambandslaga Íslands og Danmerkur hinn 1. desember […]

Read more...

þriðjudagur, 17. nóv 2009

Hlaðvarp: Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi

Fyrr í dag flutti Guðmundur Jónsson prófessor erindi sitt Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er kreppa? Líkt og venja er var viðburðurinn tekinn upp og er nú gerður aðgengilegur þeim sem misstu af eða vilja hlýða aftur á þetta áhugaverða erindi. Þó skal vekja athygli á því að á upptökuna […]

Read more...

laugardagur, 14. nóv 2009

Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi

Næstkomandi þriðjudag heldur Guðmundur Jónsson prófessor erindi í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er kreppa? en erindi hans nefnist Velferðarríkið og efnahgaskreppur á Íslandi. Ísland er hvikult land ekki aðeins í jarðfræðilegum skilningi heldur einnig efnahagslegum. Hér hafa hagsveiflur verið tíðari og öfgafyllri  en í flestum ríkjum Evrópu amk. síðan á 19. öld og hafa þær […]

Read more...

föstudagur, 6. nóv 2009

Kjarakönnun

Í kjölfar umræðu í röðum sagnfræðinga um hvað geti talist eðlilegt í launamálum hefur stjórn Sagnfræðingafélags Íslands ákveðið að hrinda af stað könnun meðal sagnfræðinga í því skyni að komast að raun um hvernig kjaramálum félagsmanna sé háttað. Felast spurningarnar aðallega í því hvað fólki finnst eðlilegt að greitt sé fyrir tiltekna vinnu og hvernig […]

Read more...

þriðjudagur, 3. nóv 2009

Hlaðvarp: Kreppan og kunningjaþjóðfélagið

Fyrr í dag flutti Sigrún Davíðsdóttir erindi sitt “Kreppan og kunningjaþjóðfélagið” í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er kreppa? Óhætt er að fullyrða að erindið hafi hlotið verðskuldaða athygli því um 170 manns hlýddu á Sigrúnu en það er met á þessum fundarstað. En þó margir hafi mætt á staðinn eru fjölmargir áhugasamir sem ekki komust […]

Read more...

föstudagur, 30. okt 2009

Kreppan og kunningjaþjóðfélagið

Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, flytur erindið Kreppan og kunningjaþjóðfélagið þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina Hvað er kreppa?

Read more...

miðvikudagur, 21. okt 2009

Tæknilegir örðugleikar

Í gær, þriðjudaginn 20. október, flutti Skúli Sæland fyrirlestur sinn um ímyndarkreppu Skálholts á 20. öld og viðreisn staðarins í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kreppa? Að öllu jöfnu væri nú boðið upp á upptöku af fundinum en því miður heppnaðist upptakan ekki og verðum við því að taka viðstadda trúanlega í því að erindið og umræðurnar […]

Read more...

sunnudagur, 18. okt 2009

Ímyndarkreppa Skálholts og viðreisn þess um miðja síðustu öld

Skúli Sæland sagnfræðingur mun fjalla um viðreisn Skálholts á 20. öld í fyrirlestri í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, nk. þriðjudag þann 20. október.

Read more...

mánudagur, 12. okt 2009

Hlaðvarp: Íslenskur kreppukostur

Í síðustu viku, þann 6. október, flutti Sólveig Ólafsdóttir erindið “Íslenskur kreppukostur: matur í fánalitunum” í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er kreppa?

Fyrirlesturinn er nú aðgengilegur sem hljóðskrá hér.

Read more...

mánudagur, 5. okt 2009

Íslenskur kreppukostur – matur í fánalitunum

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri mun fjalla um íslenskan kreppukost í fyrirlestri í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, nk. þriðjudag þann 6. október. Matur er nátengdur tilfinningum okkar og sjálfsmynd. Hvað er það sem fær almenning til að breyta um matarvenjur á krepputímum og af hverju voru í það minnsta fimm verksmiðjur sem framleiddu og seldu matarliti í Reykjavík á fjórða áratug síðustu aldar?

Read more...

þriðjudagur, 29. sep 2009

Hugh Reid: Áskriftarlistar við bókaútgáfu á átjándu öld

Fyrsti kvöldfundur vetrarins verður haldin miðvikudaginn 30. september kl. 20:00 í húsi Sögufélags við Fischersund. Þar mun Dr. Hugh Reid halda fyrirlestur um áskriftalista við bókaútgáfu á átjándu öld. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Read more...

þriðjudagur, 22. sep 2009

Hlaðvarp: Hugvísindi á krepputímum

Fyrr í dag fluttu Katrín Jakobsdóttir, Viðar Hreinsson og Íris Ellenberger stutt erindi og sátu fyrir svörum á málfundi undir yfirskriftinni “Hugvísindi á krepputímum. Staða, hlutverk og sóknarfæri”. Málfundurinn var fyrsti liður í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Ísland Hvað er kreppa? Erindin eru nú aðgengileg hér í hljóðupptöku.

Read more...

miðvikudagur, 16. sep 2009

Hugvísindi á krepputímum. Staða, hlutverk og sóknarfæri

Þann 22. september nk. heldur Sagnfræðingafélag Íslands málfundinn Hugvísindi á krepputímum. Staða, hlutverk og sóknarfæri með þátttöku menntamálaráðherra, Viðars Hreinssonar framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar og Írisar Ellenberger formanns Sagnfræðingafélagsins. Stefán Pálsson verður fundarstjóri. Ráðstefnan mun opna hina árlegu hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins. Yfirskrift haustmisseris er Hvað er kreppa?

Read more...

þriðjudagur, 1. sep 2009

Breyting á haustgöngu

Nú á laugardag verður haustganga Sagnfræðingafélagsins, undir leiðsögn Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Björns Janusarsonar. Vakin er sérstök athygli á að lagt verður af stað frá þjónustuhúsi garðsins, Ljósvallagötumegin kl. 14.00. Sjáumst þar!

Read more...

föstudagur, 7. ágú 2009

Haustganga

Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og Heimir B. Janusarson garðyrkjustjóri munu leiða félagsmenn um Suðurgötukirkjugarðinn þann 5. september næstkomandi. Sagt verður frá fólkinu sem þar hvílir, flóru garðarins og öðru forvitnilegu sem snertir sögu garðsins. Síðasta haustganga félagsins tókst vel og er stefnan að hefja haustið framvegis á slíkum göngum. Gerum okkur góðan dag í hópi skemmtilegra […]

Read more...

föstudagur, 5. jún 2009

Strandhögg

Vegna forfalla eru örfá sæti laus á Strandhögg, landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins og Félags Þjóðfræðinga í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og Þjóðfræðistofu. Ráðstefnan fer fram á ferðinni milli Hólmavíkur og Krossneslaugar. Á völdum stöðum munu fyrirlesarar halda erindi sem tengjast þema ráðstefnunnar, sambandi jaðars og miðju. Dagskrárrit með útdráttum má nálgast hér. Ráðstefnugjald er 4500 kr. og í því felast allar rútuferðir, hádegisverður laugardag […]

Read more...

fimmtudagur, 28. maí 2009

Hvað er kreppa? Hvað er dómur sögunnar?

Stjórn Sagnfræðingafélagsins ákvað á fundi í vikunni hver yfirskrift næstu hádegisfundaraðar verður. Hin óformlega könnun hér á síðunni var stjórninni til aðstoðar við ákvörðunina en þar urðu þrjú efni hlutskörpust, kreppa, endurreisn og dómur sögunnar. Því var ákveðið að hafa veturinn tvískiptan sem fyrr, haustmisseri helgað kreppunni (og þá endurreisninni um leið, enda tvær hliðar á sama teningi), en á vormisseri verður fjallað um dóm sögunnar.

Read more...

þriðjudagur, 12. maí 2009

Könnun vegna hádegisfyrirlestra 2009-2010

Í kjölfar líflegra umræðna á Gammabrekku um yfirskrift(ir) hádegisfyrirlestra næsta vetrar hefur stjórn Sagnfræðingafélags Íslands ákveðið að bjóða áhugasömum að kjósa um tillögurnar. Kosningin fer fram á hér að neðan og er hægt að velja á milli nokkurra efna sem nefnd voru á Gammabrekku auk þess sem hægt er að bæta við tillögum. Þar sem […]

Read more...

þriðjudagur, 28. apr 2009

Hlaðvarp: Stjórnarbylting á Íslandi 1809

Fyrr í dag flutti Anna Agnarsdóttir hádegisfyrirlesturinn „Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?“ Fyrirlesturinn er hluti hádegisfyrirlestrarraðar Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt, smellið hér til að hlusta.

Read more...

fimmtudagur, 23. apr 2009

Anna Agnarsdóttr: Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?

Anna Agnarsdóttir prófessor flytur erindið „Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?“ þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Read more...

fimmtudagur, 16. apr 2009

Skemmtiferð sagnfræðinga í Borgarnes

Sagnfræðingafélag Íslands hyggst standa fyrir sameiginlegri ferð félagsmanna (með mökum eða vinum) vestur í Borgarnes, hvar ferðalangar munu snæða saman ljúffenga máltíð á Landnámssetrinu og fara að því loknu á sýningu, eða sagnaþátt Einars Kárasonar, er nefnist Stormar og styrjaldir og fjallar um atburði Sturlungaaldar á sinn einstaka hátt.

Read more...

þriðjudagur, 14. apr 2009

Hlaðvarp: Loksins ertu sexí!

Fyrr í dag flutti Brynhildur Sveinsdóttir fyrirlestur Unnar Maríu Bergsveinsdóttur Loksins ertu sexí! Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara. Fyrirlesturinn er hluti hádegisfyrirlestrarraðar Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt, smellið hér til að hlusta.

Read more...

laugardagur, 11. apr 2009

Loksins ertu sexí!

Erindi Unnar Maríu Bergsveinsdóttur „Loksins ertu sexí! Íslenskur menningararfur í meðförum pönkara“ verður flutt þriðjudaginn 14. apríl kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Read more...

þriðjudagur, 31. mar 2009

Hlaðvarp: Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz

Fyrr í dag flutti Sigurður Líndal hádegisfyrirlesturinn Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt hér á vef Sagnfræðingafélagsins, smellið hér til að hlusta. Vegna tækniörðugleika er hljóðið á upptökunni frekar lágt og er mælt með því að heyrartól séu notuð við hlustun.

Read more...

fimmtudagur, 26. mar 2009

Sigurður Líndal: Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz

Sigurður Líndal prófessor flytur erindið „Andófið gegn Atlantshafsbandalaginu 30. marz“ þriðjudaginn 31. mars kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Read more...

miðvikudagur, 25. mar 2009

Ársreikningur

Á aðalfundi félagsins, þann 21. mars síðastliðinn, lagði gjaldkeri fram ársreikninga. Vakti frágangur, framsetning og vinna við reikningana sérstaka lukku fundargesta. Geta nú allir skoðað umtalaða reikninga hér.

Read more...

þriðjudagur, 24. mar 2009

Ársskýrsla formanns fyrir starfsárið 2008-2009

Á nýliðnum aðalfundi félagsins fór formaður þess yfir starfsemina á liðnu ári. Af mörgu var að taka eins og sjá má í ársskýrlsunni hér að neðan.

Read more...

þriðjudagur, 17. mar 2009

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 21. mars

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram laugardaginn 21. mars n.k. í húsi Sögufélags við Fischersund. Fundurinn hefst kl. 16. Dagskrá 1) Ársskýrsla kynnt og lögð fram til samþykktar. 2) Endurskoðaðir reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3) Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins). 4) Kjör stjórnar. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja […]

Read more...

Hlaðvarp: Þýðing andófs fyrir þróun réttarins

Fyrr í dag flutti Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hádegisfyrirlesturinn Þýðing andófs fyrir þróun réttarins. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt hér á vef Sagnfræðingafélagsins, smellið hér til að hlusta.

Read more...

föstudagur, 13. mar 2009

Ragnar Aðalsteinsson: Þýðing andófs fyrir þróun réttarins

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður flytur erindið „Þýðing andófs fyrir þróun réttarins“ þriðjudaginn 17. mars kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf? Í lýsingu á erindinu segir: Í fyrirlestrinum verður einkum fjallað um borgarlega óhlýðni. Hugtakið verður skilgreint og afmarkað frá aðgerðum eins og löglegum […]

Read more...

þriðjudagur, 3. mar 2009

Hlaðvarp: Þversögn andófsins

Fyrr í dag flutti Jón Ólafsson heimspekingur hádegisfyrirlesturinn Þversögn andófsins. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt hér á vef Sagnfræðingafélagsins, smellið hér til að hlusta.

Read more...

laugardagur, 28. feb 2009

Jón Ólafsson: Þversögn andófsins 3. mars kl. 12.05

Jón Ólafsson heimspekingur flytur erindið „Þversögn andófsins“ þriðjudaginn 3. mars kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf? Í lýsingu á erindinu segir: Frjálslynd lýðræðishyggja samtímans gerir ráð fyrir að tjáningarfrelsi séu grundvallarréttindi. Það þýðir að rétturinn til að tjá hverskyns óánægju, andúð eða […]

Read more...

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 21. mars

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram laugardaginn 21. mars n.k. í húsi Sögufélags við Fischersund. Fundurinn hefst kl. 16. Dagskrá 1) Ársskýrsla kynnt og lögð fram til samþykktar. 2) Endurskoðaðir reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar. 3) Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins). 4) Kjör stjórnar. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja […]

Read more...

föstudagur, 13. feb 2009

Lára Magnúsardóttir: Ótti við andóf veldur andófi og ótta, 17. febrúar kl. 12.05

Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur flytur erindið „Ótti við andóf veldur andófi og ótta“ þriðjudaginn 17. febrúar kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Í lýsingu á erindinu segir:
Í sögu Vesturlanda var ótti við reiði Guðs lengst af sterkt afl sem hefur ekki aðeins sett svip sinn á líf almennings heldur einnig stjórnmálaþróun og réttarkerfi. Yfirvofandi dómur Guðs á hinsta degi átti þátt í því að veraldarhöfðingjar sættu sig við að deila valdi með kirkjunni, því af honum réðst hverjum yrði úthlutað eilífu lífi. Ekki var hægt að horfa framhjá jafnmikilvægum þætti í lífi hvers manns.

Read more...

laugardagur, 7. feb 2009

Hlaðvarp: Andóf í akademíunni

Síðastliðinn þriðjudag flutti Árni Daníel Júlíusson hádegisfyrirlesturinn Andóf í akademíunni. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf? Erindið er nú aðgengilegt hér á vef Sagnfræðingafélagsins, smellið hér til að hlusta.

Read more...

þriðjudagur, 3. feb 2009

Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni

Þriðjudaginn 3. febrúar flytur Árni Daníel Júlíusson hádegisfyrirlesturinn Andóf í akademíunni. Athugið að dagskrá vormisseris hefur verið breytt. Lára Magnúsardóttir sem átti að flytja fyrirlestur 3. febrúar flytur erindi sitt 17. febrúar.

Í lýsingu Árna á erindinu segir:
Meðal þess sem rætt hefur verið eftir hrun efnahagslífsins er ábyrgð akademíunnar. Spurt er af hverju menntamenn hafi ekki séð fyrir hvað væri að gerast og varað við því, þannig að tekið væri eftir. Í erindinu verða nokkrar mögulegar ástæður þess ræddar. Í fyrsta lagi var hugmyndafræði frjálshyggjunnar andsnúin því að rætt væri um samfélag og stórar heildir. Öll áhersla var á einstaklinginn og frelsi hans. Þetta hafði veruleg áhrif í akademíunni, því þrengt var að hug- og félagsvísindum og lítill áhugi af hálfu stjórnvalda á því að afla upplýsinga til að fá yfirsýn. Þetta sést best á því að Þjóðhagsstofnun var beinlínis lögð niður.

Read more...

Hlaðvarp: Hetjudáð eða hermdarverk?

Fyrirlestur Kjartans Ólafssonar Hetjudáð eða hermdarverk? er nú aðgengilegur hér á vef Sagnfræðingafélagsins. Smellið hér til að hlusta á erindið í heild sinni. Kjartan hélt erindið aðeins einni klukkustund fyrir búsáhaldabyltingu þann örlagaríka dag 20. janúar 2009. Að erindinu loknu spurði Óttar M. Norðfjörð hvað Kjartan teldi að þyrfti að gerast til að mótmæli hlytu […]

Read more...

föstudagur, 16. jan 2009

Árni Daníel Júlíusson: Andóf í akademíunni

Þriðjudaginn 3. febrúar flytur Árni Daníel Júlíusson hádegisfyrirlesturinn Andóf í akademíunni. Þar mun Árni leitast við að svara áleitnum spurningum um akademíuna og efnahagshrunið. Hver er ábyrgð menntamanna á hruni efnahagskerfisins? Af hverju sáu þeir það ekki fyrir, hvað dugar að halda uppi fræðasamfélagi ef það áttar sig ekki á efnahagshruni í uppsiglingu? Er ekki […]

Read more...

Hetjudáð eða hermdarverk? Kjartan Ólafsson opnar vormisseri hádegisfyrirlestrarraðar Sagnfræðingafélagsins undir yfirrskriftinni “Hvað er andóf?”

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, opnar fyrirlestraröðina með erindi sínu Hetjudáð eða hermdarverk? þriðjudaginn 20. janúar kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Í fyrri hluta erindisins verður fjallað um vissa atburði úr 20. aldar sögu nálægra Evrópuríkja og rætt þá meðal um annars hversu mjótt getur verið á munum þegar reynt er að flokka gerðir manna ýmist í hetjudáðir eða hermdarverk. Vakin verður athygli á með hvaða hætti framvinda sögunnar breytir stundum slíku mati og feykir til viðhorfum innan eins og sama hópsins.

Í síðari hluta fyrirlestursins verður fjallað um símahleranir íslenskra stjórnvalda hjá pólitískum andstæðingum þeirra á árunum 1949 – 1968. Þá lítur Kjartan meðal annars á rökin sem viðkomandi ráðherra beitti er hann bað um nefndar hleranir, rætt nokkuð hverjir það voru sem fyrir hlerunum urðu og um störf sín við að upplýsa málið.

Read more...

mánudagur, 10. nóv 2008

Júðar, negrar og tataralýður? Ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands

Þriðjudaginn 11. nóvember flytur Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur hádegisfyrirlesturinn Júðar, negrar og tataralýður? Ótti, ógn og meintir útlenskir óvinir Íslands. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Read more...

þriðjudagur, 28. okt 2008

Hlaðvarp – Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan

Fyrr í dag flutti Viggó Ásgeirsson hádegisfyrirlesturinn Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er að óttast? Erindið er nú aðgengilegt hér á vef Sagnfræðingafélagsins, smellið hér til að hlusta.

Read more...

mánudagur, 27. okt 2008

Viggó Ásgeirsson – “Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan

Þriðjudaginn 28. október flytur Viggó Ásgeirsson sagnfræðingur hádegisfyrirlesturinn Óttinn við sjúkdóma: Spænska veikin og fuglaflensan. Í lýsingu á efni erindisins segir: Í erindinu verður fjallað um spænsku veikina á árunum 1918-1919 en hún er skæðasti inflúensufaraldur sem gengið hefur yfir heiminn. Farið verður yfir það hvernig veikin barst til Íslands og til hvaða ráðstafana var […]

Read more...

mánudagur, 13. okt 2008

Guðmundur Jónsson: Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi. Um efnahagskreppur og óttann við þær

Þriðjudaginn 14 október flytur Guðmundur Jónsson prófessor hádegisfyrirlesturinn: Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi. Um efnahagskreppur og óttann við þær. Í lýsingu á efni fyrirlestrarins segir: Á fjármálakreppan sem nú stendur yfir sér hliðstæður í hagsögu 20. aldarinnar eða er hún einstæður atburður? Í erindinu er leitast við að setja hrun fjármálakerfisins í sögulegt samhengi […]

Read more...

mánudagur, 29. sep 2008

Guðni Th. Jóhannesson: „Með því að óttast má …“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu

Þriðjudaginn 30 september flytur Guðni Th. Jóhannesson hádegisfyrirlesturinn „Með því að óttast má …“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er að óttast? Í erindinu verða rök yfirvalda fyrir hlerunum hverju sinni vegin og metin. Rakið verður hvað réð því að ákveðið var að hlera hjá sumum sósíalistum […]

Read more...

þriðjudagur, 16. sep 2008

Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu

Sagnfræðingafélag Íslands er ásamt félaginu Matur -saga – menning og Reykjavíkur Akademíunni einn aðstandenda ráðstefnu sem verður haldin 27. september næstkomandi í Iðnó klukkan 14-17. Ber hún heitið Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu. Fjallað verður um upphaf veitingasölu, matarmenningu á tímum hafta og skömmtunar, ímynd íslenska eldhússins, tilraunir íslenskra stjórnvalda til […]

Read more...

þriðjudagur, 9. sep 2008

Hádegisfundir veturinn 2008-9

Nú haustar og því hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðinga félagsins á ný. Í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum “Hvað er að óttast?” og “Hvað er andóf?”. Dagskrá vetrarins er á þessa leið: 2008 – Hvað er að óttast? 16. september Björn Bjarnason: Kalda stríðið – dómur sögunnar. 30. september Guðni Th. Jóhannesson: „Með því […]

Read more...

þriðjudagur, 2. sep 2008

Stjórn Sagnfræðingafélagsins skrifar forseta Alþingis

Nýverið vöktu fjölmiðlar athygli á því að við yfirlestur á þingræðu til birtingar í Alþingstíðindum á netinu hafi þingmaður breytt merkingu ummæla sem hann lét falla í ræðustól á Alþingi. Af því tilefni sendi stjórn Sagnfræðingafélags forseta Alþingis bréf og minnti á þá staðreynd að sagnfræðingar jafnt sem annað fræðafólk notar þingtíðindi sem heimildir og […]

Read more...

fimmtudagur, 12. jún 2008

Ímynd Íslands – bréf til forsætisráðherra

Stjórn Sagnfræðingafélag Íslands hefur sent forsætisráðherra bréf. Tilefnið er nýútgefin skýrsla um ímynd Íslands. Skýrslan er afrakstur af starfi nefndar forsætisráðherra en nefndarformaður var Svava Grönfeldt, rektor við Háskólann í Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að ein af undirstöðum ímyndar Íslands eigi að vera uppruni þjóðarinnar og þá m.a. eftirfarandi þættir í sögu hennar: Fyrstu […]

Read more...

fimmtudagur, 29. maí 2008

Kvöldfundur um hádegisfundi

Fyrir skemmstu náði hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands þeim merka áfanga að fagna 10 ára afmæli. Eins og komið hefur fram í Fréttabréfi og einnig í sögu félagsins, þá hafa fyrirletrarnir verið fjölmargir og fjölbreyttir. Eitthvað af þeim fyrirlestrum sem hafa verið fluttir, hafa jafnframt verið gefnir út á prenti. Þar má nefna fyrirlestraröðin Hvað er borg? […]

Read more...

mánudagur, 5. maí 2008

Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmyndatækni og írónía

Þriðjudaginn 6. maí flytur Kristinn Schram hádegisfyrirlesturinn Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmyndatækni og írónía. Kristinn er forstöðumaður Þjóðfræðistofu, stundakennari við H.Í og doktorsnemi við Edinborgarháskóla. Er kvikmyndun sjálfsagt tæki í vettvangsrannsóknum? Verður menning varðveitt í hreyfimynd og hljóði og síðan endurupplifuð? Hvers eðlis eru þjóðfræðilegar kvikmyndir? Hafa kvikmyndir eðli? Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti […]

Read more...

sunnudagur, 20. apr 2008

Er réttlætanlegt að henda ljósmynd?

Þriðjudaginn 22. apríl flytur María Karen Sigurðardóttir, forvörður og safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, hádegisfyrirlesturinn Er réttlætanlegt að henda ljósmynd? Af hverju varðveitum við gamlar ljósmyndir af fólki, jafnvel þótt enginn viti hvaða fólk er á myndunum? Getur verið að eftir því sem ljósmynd eldist, aukist menningarleg verðmæti hennar þar sem hún varðveitir brot af andrúmi sem […]

Read more...

þriðjudagur, 8. apr 2008

Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar

Fyrr í dag flutti Anna Lísa Rúnarsdóttir hádegisfyrirlesturinn Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er varðveisla? Smellið hér til að hlýða á fyrirlestur Önnu.

Read more...

sunnudagur, 6. apr 2008

Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar

Þriðjudaginn 8. apríl flytur Anna Lísa Rúnarsdóttir hádegisfyrirlesturinn Minjar í torfi: hugmyndafræði varðveislu Núpsstaðar. Þjóðminjasafni Íslands hefur verið falið að tryggja varðveislu torfhúsanna á Núpsstað í Fljótshverfi. Í þessu erindi verður kynnt nálgun og hugmyndafræði þessa verkefnis. Fjallað verður um þá alþjóðlegu sáttmála og kröfur heimsminjaskrár sem hafa haft áhrif á verkefnið, en einnig um […]

Read more...

fimmtudagur, 20. mar 2008

Ólíkar hugmyndir um varðveislu fornminja á fyrri hluta nítjándu aldar

Þriðjudaginn 25. mars flytur Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir,doktorsnemi í sagnfræði við háskólann í Gautaborg og gestafræðimaður á Þjóðminjasafni Íslands, hádegisfyrirlesturinn Ólíkar hugmyndir um varðveislu fornminja á fyrri hluta nítjándu aldar. Árið 1807 var Hinni konunglegu fornleifanefnd komið á fót í Kaupmannahöfn. Nefndinni var ætlað að friða fornleifar í ríkjum Danakonungs og safna forngripum til Fornnorræns safns […]

Read more...

þriðjudagur, 18. mar 2008

Ársskýrsla formanns

Hér á eftir fer árskýrsla Hrefnu Karlsdóttur, fráfarandi formanns Sagnfræðingafélags Íslands fyrir formannsárið 2007/2008. Var hún lögð fyrir aðalfund 8. mars 2008 1. Formannsskipti urðu á árinu 2007. Guðni Th. Jóhannesson hætti formennsku og við tók Hrefna Karlsdóttir. Að auki gengju úr stjórn Hilma Gunnarsdóttir gjaldkeri en í hennar stað kom Magnús Lyngdal Magnússon og […]

Read more...

þriðjudagur, 11. mar 2008

Af aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands var haldinn í húsi Sögufélagsins laugardaginn 8. mars 2008 kl. 16. Fráfarandi formaður félagsins Hrefna Karlsdóttir bauð fundargesti velkomna og gerði það að tillögu sinnu að Guðmundur Jónsson yrði skipaður fundarstjóri. Aðrar tillögur um fundarstjóra komu ekki fram og tók Guðmundur við fundarstjórn. Hann sagði nokkur orð og minnti fundarmenn á formlegar […]

Read more...

Hlaðvarp: Hver gætir hagsmuna minna?

Fyrr í dag flutti Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns Íslands, hádegisfyrirlesturinn Hver gætir hagsmuna minna? Um notkun og aðgengi að einkaskjölum í Landsbókasafni. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er varðveisla? Smellið hér til að hlýða á fyrirlestur Arnar.

Read more...

sunnudagur, 9. mar 2008

Hver gætir hagsmuna minna? Um notkun og aðgengi að einkaskjölum í Landsbókasafni

Þriðjudaginn 11. mars flytur Örn Hrafnkelsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns Íslands, hádegisfyrirlesturinn Hver gætir hagsmuna minna? Um notkun og aðgengi að einkaskjölum í Landsbókasafni. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er varðveisla? Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum […]

Read more...

miðvikudagur, 5. mar 2008

Hádegisfyrirlestur Más Jónssonar aðgengilegur á vef Sagnfræðingafélagsins

Vegna tæknilegra mistaka verður fyrirlestur Más Jónssonar Varðveisla texta: hvað er það? því miður ekki aðgengilegur sem hljóðskrá. Texta fyrirlestursins má hinsvegar lesa hér á vef Sagnfræðingafélagsins sem .pdf skjal ásamt meðfylgjandi glærum. Smellið hér til að lesa textann og hér til að nálgast glærurnar.

Read more...

fimmtudagur, 28. feb 2008

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram laugardaginn 8. mars í húsi Sögufélags við Fischersund. Fundurinn hefst kl. 16. Dagskrá: Ársskýrsla kynnt og lögð fram til samþykktar. Endurskoðaðir reikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar. Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins). Kjör stjórnar. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga […]

Read more...

fimmtudagur, 21. feb 2008

Varðveisla texta: hvað er það?

23. febrúar klukkan 12:05 flytur Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fyrirlesturinn Varðveisla texta: hvað er það? í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Varðveisluhugtakið verður tekið til umræðu og er fullyrt að það feli ekki eingöngu í sér vörslu eða gæslu á menningarlegum og sögulegum verðmætum, svo sem til […]

Read more...

þriðjudagur, 12. feb 2008

Hlaðvarp: Hvað er að heyra?

Fyrr í dag flutti Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu, erindið Hvað er að heyra? Varðveisla munnlegra heimilda á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands. Þeir sem misstu af þessum skemmtilega fundi geta smellt hér til að hlýða á erindi Unnar á .mp3 formi. Einnig er hægt að nálgast texta fyrirlestursins sem .pdf skjal á […]

Read more...

sunnudagur, 10. feb 2008

Bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands

Hinn árlegi bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi. Eftirfarandi bækur, sem komu út árið 2007, verða teknar til umfjöllunar: Silfur hafsins – gull Íslands: síldarsaga Íslendinga: margir höfundar. Framsögumaður: Guðmundur Jónsson sagnfræðingur Kristín Jónsdóttir, “Hlustaðu á þína innri rödd”. Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti […]

Read more...

laugardagur, 9. feb 2008

Hvað er að heyra? Varðveisla munnlegra heimilda.

Þriðjudaginn 12. febrúar flytur Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Unnur María ræðir um varðveislu munnlegra heimilda og ber fyrirlesturinn heitið Hvað er að heyra?. Unnur María er verkefnastjóri hjá Miðstöð munnlegrar sögu. Munnleg saga hefur í seinni tíð hlotið fulla viðurkenningu sem sagnfræðileg aðferð og nýtur sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem […]

Read more...

þriðjudagur, 29. jan 2008

Hlaðvarp – Það er engum för til fjár að brjóta hauga

Fyrr í dag flutti Kristín Huld Sigurðardóttir erindið Það er engum för til fjár að brjóta hauga á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands. Þeir sem misstu af þessum skemmtilega fundi geta smellt hér til að hlýða á Kristínu á mp3 formi.

Read more...

mánudagur, 28. jan 2008

Það er engum för til fjár að brjóta hauga

Þriðjudaginn 29. janúar flytur Kristín Huld Sigurðardóttir fornleifafræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Kristín ræðir um vernd fornleifa og viðhorf Íslendinga til minja. Fyrirlesturinn ber heitið Það er engum för til fjár að brjóta haug. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum […]

Read more...

fimmtudagur, 17. jan 2008

Fyrirlestur Hrafns Sveinbjarnarsonar aðgengilegur

Fyrirlestur Hrafns Sveinbjarnarsonar, Syndaflóðið kemur eftir vorn dag – um varðveislu íslenskra skjalasafna, er nú aðgengilegur hér á vef Sagnfræðingafélagsins sem .pdf skjal. Smellið hér til að lesa. Fyrirlesturinn hélt Hrafn í Þjóðminjasafni Íslands fyrir fullum sal áheyranda þriðjudaginn 15. janúar s.l. og er hann hluti af hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands.

Read more...

föstudagur, 11. jan 2008

Hádegisfundir hefjast á nýju ári!

Fyrsti hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands á nýju ári fer fram þriðjudaginn 15. janúar næstkomandi. Hrafn Sveinbjarnarson sagnfræðingur flytur hádegisfyrirlesturinn Syndaflóðið kemur eftir vorn dag – um varðveislu íslenskra skjalasafna. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er varðveisla? Syndaflóðið kemur eftir vorn dag – um varðveislu íslenskra skjalasafna. Útdráttur úr fyrirlestri: Skjalasöfn endurspegla það þjóðskipulag […]

Read more...

fimmtudagur, 22. nóv 2007

Hlaðvarp – Minn staður er hér þar sem Evrópa endar

Fyrr í dag flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir erindið Minn staður er hér þar sem Evrópa endar á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands. Þeir sem misstu af þessum skemmtilega fundi geta smellt hér til að hlýða á Ingibjörgu á mp3 formi.

Read more...

þriðjudagur, 20. nóv 2007

Minn staður er hér þar sem Evrópa endar

Fimmtudaginn 22. nóvember verður sjötti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands í haust haldinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, heldur erindi sem nefnist: Minn staður er hér þar sem Evrópa endar. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Read more...

Kvöldfundur – Æviskrárritun og ritskoðun

Stjórnir Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands hafa ákveðið að vera með kvöldfundi um sagnfræðileg efni a.m.k. einu sinni á misseri. ÞRIÐJUDAGINN (annað kvöld) 20. nóvember kl. 20:00 verður sá fyrsti og efnið verður Æviskrárritun og ritskoðun. Þessir fundir eru eingöngu auglýstir á Gammabrekka og heimasíðum félaganna og eru ætlaðir félagsmönnum. Fundurinn verður í húsnæði Sögufélags og […]

Read more...

mánudagur, 19. nóv 2007

Breytt dagsetning hádegisfundar

Sagnfræðingafélag Íslands vekur athygli á því að dagsetning síðasta hádegisfyrirlestrar fyrir jól hefur breyst. Fyrirlestur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur átti að fara fram á morgun, þriðjudag, en hefur vegna óviðráðanlegra orsaka flust aftur til fimmtudags.

Read more...

þriðjudagur, 6. nóv 2007

Hlaðvarp – Uppruni Evrópu

Fyrr í dag ræddi Sverrir Jakobsson sagnfræðingur um uppruna Evrópu. Erindi Sverris var hluti af hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er Evrópa?. Þeir sem misstu af þessum skemmtilega fyrirlestri geta smellt hér til að hlýða á hann á mp3 formi.

Read more...

mánudagur, 5. nóv 2007

Hlaðvarp – Hvað er Evrópa – hugmynd, álfa, ríkjasamband?

Sökum tæknilegra örðugleika hefur það dregist að koma hádegisfyrirlestri Guðmundar Hálfdánarsonar, Hvað er Evrópa – hugmynd, álfa, ríkjasamband? á vefinn. Fyrirlestur Guðmundar er þó nú loks aðgengilegur með því að smella hér. Því miður vantar fyrstu 3 mínúturnar framan á fyrirlesturinn en Guðmundur gaf engu að síður góðfúslegt leyfi sitt fyrir birtingu hans. Leyst hefur […]

Read more...

föstudagur, 2. nóv 2007

Uppruni Evrópu

Þriðjudaginn 6 nóvember verður fimmti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins í haust haldinn. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur fjallar um uppruna Evrópu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um tilurð Evrópuhugtaksins, hvenær það fékk pólitískt mikilvægi og í hvaða sögulega samhengi það gerðist. Meðal þeirra sem koma við sögu eru Seifur, Mínos konungur, Heródótos, Nói og synir hans, heilagur Ágústín, Urban II […]

Read more...

sunnudagur, 21. okt 2007

Hvað er Evrópa – hugmynd, álfa, ríkjasamband?

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins halda áfram þriðjudaginn 23. október. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, spyr Hvað er Evrópa – hugmynd, álfa, ríkjasamband? Í opinberri umræðu vísar hugtakið Evrópa æ oftar til Evrópusambandsins, á sama hátt og þegar menn segja Ameríka meina þeir gjarnan Bandaríki Norður-Ameríku. Í flestum tilvikum breytir ekki miklu hvernig hugtök sem þessi eru notuð, en þó […]

Read more...

fimmtudagur, 11. okt 2007

Hlaðvarp – Evrópska samkeppniskerfið

Hljóp tíminn frá þér síðasta þriðjudag? Misstir þú af spennandi hádegisfundi? Þú getur tekið gleði þína á ný því hlaðvarp Sagnfræðingafélags Íslands er komið til að vera og miðar að því að auðvelda félagsmönnum að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað á hádegisfundum. Smellið hér til að hlusta á Axel Kristinsson flytja erindi […]

Read more...

mánudagur, 8. okt 2007

Evrópska samkeppniskerfið

Þriðjudaginn 9. október halda hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands “Hvað er Evrópa” áfram. Axel Kristinsson, sagnfræðingur, fjallar um evrópska samkeppniskerfið. Þótt saga Evrópu sé um sumt óvenjuleg er hún ekki eins einstök og Evrópubúar vilja gjarnan ímynda sér. Hún á margt sameiginlegt með sögu annarra samfélaga á ýmsum tímum og í ýmsum heimshlutum. Frá 11. öld og […]

Read more...

miðvikudagur, 3. okt 2007

Akademísk helgisiðafræði – Hugvísindi og háskólasamfélag

Miðstöð einsögurannsókna í ReykjavíkurAkademíunni kynnir bókina: Akademísk helgisiðafræði -Hugvísindi og háskólasamfélag eftir Sigurð Gylfa Magnússon Bókin Akademísk helgisiðafræði er einsögurannsókn sem er skrifuð eins og spennusaga. Þar er farið í saumana á virkni háskólasamfélagsins; hvernig stofnanir, forsvarsmenn og fræðimenn sem eru hluti af Háskóla Íslands ráða ráðum sínum þegar utanaðkomandi aðilar knýja þar dyra. Höfundur […]

Read more...

miðvikudagur, 26. sep 2007

Hlaðvarp – Erum við þá Rómverjar núna?

Hlaðvarp Sagnfræðingafélags Íslands miðar að því að auðvelda félagsmönnum að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað á hádegisfundum. Smellið hér til að hlusta á Magnús Árna Magnússon flytja erindi sitt frá því fyrr í gær Erum við þá Rómverjar núna? Lesa má lýsingu á efni fyrirlestursins hér.

Read more...

laugardagur, 22. sep 2007

Erum við þá Rómverjar núna?

Þriðjudaginn 25. september heldur hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, “Hvað er Evrópa”, áfram. Magnús Árni Magnússon, evrópufræðingur, spyr í erindi sínu Erum við þá Rómverjar núna? Í fyrirlestri Magnúsar verður fjallað um grunnspurninguna Hvað er Evrópa?, út frá tengslum við táknmyndir fortíðar og spurningunni um hvaða máli þær kunna að skipta í stjórnmálum samtímans. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara […]

Read more...

þriðjudagur, 11. sep 2007

Hlaðvarp Sagnfræðingafélags Íslands

Í vetur verður aftur tekinn upp sá góði siður að hljóðrita hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands. Verða hljóðritanirnar gerðar aðgengilegar hér á vefsíðu félagsins. Smellið hér til að hlusta á Eirík Bergmann flytja erindi sitt frá því fyrr í dag Er Ísland í Evrópu Lesa má lýsingu á efni fyrirlestursins hér.

Read more...

miðvikudagur, 5. sep 2007

Er Ísland í Evrópu?

Þriðjudaginn 11. september hefjast hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands að nýju. Það er Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs sem ríður á vaðið í fyrsta hádegisfyrirlestri vetrarins. Eiríkur spyr, hvar á Ísland heima? Tvö gagnstæð öfl hafa undanfarið togtast á um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Eins og á við um önnur […]

Read more...

föstudagur, 25. maí 2007

Hálendi hugans – Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags Þjóðfræðinga á Íslandi

9. landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldin á hinu nýja Heklusetri á Leirubakka í Landsveit í samvinnu við heimamenn helgina 1.-3. júní 2007. Nánari dagskrá og upplýsingar er að finna hér að neðan:

Read more...

fimmtudagur, 24. maí 2007

Sögustríð. Greinar og frásagnir um hugmyndafræði

Út er komin bókin Sögustríð eftir dr. Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Í bókinni er að finna sjónarhorn höfundar á þróun og stöðu háskólasamfélaga hér á landi og erlendis. Bókin er að hluta til fræðileg sjálfsævisaga Sigurðar Gylfa þar sem hann rekur margvísleg átök innan hins akademíska heims á undangengnum 15 árum. Að auki er að […]

Read more...

miðvikudagur, 9. maí 2007

HÁLENDI HUGANS: SKRÁNING HAFIN!

9. landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldin á hinu nýja Heklusetri á Leirubakka í Landsveit í samvinnu við heimamenn helgina 1.-3. júní 2007. Nánari dagskrá og upplýsingar er að finna hér að neðan:

Read more...

föstudagur, 4. maí 2007

Stefnir í stjórnarkreppu? Fordæmi úr fortíðinni

Málþing um stjórnarmyndanir verður haldið föstudaginn 4. maí á milli klukkan 12:00 og 13:30 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Þingið er haldið á vegum Sagnfræðingafélags Íslands, Stofnunar um stjórnsýslu og stjórnmál og Morgunblaðsins. Dagskrá: Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur: Þingræði og myndun ríkisstjórna, 1944-1959. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur: Stjórnarandstöðumyndunarviðræður, 1971-1995. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur: Hverju breyttu […]

Read more...

miðvikudagur, 2. maí 2007

Miðlun menningararfs

Þriðjudaginn 8. maí 2007, flytur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir erindið Miðlun menningararfs í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. kl. 12:05-12:55 Það er ekki verkefni stjórnmálamanna eða embættismanna að gefa út fyrirmæli um það hvernig beri að túlka menningararf Íslendinga þótt þeir geti haft sínar skoðanir eins og aðrir. Fyrst og fremst verður þessi túlkun til í fræðasamfélaginu […]

Read more...

fimmtudagur, 12. apr 2007

Ævar Kjartansson: Sagan sögð í útvarpi

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands Þriðjudaginn 17. apríl 2007, kl. 12:05-12:55 Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu Aðgangur er ókeypis og öllum heimill Ævar Kjartansson: Sagan sögð í útvarpi. Vísun í erindi: Ýmsar sögur eru sagðar í útvarpi. Í 77 ár hefur Ríkisútvarpið, rétt einsog aðrar evrópskar þjóðmenningarstöðvar, verið farvegur margs konar sagna, einkasagna og þjóðarsögu. Þeir sem hafa […]

Read more...

föstudagur, 6. apr 2007

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands var haldinn í húsi Sögufélags, Fischersundi 3, 30. mars 2007. Formaður félagsins, Guðni Th. Jóhannesson, setti fund kl. 16:00. Að tillögu Guðna var Guðmundur Jónsson kosinn fundarstjóri, en síðan var gengið til dagskrár. 1. Skýrsla stjórnar. Formaður kynnti ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2006–2007. Í umræðum um ársskýrsluna tóku til máls: Jón Þ. […]

Read more...

sunnudagur, 1. apr 2007

Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi

Eggert Þór Bernharðsson: Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi. Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 3. apríl 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Íslendingar eru safna- og sýningaglöð þjóð en á Íslandi eru einna flest söfn í Evrópu miðað við mannfjölda. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýningageiranum á […]

Read more...

sunnudagur, 25. mar 2007

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands!

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 31. mars. Fundurinn hefst kl. 16:00 og verður dagskrá hans svohljóðandi, í samræmi við lög félagsins sem má finna á heimasíðu þess, www.sagnfraedingafelag.net: 1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar. 2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar. […]

Read more...

þriðjudagur, 13. mar 2007

Arfur og miðlun:Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir

Gísli Sigurðsson flytur erindið Arfur og miðlun: Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Hádegisfundir félagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast að venju klukkan 12:05 og lýkur klukkan 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skráning á samtíðinni og rannsóknir á fortíðinni mótast af hugmyndafræði á hverjum tíma; hugmyndafræði sem hefur áhrif […]

Read more...

þriðjudagur, 6. mar 2007

Þorskastríðin 1958-1976

„Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“ Fyrirlestur í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, föstudaginn 9. mars kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn verður á ensku. Fyrirlesari er Andrew Welch, fv. kapteinn í […]

Read more...

Þorskastríðin 1958-1976

„Þorskastríð Breta og Íslendinga 1958-1976. Hugleiðingar um ólíka þjóðarhagsmuni, ójafnað í hernaði, stjórnun fjölmiðla og vald stjórnvalda yfir herafla.“ Fyrirlestur í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, föstudaginn 9. mars kl. 12:00-13:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn verður á ensku. Fyrirlesari er Andrew Welch, fv. kapteinn í […]

Read more...

föstudagur, 2. mar 2007

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 6. mars 2007

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 6. mars 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þjóðveldisöldin kvikmynduð – Ágúst Guðmundsson Útdráttur höfundar: Þegar kvikmynda á eitthvað sem gerist á fyrri tímum fer hópur fólks í rannsóknarvinnu til að finna út eitt og annað um viðkomandi tíma. Þegar kemur að því tímabili […]

Read more...

sunnudagur, 25. feb 2007

Hvað er Írak? Ástandið í Írak og sagnfræðilegar rannsóknir

Fyrirlestur Magnúsar Þorkels Bernharðssonar í boði Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sagnfræðingafélags Íslands í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 1. mars, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hvað er eiginlega að gerast í Írak? Hvernig ber að meta og skilja ástandið þar? Hvað getur saga Íraks skýrt fyrir okkur um […]

Read more...

miðvikudagur, 21. feb 2007

Styrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar

Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fyrir árið 2007, kr. 400.000. Í 4. grein skipulagsskrár sjóðsins stendur: Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka – og vinna að ritum um – sérstök verkefni er varða […]

Read more...

mánudagur, 19. feb 2007

Hádegið 20. febrúar

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 20. febrúar 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Í hádeginu þriðjudaginn 20. febrúar fjallar Ómar Ragnarsson um heimildamyndagerð. Ómar mun sérstaklega ræða mynd sem hann er að vinna að um þessar mundir er nefnist “Brúarjökull og innrásirnar í Ísland”. Myndin fjallar um flugvallarstæði rétt […]

Read more...

fimmtudagur, 8. feb 2007

Fyrirlestrar landsbyggðarráðstefnu 2005 komnir út

Út er komið rit með fyrirlestrum sem fluttir voru á sjöundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins og Félags þjóðfræðinga sem haldin var í samvinnu við Héraðssafn Austurlands og aðra heimamenn á Eiðum á Fljótsdalshéraði í júní 2005. Ráðstefnuritið er alls 120 blaðsíður. Útgefendur þess eru Héraðsnefnd Múlasýslna og Sagnfræðingafélag Íslands. Ritstjóri er Hrafnkell Lárusson. Ráðstefnuritið kemur út sem […]

Read more...

þriðjudagur, 30. jan 2007

Heimildagildi heimildamynda

6. febrúar er komið að þriðja hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins á þessu ári. Venju samkvæmt verður hann kl. 12:05-12:55 í fyrirlestrasal Þjóminjasafns Íslands. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmyndin hefur verið talin eina tímavélin, því að í henni sést, hvað gerðist. En dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sem gert hefur margar heimildamyndir, bendir á, að […]

Read more...

þriðjudagur, 23. jan 2007

BÓKAFUNDURINN

Hinn árlegi bókafundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsakynnum Sögufélags í Fischersundi, þriðjudagskvöldið 30. janúar kl. 20:00. Ritin sem fjallað verður um eru: – Upp á sigurhæðir eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Umfjöllun: Sigríður Th. Erlendsdóttir. – Erlendir straumar og íslensk viðhorf eftir Inga Sigurðsson. Umfjöllun: Páll Björnsson. – Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. […]

Read more...

Opnun Miðstöðvar munnlegrar sögu

Miðstöð munnlegrar sögu verður opnuð við hátíðlega athöfn í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu, föstudaginn 26. janúar. Athöfnin hefst kl. 15.00. Miðstöðin mun beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á munnlegum heimildum sem snerta sögu lands og þjóðar. Munnleg saga notar hið talaða orð, frásagnir fólks af atburðum eða lífshlaupi sínu, til að […]

Read more...

miðvikudagur, 17. jan 2007

Sögukennsla: Nema hvað? Hvernig?

Annar hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins á þessu ári, þriðjudaginn 23. janúar 2007, kl. 12:05-12:55 í fyrirlestrasal Þjóminjasafns Íslands. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Af og til sprettur upp umræða um kanón í sagnfræði og sögukennslu enda hafa allir skoðun á því hver er nauðsynlegasta söguþekkingin. Þegar gerðar voru miklar breytingar á aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla fyrir nokkrum […]

Read more...

föstudagur, 5. jan 2007

Hvort kemur á undan, rannsóknir eða miðlun?

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 9. janúar 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Útdráttur: Sagnfræðingar geta ekki fengist við rannsóknir án hliðsjónar af því að ætlunin er að miðla einhverjum sannleika um fortíðina. Rannsókn hlýtur því jafnan að taka mið af þeim spurningum sem lagðar er til grundvallar. Val […]

Read more...

sunnudagur, 17. des 2006

Sannast sagna: Efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði og hvernig má eyða þeim

Síðasti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins á þessu ári, þriðjudaginn 19. desember 2006, kl. 12:05-12:55. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Í erindinu verður fjallað um nokkrar efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði sem sprottið hafa úr ranni heimspekinnar eða fengið byr undir báða vængi þar. Einkum verður hugað að efasemdum sem spretta af hugmyndum um grunngerð tungumálsins, ofuráherslu […]

Read more...

laugardagur, 9. des 2006

Bókakynning 12. desember

Árlegur bókakynningarfundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður í húsi Sögufélags við Fischersund þriðjudagskvöldið 12. desember. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir á hann. Léttar veitingar verða í boði. Fyrri fundir hafa verið fjörlegir og fræðandi og víst er að engin breyting verður á í þetta sinn. Eftirfarandi bækur verða kynntar og ræddar í […]

Read more...

þriðjudagur, 5. des 2006

Ályktun um Íslendingabók

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands samþykkti og sendi frá sér eftirfarandi ályktun 3. desember 2006: Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því ástandi sem skapast með uppsögnum starfsmanna Íslendingabókar. Gagnagrunnur Íslendingabókar hefur nýst fræðimönnum á undanförnum árum við rannsóknir og sparað þeim ómælda vinnu. Þá hefur almenningur sótt mikið í grunninn. Meðal þeirra sem láta af […]

Read more...

laugardagur, 2. des 2006

Er til rétt saga? Um kanón í sagnfræði og sögukennslu

Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, þriðjudaginn 5. desember kl. 12:05-12:55. Sagan snýst ekki bara um að finna sannleikann um fortíðina heldur líka að velja þau viðfangsefni og atriði sem eru þess virði að segja sannleikann um. Í erindinu er sagt frá viðleitni manna til að festa slík atriði í sessi með valdboði, umvöndunum eða gylliboðum. […]

Read more...

föstudagur, 17. nóv 2006

Er sagan bara sjónarmið? Spurningin um hlutlægni í sagnfræði

Hádegisfundur Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12:05-12:55. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Í útdrætti fyrirlesara, Guðmundar Jónssonar, segir: Allt frá því að sagnfræðin gerði tilkall til þess að teljast til vísinda á 19. öld hefur hlutlægnishugtakið verið miðlægt í þekkingarfræði greinarinnar. Sagnfræðingar töldu að hægt væri að komast að öruggum, hlutlægum sannleika […]

Read more...

föstudagur, 10. nóv 2006

Agnes Arnórsdóttir: Hvað er íslensk sagnfræði?

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 14. nóvember 2006 kl. 12:05-12:55. Fyrirlesturinn mun fjalla um hvernig hin skráða íslenska saga hefur frá upphafi verið skrifuð út frá ákveðnum miðlægum hneigðum. Hinn kristni menningararfur var þar auðvitað allsráðandi, en sérstaklega voru elstu sagnaritarnir uppteknir af spurninginni um hvaða ættir og bændahöfðingjar hefðu numið hin mismunandi landsvæði og seinna […]

Read more...

fimmtudagur, 2. nóv 2006

Munnlegar heimildir. Möguleikar og sannleiksgildi

Hádegisfyrirlestur, Þjóðminjasafni Íslands, 7. nóvember 2006, 12:05-12:55 Í fyrirlestrinum verður fjallað um munnlegar heimildir, sannleiksgildi þeirra og þá möguleika sem notkun þeirra felur í sér. Rætt verður um tengsl munnlegra heimilda við aðrar heimildir og hvernig þær aðferðafræðilegu spurningar, sem sagnfræðingurinn þarf að horfast í augu við þegar hann notar munnlegar heimildir, endurspegla þann vanda […]

Read more...

þriðjudagur, 31. okt 2006

Rannsóknaræfing á hausti

Rannsóknaræfing Félags íslenskra fræða – í samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna, sagnfræðingafélag Íslands, Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Íslenska málfræðifélagið – verður að þessu sinni haldin við lok Hugvísindaþings, í Tunglinu, Iðusölum við Lækjargötu, laugardagskvöldið 4. nóvember næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19.30 – borðhald hefst kl. 20.00 Veitingar Eftir hin andlegu hlaðborð Hugvísindaþings er tilvalið að gæða […]

Read more...

BA-kvöld Fróða

Föstudagskvöldið 3. nóvember mun Fróði halda BA-kvöld þar sem þrír nemendur sem lokið hafa BA-prófi í sagnfræði kynna efni lokaritgerða sinna. Þau þrjú eru: Andri Steinn Snæbjörnsson, Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Kristbjörn Helgi Björnsson. BA-kvöldið verður haldið í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar, Hringbraut 121, og hefst kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði Fróða.

Read more...

mánudagur, 16. okt 2006

Hin þrjú andlit Klíó: Átökin í sagnfræðinni

Getur sagnfræði hjálpað fólki að grenna sig? Það var upphaflegt heiti næsta erindis í hádegisfundaröð félagsins sem verður haldinn þriðjudaginn 24. október, kl. 12:05-12:55, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesari er Árni Daníel Júlíusson og vera má að upphaflegri spurningu verði svarað. Annars segir í útdrætti fyrirlestrar: Að undanförnu hafa orðið hörð átök í sagnfræði hér […]

Read more...

miðvikudagur, 11. okt 2006

Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn laugardaginn 14. október í húsakynnum félagsins að Fischersundi 3 og hefst kl. 15:00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf (ca. 45 mínútur) 2. Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur: Krústsjov í Ameríku: Skilningur Sovétborgara á “friðsamlegri sambúð” við Bandaríkin árið 1959. Í fyrirlestrinum verður fjallað um viðbrögð Sovétmanna við ferð Krústsjovs til Bandaríkjanna í september […]

Read more...

fimmtudagur, 5. okt 2006

Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi

Þriðjudaginn 10. október heldur Antony Beevor fyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í hátíðasal Háskóla Íslands. Beevor er heimskunnur rithöfundur og sagnfræðingur; bækur hans hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála. Þekktust má telja verk hans um orrustuna um Stalíngrad og fall Berlínar en hann vinnur nú að riti um D-daginn 1944. […]

Read more...

Marwick allur

Breski sagnfræðingurinn Arthur Marwick er fallinn frá. Marwick var heiðursgestur á fyrsta íslenska söguþinginu og er mörgum þinggestum minnisstæður æ síðan. Sagnfræðinemar minnast hans einnig sem höfundar bókarinnar The Nature of History sem var lengi skyldulesefni í námskeiðinu Aðferðir. Fróðleg, einlæg og gagnrýnin eftirmæli um Marwick má finna í The Telegraph og í The Herald.

Read more...

mánudagur, 2. okt 2006

Tölvunámskeið fyrir sagnfræðinga.

Í septembermánuði sendum við auglýsingu á Gammabekku þar sem áhugi sagnfræðinga fyrir Access gagnagrunnsnámskeiði var kannaður. Undirtektir voru það góðar að ákveðið hefur verið að halda námskeið á vegum Tölvu-og verkfræðiþjónustunnar og er tímasetning miðuð við miðjan nóvember. Hámarkskostnaður hvers og eins er 22.000 krónur en lækkar ef ákveðinn lágmarksfjöldi þátttakenda næst. Námskeiðslýsing er hér […]

Read more...

þriðjudagur, 26. sep 2006

DET TRAUMATISKE ØJEBLIK

DET TRAUMATISKE ØJEBLIK Fotografiet, differancen og mødet med virkeligheden. Í ágúst síðastliðnum kom bókin Det traumatiske øjeblik eftir Sigrúnu Sigurðardóttur út í ritröðinni Rævens Sorte Bibliotek hjá forlaginu Politisk Revy í Kaupmannahöfn. Í bókinni fjallar Sigrún um ljósmyndir og áhrif þeirra á endurminningar, sameiginlegt minni og veruleikasýn einstaklinga og hópa fólks. Áhersla er lögð á […]

Read more...

fimmtudagur, 21. sep 2006

Hvað er satt í sagnfræði?

Næstkomandi þriðjudag, 26. september, mun Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands flytja fyrirlesturinn Hvað er satt í sagnfræði? í sal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fundurinn hefst klukkan 12:05 og lýkur 12:55. Um fyrirlestur Önnu segir: Hlutverk sagnfræðingsins er að leita að sannleikanum […]

Read more...

miðvikudagur, 20. sep 2006

Ályktun stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands 20. september 2006

Stjórn Sagnfræðingafélagsins fundaði í dag og voru takmarkanir á aðgangi að opinberum gögnum meðal þess sem var til umræðu. Stjórnin samþykkti eftirfarandi ályktun. Ályktun stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands 20. september 2006 Í samræmi við siðareglur félagsins lýsir stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðu sinni á þeim takmörkunum á aðgangi að gögnum um símahleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands sem […]

Read more...

föstudagur, 15. sep 2006

Að skrifa konur inn í þjóðarsögu

Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði flytur hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum fimmtudaginn 21. sept. kl. 12.15-13.15 í Norræna húsinu. Yfirlitsrit um sögu hafa jafnan speglað valdastöðu karla í samfélögum fortíðar og því fjallað margfalt meira um karlmenn en konur. Þetta á jafnt við um svokallaða mannkynssögu sem Íslandssögu og yfirlit fyrir almenning sem […]

Read more...

fimmtudagur, 14. sep 2006

Hugvísindaþing 2006

Hugvísindaþing verður haldið 3-4 nóvember næstkomandi. Hugvísindastofnun skipuleggur þingið í samvinnu við Guðfræðideild og ReykjavíkurAkademíuna. Stefnt er að metnaðarfullu þingi sem gefi fræðimönnum og almenningi góða mynd af hugvísindum á Íslandi, með áherslu á því nýjasta og markverðasta sem á döfinni er í fræðunum. Gert er ráð fyrir jafnt skipulegum málstofum sem stökum fyrirlestrum og […]

Read more...

miðvikudagur, 13. sep 2006

Þórarinn Eldjárn í Víðsjá Rásar eitt

Benda má á að á netinu er hægt að hlusta á viðtal við Þórarin Eldjárn, sem flutti þriðjudaginn 12. september fyrsta erindið í fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands þennan vetur. Viðtalið er fróðlegt og skemmtilegt, eins og erindið var, og hlusta má á það hér.

Read more...

þriðjudagur, 12. sep 2006

Hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins hafin

Núna á hádegi þriðjudagsins 12. september hefst hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands á ný. Þema raðarinnar að þessu sinni er: „Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur hefur leikinn með erindi sem nefnist Ljúgverðugleiki. Íslendingar hafa tekið sögulegum skáldsögum Þórarins vel og má þar nefna Brotahöfuð og Baróninn. Þær bækur vekja ýmsar skemmtilegar spurningar um […]

Read more...

Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi komið út.

Nýja bókin, Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi. Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags Íslands. Ritstjórar Ívar Gissurarson, Páll Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Steingrímur Steinþórsson, er komin út. Hún kom úr prenti síðdegis á fimmtudag og eru allir sagnfræðingar hvattir til að tryggja sér stéttartalið á frábæru verði hjá útgefanda sem allra fyrst. Pantið núna í gegnum eftirfarandi […]

Read more...

fimmtudagur, 7. sep 2006

Fréttabréfið er komið út

Fréttabréf Sagnfræðingafélagsins er komið út og var í dag sent af stað til félaga. Athugið að nálgast má mörg eldri tölublöð fréttabréfsins hér

Read more...

föstudagur, 10. mar 2006

Engill sögunnar á aðalfundi Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Kl. 16:00, áður en venjuleg aðalfundarstörf hefjast, flytur Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur og menningarfræðingur fyrirlestur sem nefnist „Engill sögunnar. Um díalektískar myndir, óvæntar minningar og fortíðina í sjálfri mér.“ Í fyrirlestrinum verður fjallað um sam(ráðs)fund fortíðar og nútíðar út frá kenningum […]

Read more...

laugardagur, 18. feb 2006

Gaman er að koma í Keflavík

Gaman er að koma í Keflavík. Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Sagnfræðingafélags Íslands og heimamanna, Duus-húsum í Reykjanesbæ, laugardaginn 4. mars 2006. Dagskrá er sem hér hljóðar: 08:00 Rúta frá Nýja Garði 09:00-10:30 Kynnis- og fræðsluferð um Keflavíkurflugvöll Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, rekur þær breytingar sem orðið hafa á umsvifum þess undanfarin ár 10:30-10:45 Setning […]

Read more...

föstudagur, 20. jan 2006

Hinn árlegi bókafundur

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund miðvikudagskvöldið 1. febrúar, og hefst stundvíslega kl. 20:00. Rætt verður um eftirtalin rit: Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur fjallar um rit Guðjóns Friðrikssonar, Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein. Dagný Heiðdal listfræðingur fjallar um rit Hrafnhildar Schram, […]

Read more...

þriðjudagur, 29. nóv 2005

Bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags

Hin árlega bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin þriðjudagskvöldið 13. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þar munu höfundar nokkurra bóka af sögulegum toga kynna verk sín í stuttu máli. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar verða í boði á vægu verði. Bókaveislan hefst kl. 20:00. Eftirtaldir höfundar segja frá verkum sínum: […]

Read more...

þriðjudagur, 15. nóv 2005

Jólarannsóknaræfing, 3. desember 2005

Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðing á Íslandi verður haldin í sal Siglingaklúbbsins Brokeyjar laugardagskvöldið 3. desember næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19.00 – borðhald hefst kl. 20.00. Veitingar: Blandað smáréttahlaðborð, gómsætt og girnilegt! Meðal rétta má nefna kjúklinga- og lambakjötsspjót, snittur, tapas, tígrisrækjur og sæta eftirrétti. Drykkjarföng (hvítvín, rauðvín, bjór og gos) […]

Read more...

sunnudagur, 2. okt 2005

Ályktun stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands um ráðningu á höfundi til ritunar á sögu þingræðis á Íslandi

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands lýsir yfir undrun á vali forsætisnefndar Alþingis á höfundi til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sú ákvörðun nefndarinnar að ráða til verksins Þorstein Pálsson, sendiherra og fyrrverandi alþingismann og ráðherra, frekar en að leita til einhvers úr hópi fjölmargra vel menntaðra og reyndra sagnfræðinga í landinu vekur upp alvarlegar spurningar um […]

Read more...

föstudagur, 27. maí 2005

Robb Robinson í ReykjavíkurAkademíunni

Mánudaginn 6. júní flytur breski sagnfræðingurinn Robb Robinson fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni sem nefnist “Some aspects of the evolution of British fisheries policy and fishing limits, c. 1800-1976.” Robb Robinson er höfundur bókarinnar Trawling. The Rise and Fall of the British Trawl Fishery. Hann er auk þess einn aðalhöfunda nýlegs rits um fiskveiðisögu Englendinga og meðhöfundur […]

Read more...

þriðjudagur, 24. maí 2005

Hvað næst?

Mánudaginn 6. júní flytur breski sagnfræðingurinn Robb Robinson fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni sem nefnist “Some aspects of the evolution of British fisheries policy and fishing limits, c. 1800-1976.” Robb Robinson er höfundur bókarinnar Trawling. The Rise and Fall of the British Trawl Fishery. Hann er auk þess einn aðalhöfunda nýlegs rits um fiskveiðisögu Englendinga og meðhöfundur […]

Read more...

þriðjudagur, 12. apr 2005

Hitler og Che á hvíta tjaldinu: goðsagnir og veruleiki

Sagnfræðingafélag Íslands boðar til fundar um tvær kvikmyndir sem sýndar hafa verið á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík að undanförnu: Der Untergang sem fjallar um síðustu daga Hitlers og liðsmanna hans í Berlín 1945 og Diarios de motocicleta sem greinir frá ferðalagi hins unga Ernestos “Che” Guevara og vinar hans um Suður-Ameríku árið 1952. Báðar myndirnar […]

Read more...

laugardagur, 2. apr 2005

Módernisminn ræðst gegn upplýsingunni: Hugleiðing um togstreituna á milli bresku líffræðinganna Julians Huxleys og Lancelots Hogben

Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur flytur á fimmtudaginn kemur, 7. apríl, fyrirlestur með þessu heiti í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er ókeypis og öllum opinn. Léttar veitingar verða í boði. Allir áhugamenn um sögu og vísindi eru hvattir til að mæta! Útdráttur erindis: Á tímabilinu 1880-1930 tókust upplýsingin, síð-rómantíkin […]

Read more...

laugardagur, 5. mar 2005

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags við Fischersund í Reykjavík laugardaginn 19. mars næstkomandi og hefst kl.16:30. Dagskrá: * Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar * Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar * Lagabreytingar (engar tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn félagsins) * Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda […]

Read more...

fimmtudagur, 24. feb 2005

Ályktun samþykkt á fundi Sagnfræðingafélags Íslands 23. febrúar 2005

Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands þann 23. febrúar sl. um aðgengi að heimildum á söfnum, var samþykkt eftirfarandi ályktun sem Bragi Þorgrímur Ólafsson bar upp fyrir hönd stjórnar félagsins: Fundur Sagnfræðingafélags Íslands haldinn á Þjóðskjalasafni 23. febrúar 2005 ítrekar eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á málþingi félagsins þann 1. apríl árið 1989: Mikilvæg forsenda fyrir rannsóknum […]

Read more...

miðvikudagur, 9. feb 2005

Söfnin og sagnfræðin

Fundur Sagnfræðingafélags Íslands um aðgengi að heimildum á söfnum, haldinn á Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 16:00-17:30. Greiður aðgangur að heimildum sem varðveittar eru á söfnum er mikið hagsmunamál þeirra sem stunda sagnfræðirannsóknir – og þetta á ekki hvað síst við um skjalasöfn. Það er brýnt að samband sagnfræðinga við söfn sé […]

Read more...

mánudagur, 17. jan 2005

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldinn miðvikudagskvöldið 2. febrúar í húsi Sögufélags við Fischersund. Þrír sagnfræðingar munu þar gagnrýna þrjár bækur um sögu og samtíð sem komu út á nýliðnu ári. Sverrir Jakobsson fjallar um bók Gunnars Karlssonar,”Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga”. Erla Hulda Halldórsdóttir ræðir um bók Matthíasar Viðars […]

Read more...

föstudagur, 3. des 2004

Bókaveislan í desember

Hefðbundin bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin fimmtudagskvöldið 16. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þarna gefst gott tækifæri til að fræðast um ýmis ný rit um sögu landsins. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðstandendur lofa skemmtilegri og fræðandi kvöldstund í hinum notalegu húsakynnum Sögufélags. Léttar veitingar verða á boðstólum. Bókaveislan […]

Read more...

laugardagur, 27. nóv 2004

Jólarannsóknaræfing 11. desember

Árleg jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélags Íslands og Reykjavíkurakademíunnar verður haldin í Iðnó næsta laugardag. Húsið opnar kl. 19. Í boði er þriggja rétta glæsilegur jólakvöldverður. Veislustjóri verður Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur sem m.a. mun veita heppnum gestum kvöldsins bókagjöf frá Bjarti og JPV útgáfum. Ræðumaður kvöldsins verður Guðni Elísson og að loknu borðhaldi tekur tónlist […]

Read more...

föstudagur, 3. sep 2004

Ráðherrabókin: Þarfaþing eða endurtekningar í vönduðum umbúðum?

Sagnfræðingafélag Íslands boðar til fundar um forsætisráðherrabókina nýju á föstudaginn 17. september kl. 12:00-13:15. Frummælendur verða Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri bókarinnar, Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur og Jón Þór Pétursson sagnfræðingur. Fundurinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni (gamla JL-húsinu), Hringbraut 121, Reykjavík, 4. hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Rætt verður um meinta kosti og galla bókarinnar […]

Read more...

sunnudagur, 30. maí 2004

Forsetinn og stjórnmálin að fornu og nýju

Sagnfræðingafélag Íslands og Félag stjórnmálafræðinga boða til fundar miðvikudaginn 9. júní um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 (gamla JL-húsinu) og stendur frá 12:00 til 13:30. Þrír framsögumenn flytja erindi á fundinum: * Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: “Pólitísk völd […]

Read more...

sunnudagur, 7. mar 2004

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 27. mars 2004 og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá: 1) AÐALFUNDARSTÖRF * Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar * Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar * Lagabreytingar * Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd […]

Read more...

föstudagur, 16. jan 2004

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins

Bókafundur Sagnfræðingafélagsins verður haldinn í Sögufélagi fimmtudagskvöldið 29. janúar kl. 20. Þrjú nýútkomin rit verða gagnrýnd og höfundar Sögu Íslands og Sögu Reykjavíkur svara: * Saga Íslands VI eftir Helga Þorláksson. Guðrún Ása Grímsdóttir gagnrýnir. * Saga Reykjavíkur 870-1870 I-II eftir Þorleif Óskarsson. Hrefna Róbertsdóttir gagnrýnir. * Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Inga Huld […]

Read more...

mánudagur, 29. des 2003

Fundur í Þjóðminjasafni Íslands

Sagnfræðingafélagið og Félag sögukennara boða til fundar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu fimmtudagskvöldið 8. janúar kl. 20:30. Dagskrá: * Undirbúningur nýrrar grunnsýningar Þjóðminjasafns Íslands – Guðrún Guðmundsdóttir sýningarstjóri * Grunnhugmynd sýningarinnar – Brynhildur Ingvarsdóttir sviðstjóri miðlunarsviðs * Vinna að sýningargerð – Lilja Árnadóttir fagstjóri safnkosts * Mótun safnfræðslu – Sigrún Kristjánsdóttir fagstjóri safnfræðslu Að loknum […]

Read more...

laugardagur, 8. nóv 2003

“Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð”

Fimmtudagskvöldið 20. nóvember mun Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur halda erindi á sameiginlegum fundi Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags. Fjallað verður um baráttu Breta fyrir þröngri landhelgi 1948-64 og byggist á doktorsritgerð Guðna, Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-64 en Guðni mun verja hana við University […]

Read more...

mánudagur, 3. nóv 2003

Manntalsafmæli 15. nóvember 2003

Vakin er athygli á málþingi um manntalið 1703 sem haldið verður í húsakynnum Hagstofu Íslands hinn 15. nóvember næstkomandi. Hagstofa Íslands, Félag um 18. aldar fræði, Sagnfræðingafélag Íslands, sagnfræðiskor Háskóla Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands standa að þinginu sem haldið er til að minnast 300 ára afmælis manntalsins. Meðal fyrirlesara er hinn kunni breski fræðimaður John […]

Read more...

þriðjudagur, 25. mar 2003

Framtíð borga(r)

Ráðstefna á vegum Sagnfræðingafélags Íslands og Borgarfræðaseturs STAÐUR: Norræna húsið DAGUR: Föstudagur 4. apríl 2003 TÍMI: Kl. 13:15 16:00 UMRÆÐUSTJÓRI: Stefán Ólafsson – forstöðumaður Borgarfræðaseturs Dagskrá: * Páll Björnsson – sagnfræðingur við Hugvísindastofnun HÍ: Borgarmúrar úr fortíð og samtíð * Ásgeir Jónsson – hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ: Hversu lengi mun Reykjavík vaxa? * Halldór Gíslason […]

Read more...

sunnudagur, 23. mar 2003

Reykjavík frá alþjóðlegum sjónarhóli

Þriðjudaginn 1. apríl flytur Stefán Ólafsson þjóðfélagsfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Reykjavík frá alþjóðlegum sjónarhóli”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Í fyrirlestrinum er fjallað um stöðu og einkenni Reykjavíkur í samanburði við ýmsar erlendar borgir. Í fyrstu […]

Read more...

mánudagur, 17. mar 2003

Íslendingabók á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 22. mars og hefst hann kl. 16:30. Áður en gengið verður til fomlegra aðalfundarstarfa mun Friðrik Skúlason tölvu- og ættfræðingur flytja erindi um ættfræðigrunninn Íslendingabók sem opnaður var á netinu nýlega. Friðrik mun reifa þá möguleika sem gagnagrunnur af þessu tagi getur opnað þeim […]

Read more...

Skáldaðar borgir

Þriðjudaginn 18. mars flytur Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Skáldaðar borgir”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Borgir leika mikið hlutverk sem staðir og sögusvið í nútímabókmenntum. […]

Read more...

mánudagur, 3. mar 2003

Fruma í borgarlíkama

Þriðjudaginn 4. mars flytur Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Fruma í borgarlíkama. Um Walter Benjamin og Paul Virilio”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Í fyrirlestrinum verður […]

Read more...

sunnudagur, 16. feb 2003

Borg minninganna

Þriðjudaginn 18. febrúar flytur Sigríður Björk Jónsdóttir sagn- og listfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Borg minninganna”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um hugmyndir […]

Read more...

þriðjudagur, 4. feb 2003

Bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands

Árlegur bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsnæði Sögufélags í Fischersundi miðvikudaginn 5. febrúar og hefst hann fyrr en venja hefur verið um kvöldfundi félagsins eða kl. 20:00. Vinsamlega látið vita ef ykkur finnst of snemmt að hefja fundi á þessum tíma. Fjallað verður um þrjár nýútkomnar bækur. Kristján Sveinsson sagnfræðingur ræðir um bók Helga […]

Read more...

mánudagur, 3. feb 2003

Foruga fagra borg

Þriðjudaginn 4. febrúar flytja Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Foruga fagra borg”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Í erindi sínu munu fyrirlesarar […]

Read more...

sunnudagur, 19. jan 2003

Óregla á almannafæri

Þriðjudaginn 21. janúar heldur Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Óregla á almannafæri”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Fyrirlesturinn fjallar um spurninguna hvernig samfélagið heldur uppi reglu […]

Read more...

sunnudagur, 5. jan 2003

Borgin: rými – flæði – byggð

Þriðjudaginn 7. janúar heldur Sigrún Birgisdóttir arkitekt fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Borgin: rými – flæði – byggð”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Fyrirlesturinn mun fjalla um einkenni hinnar […]

Read more...

mánudagur, 9. des 2002

Uppskeruhátíð Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags

STAÐUR: Hús Sögufélags við Fischersund. DAGUR: Fimmtudagur 12. desember. TÍMI: Húsið opnar kl. 20:00 og dagskráin hefst kl. 20:30. SAMKOMUSTJÓRI: Eggert Þór Bernharðsson. Fjölmargir sagnfræðingar eru þátttakendur í jólabókaflóðinu í ár. Með þessari dagskrá vilja félögin auðvelda fólki að glöggva sig á úrvalinu. Hver höfundur fær sex mínútur til að segja stuttlega frá sínu verki […]

Read more...

föstudagur, 22. nóv 2002

Jólarannsóknaræfing

Síðastliðin tvö ár hefur Félag íslenskra fræða haldið Jólarannsóknaræfingu sína í samstarfi við Sagnfræðingafélagið. Nú bætist annar samstarfsaðili við, ReykjavíkurAkademían. Fagnaðurinn verður haldinn í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum laugardaginn 7. desember. Húsið opnar kl. 18:00. Eftir fordrykk hefst borðhald kl. 19:00. Hátíðarerindið flytur Guðrún Nordal og nefnist það “Egill, Snorri og plús ex”. Tómas R. og […]

Read more...

laugardagur, 16. nóv 2002

Skipulag byggðar á Íslandi

Þriðjudaginn 19. nóvember heldur Trausti Valsson skipulagsfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Skipulag byggðar á Íslandi. Útkoma yfirlitsrits”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og skipulagsmál. Í fyrirlestrinum mun Trausti kynna helstu […]

Read more...

fimmtudagur, 31. okt 2002

Reykjavík – frá götum til bílastæða

Þriðjudaginn 5. nóvember heldur Ágústa Kristófersdóttir sagn- og listfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Reykjavík – frá götum til bílastæða”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Í fyrirlestrinum verður rætt um nokkra þætti í skipulagssögu Reykjavíkur frá tímabilinu 1930 […]

Read more...

föstudagur, 18. okt 2002

Þróun jaðarsvæða Reykjavíkur

Þriðjudaginn 22. október heldur Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Þróun jaðarsvæða Reykjavíkur”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um formfræði borga (urban morphology), […]

Read more...

mánudagur, 14. okt 2002

Á mörkum lífs og dauða

Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur á opnum fundi Sagnfræðingafélags Íslands fimmtudaginn 17. október. Erindið nefnist „Á mörkum lífs og dauða. Ungbarnadauðinn á Íslandi 1770-1920“ og byggir hún það á doktorsritgerð sinni sem hún varði í júní síðastliðnum við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Rannsóknin var liður í norrænu verkefni um þróun ungbarna- og barnadauða á […]

Read more...

þriðjudagur, 8. okt 2002

Hnattvæðing eða „islamvæðing“?

Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í miðausturlandafræðum og íslömskum fræðum við Hofstraháskólann í New York, verður frummælandi á hádegisrabbfundi Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar mánudaginn 14. október. Yfirskrift fundarins er Hnattvæðing eða „islamvæðing“? Ástand og horfur í Miðausturlöndum. Magnús er sérfræðingur í málefnum þessa heimshluta og er því mikill fengur af því að fá hann á fund. […]

Read more...

miðvikudagur, 2. okt 2002

Matmálstímar og borgarmyndun

Þriðjudaginn 8. október heldur Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Matmálstímar og borgarmyndun”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Útþensla byggðar í Reykjavík á 20. öld hafði […]

Read more...

laugardagur, 28. sep 2002

Fyrirlestraröð: Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands

Áhugahópur um samvinnusögu og Sögufélag gangast fyrir fyrirlestraröð í október í húsakynnum Sögufélags að Fischersundi 3 í Reykjavík. Fundirnir, sem eru fimm talsins, verða á þriðjudagskvöldum klukkan 20.15-22.15. Tilefnið er að 20. febrúar síðastliðinn voru liðin 100 ár frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga að Ystafelli í Suður-Þingeyjarsýslu, en Sambandið heyrir nú sögunni til sem fyrirtæki. […]

Read more...

fimmtudagur, 19. sep 2002

Hvað er borg? – Guðjón Friðriksson á hádegisfundi

Þriðjudaginn 24. september heldur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist “Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur”. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu og stendur frá kl. 12:05 til 13:00. Upp úr aldamótum 1900 voru skipulagsmál Reykjavíkur samtvinnuð baráttu um bætt heilsufar bæjarbúa. Það er því […]

Read more...

mánudagur, 2. sep 2002

Hvað er borg? – Ingibjörg Sólrún á hádegisfundi

Nú er að hefjast ný hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu. Yfirskrift fundanna verður spurningin “Hvað er borg?” og eru þeir haldnir í samstarfi við Borgarfræðasetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ríður á vaðið miðvikudaginn 4. september með fyrirlestri sem hún nefnir “Höfuðborgin ‹ samviska þjóðarinnar”. Aðrir fyrirlestrar munu fara fram í hádeginu á […]

Read more...

sunnudagur, 20. jan 2002

Þjóðríkið í fortíð og framtíð

Fundur í ReykjavíkurAkademíunni um bókina “Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk” eftir Guðmund Hálfdanarson sagnfræðing. STAÐUR: ReykjavíkurAkademían, JL-húsinu við Hringbraut 121, 4. hæð. TÍMI: Fimmtudagur 31. janúar kl. 20:30 – 22:30. FRUMMÆLENDUR: Páll Björnsson sagnfræðingur, Róbert H. Haraldsson heimspekingur og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. SKIPULEGGJENDUR: Sagnfræðingafélag Íslands, ReykjavíkurAkademían og Hið íslenska bókmenntafélag. Hver frummælandi fær 15 […]

Read more...

fimmtudagur, 3. jan 2002

Bókafundur

Hinn árvissi Bókafundur Sagnfræðingafélagsins fer fram í húsi Sögufélags fimmtudaginn 17. janúar og hefst kl. 20:30. Í þetta sinn verða þrjár bækur teknar fyrir: Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um bókina “Björg” eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, Már Jónsson ræðir um bókina “Landsins forbetran” eftir Hrefnu Róbertsdóttur, og Gunnar Karlsson tekur til umfjöllunar bókina “Uppgjör við umheiminn” […]

Read more...

mánudagur, 12. nóv 2001

Jólarannsóknaræfing

Hin sígilda jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða og Sagnfræðingafélagsins verður að þessu sinni haldin í Versölum í Iðnaðarmannahúsinu á Hallveigarstíg 1, laugardagskvöldið 24. nóvember. Sérlegur heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er listaskáldið Einar Már Guðmundsson. Dagskráin hefst kl. 19:30. Boðið verður upp girnilegt steikarhlaðborð og dýrindis eftirrétti. Að málsverði loknum, fyrirlestri Einars Más og umræðum, verður stiginn […]

Read more...

fimmtudagur, 18. okt 2001

(Um)heimur Miðausturlanda

Kvöldfundur í ReykjavíkurAkademíu 24. okt. Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í miðausturlandafræðum við Hofstra-háskólann í New York, verður gestur á rabbfundi Sagnfræðingafélags Íslands miðvikudaginn 24. október. Fundurinn er haldinn í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og fer fram í aðalfundarsal hennar á fjórðu hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Gestur okkar mun fyrst fara nokkrum […]

Read more...

föstudagur, 5. okt 2001

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands

Laugardaginn 13. október býður Kvikmyndasafn Íslands í Hafnarfirði félagsmönnum í Sagnfræðingafélaginu og Félagi sögukennara í heimsókn. Ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti. Heimsóknin hefst ekki fyrr kl. 16:30 til að fólk missi ekki af fyrirlestri Ole Feldbæks (KONGENS KØBENHAVN. HANDELENS HOVEDSTAD 1720-1814) sem hefst kl. 14:00 í Odda, stofu 101. Gert er ráð […]

Read more...

laugardagur, 1. sep 2001

Aðalfundur Sagnfræðingafélagsins 2001

Sagnfræðingafélagið heldur aðalfund sinn laugardaginn 8. september í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. Við upphaf fundarins mun Heimir Þorleifsson, sem sagnfræðinga best þekkir sögu skólans, ganga með okkur um hið sögufræga hús. Eins og allir vita eru nú liðin 150 ár frá Þjóðfundinum góðkunna og því þótti við hæfi að halda […]

Read more...

fimmtudagur, 19. apr 2001

Fundur um nýtt námsefni í sögu

Félag sögukennara og Sagnfræðingafélag Íslands standa fyrir sameiginlegum fræðslu- og umræðufundi um nýtt námsefni í sögu fyrir framhaldsskóla laugardaginn 28. apríl. Fundurinn fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi og hefst kl. 13:30. Kaffiveitingar verða í boði félaganna. Dagskráin verður sem hér segir: * Jakob F. Ásgeirsson frá Nýja bókafélagsins (NB) ræðir um kennsluefni forlagsins […]

Read more...

laugardagur, 3. mar 2001

Fundur um útgáfumál sagnfræðinnar

Fimmtudaginn 15. mars stendur Sagnfræðingafélagið fyrir spjallfundi um útgáfumál greinarinnar í húsi Sögufélags í Fischersundi. Fundurinn hefst kl. 20:30. Tilgangur fundarins er að fá sem flesta sagnfræðinga til að velta fyrir sér stöðu útgáfumála greinarinnar í nútíð og framtíð. Hvernig gengur að gefa út hefðbundnar bækur og tímarit? Má búast við því að vöxtur hlaupi […]

Read more...

mánudagur, 12. feb 2001

“Saga og saga”

Fimmtudaginn 22. febrúar heldur Einar Már Guðmundsson erindi á kvöldfundi Sagnfræðingafélagsins sem hann nefnir “Saga og saga”. Fundurinn fer fram í húsi Sögufélags við Fischersund og hefst kl. 20:30. Í erindi sínu mun hann velta fyrir sér muninum á “sagnfræði” og “skáldskap”, m.a. með vísan til nýjustu verka sinna, bókanna “Fótspor á himnum” og “Draumar […]

Read more...

This page


RSS for entries. RSS for comments.

Powered by WordPress. Valid XHTML & CSS.