Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands kom fyrst út í nóvember árið 1983 og var Eggert Þór Bernharðsson fyrsti ritstjóri þess. Eggert fylgdi Fréttabréfinu úr hlaði með þessum orðum:
„Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands kemur nú út í fyrsta skipti. Vonandi mælist bréfið vel fyrir en í því verða birtar stuttar fréttir af ýmsu sem snertir sagnfræðinga, upplýsingar um innlendar og erlendar ráðstefnur, fundi, bækur, tímarit o.fl. Einnig verður reynt að birta í bréfinu útdrætti úr fyrirlestrum, eða fyrirlestra í heild, sem haldnir verða á vegum Sagnfræðingafélagsins […] Ég vil hvetja félagsmenn til að láta heyra í sér ef þeir vita af ráðstefnum í útlöndum um sagnfræðileg efni. Allar fréttir sem tengjast sagnfræðinni eru vel þegnar, einkum væri gaman að fá að heyra af nýjum kennslugögnum í skólum, nýjum aðferðum o.s.frv. Þá væri gaman að fá bréf frá sagnfræðingum úti á landi og heyra af lífinu þar. “

Fréttabréfið kom út í A5 stærð á árunum 1983-2000 með nokkrum undantekningum, því einstaka sinnum voru prentaðir einblöðungar í A4 stærð, aðallega fundarboð. Á fyrstu árunum var Fréttabréfið yfirleitt fjórar til átta blaðsíður, en stundum voru þau mun lengri, allt upp í 24 blaðsíður (t.d. 4. tbl., mars 1985). Árið 2000 var útliti Fréttabréfsins breytt, stærðin var breytt í B5 og það var prentað aðra pappírstegund (munken pure).

Fyrir neðan má sjá eintök Fréttabréfsins 2003 til 2012. Eftir það færðist fréttaflutningur á samfélagsmiðla og hefur Fréttabréfið ekki komið út síðan. Fréttabréfið er á pdf formi á heimasíðunni, og er forritið Acrobat reader notað til að skoða það. Forritið er ókeypis og má finna á slóðinni: htt://www.adobe.com/products/acrobat/readstep2.html

Ritstjórar Fréttabréfsins

2008-2012
Njörður Sigurðsson

2003 – 2008
Bragi Þorgrímur Ólafsson

2001 – 2003
Davíð Ólafsson

1999 – 2001
Björgvin Sigurðsson

1998 – 1999
Lára Magnúsardóttir

1996 – 1998
Már Jónsson

1995 – 1996
Erla Hulda Halldórsdóttir

1994 – 1995
Þorsteinn Helgason

1993 – 1994
Stefán F. Hjartarson og Guðmundur Jónsson

1992 – 1993
Guðmundur Hálfdanarson og Guðmundur Jónsson

1990 – 1992
Helgi Skúli Kjartansson

1988 – 1990
Gunnar F. Guðmundsson

1987 – 1988
Ragnheiður Mósesdóttir

1985 – 1987
Loftur Guttormsson

1983 – 1985
Eggert Þór Bernharðsson