Heiðursfélagar

Í fimmtu grein laga Sagnfræðingafélags Íslands segir: Heimilt er að kjósa heiðursfélaga á aðalfundi. Tillögur um nýja heiðursfélaga skulu berast stjórn félagsins minnst fjórum vikum fyrir aðalfund. Heiðursfélagar hafa sömu réttindi og skyldur og aðrir félagsmenn en eru þó undanþegnir greiðslu árgjalds. Eftirfarandi hafa verið kjörin heiðursfélagar.

Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur (1911–2000) – kjörinn heiðursfélagi árið 1987.

Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands (1908–1996) – kjörin heiðursfélagi árið 1991.

Jakob Benediktsson, forstöðumaður Orðabókar Háskóla Íslands (1907–1999) – kjörinn heiðursfélagi árið 1994.

Haraldur Sigurðsson, bókavörður við Landsbókasafn (1908–1995) – kjörinn heiðursfélagi árið 1995.

Bergsteinn Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (1926–2006) – kjörinn heiðursfélagi árið 2001.

Jón Guðnason, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (1927–2002) – kjörinn heiðursfélagi árið 2001.

Ólafía Einarsdóttir, lektor við Kaupmannahafnarháskóla (1924–2017) – kjörin heiðursfélagi árið 2001.

Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands (f. 1943) – kjörin heiðursfélagi árið 2011.

Einar Laxness, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands (1931–2016) – kjörinn heiðursfélagi árið 2011.

Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (f. 1947) – kjörin heiðursfélagi árið 2022.

Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (f. 1945) – kjörinn heiðursfélagi árið 2022.