Næstkomandi þriðjudag, 10. janúar, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem nú ber yfirskriftina Hvað eru minningar? Þorsteinn Helgason mun flytja opnunarerindið “Sameiginlegar minningar og sagnfræði: Systur eða keppinautar?” Í fyrirlestrinum verður fjallað um minni og minningu sem félagslegt fyrirbæri og einkum staldrað við svokallaða „sameiginlega minningu“ (e. collective memory). Hugtakið varð til á fyrri hluta […]
Read more...