Ekki verður af flutningi hádegisfyrirlesturs Skafta Ingimarssonar þriðjudaginn 13. október sökum viðbragða við COVID-19 faraldrinum. Frekari framvinda hádegisfyrirlestraraðarinnar „Blessað stríðið. Ísland sem hernumið land“ verður auglýst síðar. Samkvæmt dagskrá er næsti fyrirlestur fyrirhugaður 27. október. Þá hyggst Agnes Jónasdóttir sagnfræðingur fjalla um ástandsárin og barnavernd.
Read more...Starf Sagnfræðingafélagsins hefur bæði verið með hefðbundnu sniði á liðnu starfsári og líka harla óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldurins. Starfsárið er nú orðið eitt og hálft ár. Á síðasta aðalfundi sem haldinn 27. mars 2019 í Viðeyjarsal Þjóðskjalasafns urðu líflegar umræður um endurlífgun landsbyggðaráðstefna, það mál hefur verið rætt, en ekkert hefur orðið af því ennþá. Björn […]
Read more...