Sagnfræðingafélag Íslands hyggst standa fyrir sameiginlegri ferð félagsmanna (með mökum eða vinum) vestur í Borgarnes, hvar ferðalangar munu snæða saman ljúffenga máltíð á Landnámssetrinu og fara að því loknu á sýningu, eða sagnaþátt Einars Kárasonar, er nefnist Stormar og styrjaldir og fjallar um atburði Sturlungaaldar á sinn einstaka hátt.
Samkvæmt dagskrá verður farið í rútu úr bænum (frá Landsbóksafni) um klukkan 17 og haldið sem leið liggur vestur í Borgarnes. Matur er á boð borinn um klukkan 18, en leiksýning hefst stundvíslega klukkan 20.00. Áætluð heimkoma er upp úr klukkan 22.