Steinunn Kristjánsdóttir heldur hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins þriðjudaginn 6. október undir yfirskriftinni Frá langhúsum til gangabæja. Áhrif kristnivæðingarinnar á veraldleg húsakynni og stöðu kvenna á Íslandi á miðöldum. Fyrirlesturinn fer fram í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 12:05.
Kristnivæðingin á víkingaöld og miðöldum hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks í Evrópu. Fram koma skýrar breytingar í grafsiðum Íslendinga við kristnitökuna um 999/1000 en um svipað leyti voru fyrstu kirkjur landsins reistar. Kristnitakan leiddi þó ekki aðeins til breytinga á trúarlegum lífsháttum, heldur veraldlegum einnig. Í fyrirlestrinum verður sagt frá þeim áhrifum sem kristnivæðingin hafði í för með sér hérlendis fyrstu aldirnar eftir kristnitöku en lögð áhersla á að skoða hvernig breytingar á heimilishaldi og stöðu kvenna endurspeglast í húsakynnum landsmanna.
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.