Skip to main content

Síðastliðinn þriðjudag, 14. febrúar, héldu Sögufélag og Sagnfræðingafélag Íslands árlegan bókafund sinn. Að þessu sinni var fjallað um bækurnar Ingibjörg eftir Margréti Gunnarsdóttur, Þingræði á Íslandi: samtíð og saga í ritstjórn Ragnheiðar Helgadóttur, Helga Skúla Magnússonar og Þorsteins Magnússonar, Jón forseti allur? eftir Pál Björnsson og Aldarsaga Háskóla Íslands 1911-2011  í ritstjórn Gunnars Karlssonar. Fundurinn var tekinn upp og má nú hlýða á fyrri hlutann (Ingibjörg og Þingræðið) hér og seinni hlutann (Jón forseti og Háskóli Íslands) hér.