Skip to main content

Minningarráðstefna um Halldór Bjarnason í stofu 201 í Árnagarði kl. 13-16 laugardaginn 27. mars.
Halldór Bjarnason, aðjúnkt í sagnfræði, lést 9. janúar 2010, fimmtugur að aldri. Halldór var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands með hléum frá 1990 og tók við starfi sem aðjúnkt í sagnfræði 1. júlí 2007. Hann var einstaklega áhugasamur kennari og afar vel metinn jafnt af nemendum sem samstarfsfólki. Nemendur Halldórs eiga veg og vanda að skipulagningu minningarráðstefnu um hann, sem haldin verður 27. mars í stofu 201 í Árnagarði, kl. 13-16. Sjá dagskrá hér.