Núna á hádegi þriðjudagsins 12. september hefst hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands á ný. Þema raðarinnar að þessu sinni er: „Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun.“
Þórarinn Eldjárn rithöfundur hefur leikinn með erindi sem nefnist Ljúgverðugleiki. Íslendingar hafa tekið sögulegum skáldsögum Þórarins vel og má þar nefna Brotahöfuð og Baróninn. Þær bækur vekja ýmsar skemmtilegar spurningar um tengsl skáldskapar og sagnfræði, sannleika og lygi. En eru þær trúverðugar, eða kannski ljúgverðugar?
Fyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands eru að venju í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu. Þeir hefjast stundvíslega kl. 12:05 og lýkur kl. 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá hádegisfundanna veturinn 2006-2007 er sem hér segir:
-
12. september, Þórarinn Eldjárn skáld, Ljúgverðugleiki
26. september, Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur, Hvað er satt í sagnfræði?
10. október, Antony Beevor sagnfræðingur, Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi
24. október, Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Getur sagnfræði hjálpað fólki að grenna sig?
7. nóvember, Sigrún Sigurðardóttir menningar- og sagnfræðingur, Munnlegar
heimildir. Möguleikar og sannleiksgildi
14. nóvember, Agnes Arnórsdóttir sagnfræðingur, Hvað er íslensk sagnfræði?
21. nóvember, Guðmundur Jónsson sagnfræðingur, Er sagan bara sjónarmið? Spurningin um hlutlægni í sagnfræði
5. desember, Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, Er til rétt saga? Um kanón í sagnfræði og sögukennslu
19. desember, Róbert Haraldssson heimspekingur, Sannast sagna: Efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði og hvernig má eyða þeim
Eftir áramót
-
9. janúar, Sverrir Jakobsson sagnfræðingur, Hvort kemur á undan, rannsóknir eða miðlun?
23. janúar, Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur, Sögukennsla. Nema hvað? Hvernig?
6. febrúar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, Heimildagildi heimildamynda
20. febrúar Ómar Ragnarsson fréttamaður, Um heimildamyndir og þáttagerð
6. mars Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, Þjóðveldisöldin kvikmynduð
20. mars, Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur, Arfur og miðlun: Hugmyndafræði og nýjar
rannsóknir
3. apríl, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur, Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi
17. apríl Ævar Kjartansson útvarpsmaður, Sagan sögð og rædd. Þáttagerð og miðlun sögulegs efnis í útvarpi
8. maí Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Miðlun menningararfs