Hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands hefst á ný 29. september. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri ríður á vaðið með fyrirlestur sem nefnist Stríð, saga og minjar í Reykjavík. Seinni heimsstyrjöldin markaði djúp spor í sögu Íslands og ekki síst gætti þeirra í þróun Reykjavíkur. Gríðarlegar miklar og hraðar breytingar áttu sér stað í borgarsamfélaginu og eru stríðsárin bundin órjúfa […]
Read more...Sent at: 18:59 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ AFLÝST VEGNA COVID-19 FARALDURSINS Bókakvöld Sagnfræðingafélags Íslands í samvinnu við Sögufélag Íslands verður haldið þriðjudaginn 22. september. Það hefst klukkan 20:00 og verður haldið í Neskirkju. Allt áhugafólk um sögu er hvatt til að mæta. Fundarsalur verður skipulagður með það að sjónarmiði að ákvæði sóttvarnarfyrirmæla séu uppfyllt. Ef fleiri mæta en komast […]
Read more...Sent at: 11:34 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Starfsemi Sagnfræðingafélags er að hefjast af fullum krafti eftir að hafa verið í hægagangi sökum kórónuveirufaraldursins síðustu mánuði. Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september og hefst klukkan 20:00. Staðsetning verður tilkynnt síðar sem og full dagskrá að ógleymdu því hvaða fyrirlestur verður boðið upp á að fundi loknum. Eitt stykki heimsfaraldur setti strik í reikninginn […]
Read more...Sent at: 16:19 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á starfsemi Sagnfræðingafélags Íslands í vor, þannig að fresta þurfti nokkrum opinberum fundum, og veldur enn óvissu um hvernig starfsemin verður í haust. Stjórn kannar nú möguleika á að halda uppi starfi félagsins með slíkum hætti að sóttvarnir séu tryggðar. Þar á meðal með hvaða hætti aðalfundur verður haldinn og möguleika á […]
Read more...Sent at: 22:28 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sjö sagnfræðingar taka höndum saman í nýrri bók um Pál Briem sem kom út á dögunum. Í bókinni Hugmyndaheimur Páls Briem í ritstjórn Ragnheiðar Kristjánsdóttur og Sverris Jakobssonar eru fræðimenn með ólíkan bakgrunn fengnir til að skoða framlag Páls þegar hann var virkur í stjórnmálum sem þingmaður, sýslumaður og amtmaður á síðustu árum nítjándu aldar […]
Read more...Sent at: 19:18 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands kynnti á dögunum námsleiðir í framhaldsnámi við deildina. Þau sem hafa áhuga á framhaldsnámi í sagnfræði, hugmynda- og vísindasögu, fornleifafræði eða einhverjum hinna námsleiðanna í sagnfræði- og heimspekideild geta enn skoðað kynningarnar þótt þær séu afstaðnar. Námsleiðirnar gefa góð tækifæri til að rannsaka íslenskt samfélag og koma þeim niðurstöðum á […]
Read more...Sent at: 14:52 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Gísli Gunnarsson sagnfræðingur er látinn, 82 ára að aldri. Hann fékkst einkum við hagsögu og sendi frá sér bókina Upp er boðið Ísaland árið 1987 um einokunarverslunina og íslenskt samfélag á árunum 1602 til 1787. Bókin byggði á doktorsrannsókn Gísla við Háskólann í Lundi og vakti mikla athygli. Gísli lauk MA-prófi í sagnfræði og hagfræði […]
Read more...Sent at: 21:08 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Þann 17. mars flytur Agnes Jónasdóttir halda þriðja fyrirlestur vorsins í hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélagins. Fyrirlestraröð vorannarinnar er helguð hernámi Íslands í seinni heimsstyrjöld, en í ár eru 80 ár frá því að Ísland var hermunið og er yfirskriftin því „Blessað stríðið?“ þar sem fyrirlesarar leitast við að skoða stríðsárin og afleiðingar þeirra í víðu samhengi. Agnes […]
Read more...Sent at: 20:53 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Á þessu ári eru áttatíu ár liðin frá því að Ísland var hernumið af Bretum. Jafnframt eru 75 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Af því tilefni er yfirskrift vorfyrirlestraraðar Sagnfræðingafélagsins Blessað stríðið? Ísland sem hernumið land. Fyrirlestraröðin hefst þriðjudaginn 18. febrúar og stendur fram á vor. Óhætt er að lofa áhugaverðum erindum sem taka á […]
Read more...Sent at: 13:00 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .
Félagar í Fróða – félagi sagnfræðinema komu í Gunnarshús á dögunum. Þangað voru sagnfræðinemar mættir í vísindaferð til Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar. Markús Þórhallsson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, kynnti starfsemi félagsins. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, greindi frá því sem þar fer fram. Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags, og Brynhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, kynntu starfsemi og […]
Read more...Sent at: 17:08 . Author: Brynjólfur Þór Guðmundsson .