Skip to main content

Fyrra bókakvöld Sagnfræðingafélags Íslands þennan veturinn var haldið í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í Reykjavík fimmtudaginn 8. desember. Fjallað var um þrjár nýjar bækur sem komu út fyrir jólin.

Jón Ólafur Ísberg og Kristín Svava Tómasdóttir riðu á vaðið og fjölluðu um bók hennar Farsótt, um húsið sem var spítali, farsóttarheimili og að lokum gistiheimili fyrir þá sem áttu hvergi höfði að halla.
Sverrir Jakobsson ræddi við Helga Þorláksson um bókina Á sögustöðum þar sem Helgi fjallar um það hversu lífseig söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar er meðal þjóðarinnar og hvaða þættir hafa orðið útundan eða fengið minna vægi en ástæða væri til.
Jón Kristinn Einarsson ræddi við Val Gunnarsson um bók hans Hvað ef? og þá grein sögunnar sem spyr hvað hefði getað gerst ef sagan hefði orðið önnur en hún varð.