Skip to main content

Málþingið Ingibjörg, stjórnmálin og kvennahreyfingin sem var haldið að kvöldi kvennafrídags í ár var fjölsótt og afskaplega vel heppnað. Íris Ellenberger fjallaði um kvennaástir, kvennaskóla og kvennahreyfinguna, Ragnheiður Kristjánsdóttir tók fyrir stjórnmálakerfið frá sjónarhóli kvenna, Kristín Ástgeirsdóttir greindi áherslur stjórnmálakonunnar Ingibjargar H. Bjarnason og Erla Hulda Halldórsdóttir kortlagði kvennabaráttuna í þverþjóðlegu samhengi.

Fjöldi fólks mætti á málþingið, svo mjög að ítrekað varð að fjölga sætum og á endanum var fólk búið að taka sér sæti á píanóbekknum í enda salarins.

Málþingið skiptist í tvennt. Tvær framsögur og spurningar fyrir hlé og tvær framsögur og fleiri spurningar eftir hlé. Góð umræða skapaðist.