Næstkomandi þriðjudag, 22. nóvember, mun Gunnar Karlsson halda fyrirlesturinn „Hlutleysi í sagnfræði“ í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er (mis)notkun sögunnar?
Í erindinu verður leitast við að lýsa sanngjarnri og réttmætri kröfu um hlutleysi eða óhlutdrægni í sagnfræði. Höfundur setur fram eins konar reglu um hlutleysi sem kemur ekki í veg fyrir að sagnfræðingar geti borið lof eða last á söguefni sín án þess að gerast með því sekir um misnotkun sögunnar. Þá verður rætt hvers vegna sagnfræðingar eiga að leitast við að fylgja slíkri hlutleysisstefnu. Hvers vegna telst það misnotkun að brjóta hlutleysisreglu í sagnfræði, fremur en til dæmis í skáldskap?
Líkt og ávallt er aðgangur öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og er í sal Þjóðminjasafns Íslands.