Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á starfsemi Sagnfræðingafélags Íslands í vor, þannig að fresta þurfti nokkrum opinberum fundum, og veldur enn óvissu um hvernig starfsemin verður í haust. Stjórn kannar nú möguleika á að halda uppi starfi félagsins með slíkum hætti að sóttvarnir séu tryggðar. Þar á meðal með hvaða hætti aðalfundur verður haldinn og möguleika á því að halda hádegisfyrirlestra og bókafund. Það skýrist vonandi innan skamms hvernig dagskráin verður og kynnum við það um leið og niðurstaðan liggur fyrir.