Ekki verður af flutningi hádegisfyrirlesturs Agnesar Jónasdóttur sagnfræðings, Ástandsárin og barnavernd, sem halda átti þriðjudaginn 27. október sökum viðbragða við COVID-19 faraldrinum. Frekari framvinda hádegisfyrirlestraraðarinnar „Blessað stríðið. Ísland sem hernumið land“ verður auglýst síðar.
Fyrirhugað er að taka fyrirlestur Agnesar upp um leið og tækifæri gefst og birta hér á vefsíðu félagsins.
Samkvæmt dagskrá er næsti fyrirlestur fyrirhugaður 10. nóvember. Þá hyggst Halldór Baldursson sagnfræðingur flytja erindið „Frímúrarastarf í setuliði Bandamanna á Íslandi 1940-1945 og samstarf við íslenskar frímúrarastúkur.“