Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands fer fram í húsi Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 27. mars 2004 og hefst hann kl. 16:30.
Dagskrá:
1) AÐALFUNDARSTÖRF
* Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar
* Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar
* Lagabreytingar
* Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs
* Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár
* Önnur mál
Hlé
2) FYRIRLESTUR
Vigfús Geirdal sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir „Saga Vestur-Íslendinga: Safn til sögu Íslands eða innlegg í fjölmenningarsögu Vesturheims?“ Á eftir fyrirlestrinum verða umræður og fyrirspurnir.
3) KVÖLDVERÐUR
Að fundi loknum verður safnast saman á veitingastaðnum Horninu þar sem boðið verður upp á hópmatseðil, léttsteikt lambafille með sóltómötum, lambagljáa og kryddbökuðum kartöflum og súkkulaðiköku með vanillukremi. Þessi réttur kostar aðeins 3.100 krónur. Skráum okkur í matinn hjá Páli Björnssyni (pab@hi.is eða 894-0662) fyrir fimmtudaginn 25. mars. Að sjálfsögðu eru einnig þeir velkomnir í matinn sem ekki komast á aðalfundinn. Safnast verður saman á Horninu (við verðum reyndar með kjallarann sem kallast Djúpið) á bilinu 18:30 til 19:00.