Skip to main content

Þriðjudaginn 29. mars næstkomandi heldur Sagnfræðingafélag Íslands aðalfund sinn í Þjóðskjalasafni Íslands kl. 19:00.
Dagskrá:
1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga og tveggja fulltrúa í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga til eins árs.
6. Önnur mál.
Boðið verður upp á léttar veitingar eftir að aðalfundastörfum lýkur.
kl. 20.00 mun síðan Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur flytja fyrirlestur sinn: „Sifjafræði rannsóknarskýrslu og afsökunarbeiðni. Genin úr bannfæringu.“
Í erindinu talar Lára um á hvaða hátt niðurstöður rannsókna hennar á miðaldasögu varpa ljósi á pólitíska umræðu samtímans. Hún beinir sjónum sínum að aðferðum til að leysa deilur og ljúka ágreiningsmálum, sérstaklega að hugtakakerfi skriftasakramentisins og bannfæringar sem er grunnurinn að vestrænum refsirétti. Saga hugtakanna sýnir nýja hlið á opinberri afsökunarbeiðni, rannsóknarskýrslum, hugtakinu „græðgi“ og ef til vill fleiri atriðum, svo sem framvirkum rannsóknarheimildum og siðanefndum.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.