Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2015 verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl. 19:30 í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2, 4. hæð.
Dagskrá fundarins:
1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga
5. Önnur mál
Að loknum fundarstörfum eða kl. 20.00 mun dr. Þorsteinn Helgason flytja erindi er nefnist
Rannsókn á Tyrkjaráninu: einsömul iðja í samfélagi fræðanna.
Dr. Þorsteinn Helgason hefur kennt á öllum skólastigum en er nú dósent í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.