Skip to main content

Þriðjudaginn 7. apríl flytur Skafti Ingimarsson hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist „„Glöggt er gestsaugað“. Drengsmálið í ljósi danskra heimilda“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 12:05.
Drengsmálið svokallaða, eða Hvíta stríðið, eins og það er stundum nefnt, er meðal þekktustu atburða íslenskrar stjórnmálasögu. Í fyrirlestrinum fjallar Skafti Ingimarsson um þennan sögufræga atburð út frá nýjum frumheimildum, sem fundust í ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Heimildirnar varpa nýju ljósi á samskipti íslenskra og danskra stjórnvalda vegna málsins og sýna hvernig atburðarásin í Reykjavík kom dönskum embættismönnum fyrir sjónir.
Skafti Ingimarsson er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands og formaður AkureyrarAkademíunnar.