Skip to main content

Ráðstefnan Af hlaðborði aldarinnar, Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldin í Iðnó laugardaginn 27. september 2008 kl. 14 – 17.

Dagskrá:

14:00 Setning málþings – Laufey Steingrímsdóttir, formaður félagsins Matur – saga – menning, býður gesti velkomna.
14:05 Margrét Guðjónsdóttir: Skáli um þjóðbraut þvera. Upphaf greiðasölu á Íslandi.
14:35 Magnús Sveinn Helgason: Hófleg neysla og hóflegt vöruframboð. Hömluleysi og sóun sem vandamál kapítalískra neysluhátta.
15:05 Guðmundur Jónsson: Vísitölubrauðin: Hvernig hið opinbera mótaði brauðsmekk Íslendinga.
15:35 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl. Íslenskt matarsetur í Lundúnum.
16:05 Rúnar Marvinsson: Vakning á Búðum. Puntstrá og villibráð
16:35 Umræður.

Fundarstjóri er Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu .

Að ráðstefnunni stendur félagið Matur – saga – menning, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og ReykjavíkurAkademíuna.

Í lok ráðstefnunnar efna félögin til hátíðarkvöldverðar í Iðnó og hefst dagskráin með fordrykk kl. 19.00. Gengið verður til borðs kl. 20.00 og á boðstólnum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar.

Forréttur:
Dádýracarpaccio með furuhnetum og fetaosti.
Milliréttur:
Rækjukokteill með ristuðu brauði.
Aðalréttur:
Fjallalamb níunda áratugarins.
Eftirréttur:
Bóndadóttir með blæju. Kaffi, koníak eða líkjör

Veislustjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og ræðumaður kvöldsins mun varpa ljósi á mat úr óvæntri átt.

Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa miða á hátíðar kvöldverðinn hjá Sólveigu Ólafsdóttur. framkvæmdastjóra Reykvíska eldhússins (solveig@simnet.is s. 8921215) eða Unni Maríu Bergsveinsdóttur framkvæmdastjóra ráðstefnunnar (unnurm@bok.hi.is s. 6910374). Miðaverð er kr. 8.000. Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma þar sem sætafjöldi er takmarkaður.