26. september: Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Hvað er satt í sagnfræði? í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Hádegisfundir félagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast að venju klukkan 12:05 og lýkur klukkan 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Hlutverk sagnfræðingsins er að leita að sannleikanum um fortíðina. Hann má ekki skálda. Hann spyr: Hvað gerðist? Af hverju gerðist það? Engin leið er að upplifa fortíðina á ný. Er hægt að endurheimta fortíðina í ritum sagnfræðinga? Er eitthvað satt í sagnfræði?
Anna Agnarsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.