Skip to main content

Anna Agnarsdóttir prófessor flytur erindið „Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?“ þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina Hvað er andóf?
Í lýsingu á erindinu segir:
Íslendingar áttu sína lýðræðisbyltingu eins og Englendingar, Frakkar og Bandaríkjamenn. En ólíkt hinum hafði hún nánast engin áhrif. Af hverju? Í fyrstu auglýsingu Jörgensens, 26. júní 1809, var tekið fram að ef Íslendingar hlýddu ekki yrðu þeir handteknir, „heimtir fyrir stríðsrétt“ og skotnir „innan tveggja tíma“. Voru Íslendingar skíthræddir? Þorðu þeir ekki að andæfa? Danir gerðu mikið grín að Íslendingum fyrir að láta þessa „kátlegu stjórnarbyltingu“ yfir sig ganga. Hvernig má útskýra aðgerðarleysi landsmanna? Stóð Íslendingum alveg á sama?
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.