Þriðjudaginn 3. febrúar flytur Árni Daníel Júlíusson hádegisfyrirlesturinn Andóf í akademíunni.
Þar mun Árni leitast við að svara áleitnum spurningum um akademíuna og efnahagshrunið. Hver er ábyrgð menntamanna á hruni efnahagskerfisins? Af hverju sáu þeir það ekki fyrir, hvað dugar að halda uppi fræðasamfélagi ef það áttar sig ekki á efnahagshruni í uppsiglingu? Er ekki skylda akademíunnar að vera í andstöðu við stjórnvöld, að andæfa ríkjandi hugmyndafræði valdhafa og gagnrýna þau?
Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er andóf?
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.