Skip to main content

Árlegur bókakynningarfundur Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands verður í húsi Sögufélags við Fischersund þriðjudagskvöldið 12. desember. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir á hann. Léttar veitingar verða í boði. Fyrri fundir hafa verið fjörlegir og fræðandi og víst er að engin breyting verður á í þetta sinn. Eftirfarandi bækur verða kynntar og ræddar í stuttu máli:
Arnþór Gunnarsson, Guðni í Sunnu
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ólafía Jóhannsdóttir
Saga biskupsstólanna (ýmsir höfundar)
Sá nýi yfirsetukvennaskóli (umsjón með útgáfu Bragi Þorgrímur Ólafsson)
Auk þess verða nokkur önnur rit kynnt og ber þess helst að geta að
Sögufélag mun kynna þau rit sem það gaf út á árinu.
Fjölmennum!