Miðvikudaginn 19. febrúar hélt Sagnfræðingafélagið fund í Þjóðarbókhlöðuð um brautryðjendur í hópi kvenna. Tilefnið var m.a. 50 ára afmæli kvennaársins 1975 en haldið er upp á það með ýmsum hætti á árinu 2025.
Frummælendur voru þær Rakel Adolphsdóttir, sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafns, Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur, Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur á Leikminjasafni, og Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem fyrst kvenna var vígð prestur.



