Sigurður Gylfi Magnússon, doktor í sagnfræði og háskólakennari, flytur erindið Dómur sögunnar er ævinlega rangur! þriðjudaginn 19. janúar kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Með erindinu opnar Sigurður Gylfi vormisseri hádegisfyrirlestraraðarinnar Hvað er dómur sögunnar?
Í þessum fyrirlestri mun Sigurður Gylfi sýna fram á með dæmum að sagnfræðingar verði að ganga út frá því í sinni nálgun á fortíðinni að dómar sem óhjákvæmilega eru felldir um söguna séu jafnan rangir. Þegar fræðimenn sofa á verðinum er hins vegar voðinn vís og dómar sögunnar öðlast þá sjálfstætt líf sem algild sannindi. Fyrirlesturinn fjallar með öðrum orðum um erindi sagnfræðinnar við samtímann.