Skip to main content

Eggert Þór Bernharðsson: Ferð til fortíðar. Sögusýningar á Íslandi.
Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 3. apríl 2007.
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Íslendingar eru safna- og sýningaglöð þjóð en á Íslandi eru einna flest söfn í Evrópu miðað við mannfjölda. Talsverð gróska hefur verið í safna- og sýningageiranum á undanförnum árum og sögusýningar hafa verið fjölsóttar, en á tíu ára tímabili hefur gestafjöldi að söguminjasöfnum nærri þrefaldast. Í erindinu verður meðal annars rætt um þessa fjölgun, stöðu safna í samfélaginu og breytt viðmið og viðhorf í sýningagerð. Jafnframt verður fjallað um áherslur í efnisvali á sýningum og hugað að þeirri sögusýn sem þar birtist. Auk þessa verður athugað hvaða leiðir séu helst farnar til að koma til móts við gesti með fjölbreyttum aðferðum í miðlun efnis á sýningum og hugað að hlut samtímasögunnar á söfnum og setrum.
Fyrirlesari er sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.