Sagnfræðingafélag Íslands heldur félagsfund þriðjudaginn 19. maí næstkomandi kl. 20:30 í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2.
Dagskrá:
1. Formaður greinir frá störfum Landsnefndar íslenskra sagnfræðinga, sem fyrirhugað er að endurvekja
2. Kjör tveggja fulltrúa í Landsnefnd
3. Önnur mál
Að fundarstörfum loknum mun Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði við HÍ halda stutt erindi um tímaritið Scandinavian Journal of History, en sagnfræðingafélögin á Norðurlöndum standa að útgáfu þess. Guðmundur hefur verið aðalritstjóri tímaritsins undanfarin fimm ár en lætur af störfum síðar á þessu ári.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna.