Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að framsögum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2015. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og átaks sem stendur yfir hjá íslenskum skjalasöfnum um þessar mundir um söfnun á skjölum kvenna verður fyrirlestraröðin að þessu sinni helguð heimildum um konur og konum í heimildum. Þegar rætt er um stöðu og birtingarmynd kvenna í sagnaritun er oft vísað til þess að skortur sé á heimildum um konur. Því er ástæða til að velta upp þeirri spurningu hvaða heimildir séu til um og eftir konur. Hvernig hafa þær verið varðveittar og flokkaðar og á hvaða forsendum? Hvernig nýta sagnfræðingar þessar heimildir?
Tillögur að fyrirlestrum skulu sendar til Kristínar Svövu Tómasdóttur á netfangið kristinsvava@gmail.com, en skilafrestur er til 1. maí 2015.
Með von um góðar undirtektir,
stjórn Sagnfræðingafélags Íslands