Þriðjudaginn 14 október flytur Guðmundur Jónsson prófessor hádegisfyrirlesturinn: Hallærasamt land en þó ekki óbyggjandi. Um efnahagskreppur og óttann við þær.
Í lýsingu á efni fyrirlestrarins segir:
Á fjármálakreppan sem nú stendur yfir sér hliðstæður í hagsögu 20. aldarinnar eða er hún einstæður atburður? Í erindinu er leitast við að setja hrun fjármálakerfisins í sögulegt samhengi og bera það saman við önnur efnahagsleg stóráföll sem Íslendingar hafa orðið fyrir á 20. öld.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.