Þriðjudaginn 13. desember flytur Vilhelm Vilhelmsson erindið „Atbeini, undirsátar, andóf“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.
Í erindinu verður fjallað um helstu hugtök sem notuð voru til greiningar í doktorsritgerð Vilhelms, Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands. Það eru hugtökin atbeini, undirsátar, valdaafstæður, andóf og siðræn ögun. Fjallað verður um notagildi hugtakanna til greiningar á íslensku samfélagi á fyrri tíð með hliðsjón af beitingu þeirra í doktorsritgerðinni. Um leið verður fjallað um helstu niðurstöður rannsóknarinnar.