Skip to main content

Fyrr í dag flutti Guðmundur Jónsson prófessor erindi sitt Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands Hvað er kreppa?
Líkt og venja er var viðburðurinn tekinn upp og er nú gerður aðgengilegur þeim sem misstu af eða vilja hlýða aftur á þetta áhugaverða erindi. Þó skal vekja athygli á því að á upptökuna vantar bláupphafið, en annað er til staðar og kemst vel til skila. Hljóðskrána má nálgast hér.