Skip to main content

Síðastliðinn laugardag, 1. október, hélt félagið upp á 40 ára afmæli sitt með málþingi og almennum afmælisfögnuði. Málþingið var upphaf fyrirlestrarraðarinnar Hvað er (mis)notkun sögunnar? sem mun svo halda áfram í nóvember. Fyrirlesarar voru þau Íris Ellenberger, Guðni Th. Jóhannesson, Lára Magnúsardóttir og Guðmundur Hálfdanarson. Nú má nálgast erindi fjórmenninganna hér á netinu. Hvert erindi er um 20 mínútur.
Íris Ellenberger: Markaðsvædd misnotkun sögunnar
Guðni Th. Jóhannesson: Notkun og misnotkun sögunnar
Lára Magnúsardóttir: Að nota og nota ekki söguna
Guðmundur Hálfdanarson: Með frelsis blóð í æðum, um frjálslega túlkun á Íslandssögunni