Skip to main content

Fjórða íslenska söguþingið verður haldið dagana 7.–10. júní 2012. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélagið, Reykjavíkurakademían og Félag sögukennara. Undirbúningsnefnd, sem er skipuð fulltrúum þessarra félaga, hóf störf í ágúst og hefur ráðið Kristbjörn Helga Björnsson sagnfræðing sem framkvæmdastjóra þingsins.
Þingið verður skipulagt í styttri og lengri málstofum (1½ eða 3 klst.) og auglýsir undirbúningsnefndin hér með eftir hugmyndum um efni fyrir málstofur eða fyrirlestra. Á þessu þingi verður sú nýjung að nú geta fræðimenn kynnt rannsóknir sínar á veggspjöldum (posters) á þingstað.
Hugmyndir um efni málstofa og/eða fyrirlestra skulu sendar til framkvæmdastjóra þingsins Kristbjörns Helga Björnssonar á netfangið khb@storsaga.is eigi síðar en 15. október nk.