14. nóvember 2006: Agnes Arnórsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Hvað er íslensk sagnfræði? í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Hádegisfundir félagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast að venju klukkan 12:05 og lýkur að jafnaði klukkan 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Fyrirlesturinn mun fjalla um hvernig hin skráða íslenska saga hefur frá upphafi verið skrifuð út í frá ákveðnum miðlægum hneigðum. Hin kristni menningararfur var þar auðvitað allsráðandi, en sérstaklega voru elstu sagnaritarnir uppteknir af spurninginni um hvaða ættir og bændahöfðingjar hefðu numið hin mismunandi landsvæði og seinna hvernig eftirkomendurnir réttlættu völd sín og eignarrétt. Þessi áhugi endurspeglaðist bæði í sagnaritun, varðveislu fornbréfa og margskonar afritunar sagna og miðaldaskjala. Önnur saga lifði þó líka með þjóðinni í formi margskonar kveðskaps og munnmælasagna. Fyrirlesturinn mun fjalla um þessar tvær hefðir og hvernig þær hafa mótað íslensku sagnfræðihefðina.
Agnes S. Arnórsdóttir er lektor í miðaldasögu við Aarhus Universitet. Hún er um þessar mundir að leggja lokahönd á viðamikla rannsókn um kanónískan rétt og áhrif hans á íslenska kaupmálagerð hjóna á miðöldum. Samhliða því stundar hún tvær aðrar annsóknir. Önnur er um sálugjafir á síðmiðöldum, og hin um hvernig ímynd hins íslenska bónda þróaðist í miðaldasagnaritum og seinni tíma afritum.
Agnes hefur m.a. skrifað bókina Konur og vígamenn (Reykjavik 1995), og greinar sem eru að koma út eða eru nýútkomnar í 2006 eru:
„Erindring i afskrift“, i Høiris, O. (ritstj.) Renæssancens verden, Aarhus Universitetesforlag, Århus 2006.
„Magt og magtesløshed“, i Larsen, A.T., Bøge Pedersen, M. (ritstj.) Det bedste selskab., SFAH – Publikation nr. 45, s. 9-21.
„Sjælegaver i senmiddelalderen“, i Arnórsdóttir, A., Ingesman, P., Poulsen, B. (ritstj.) Konge og kirke som øvrighedsmagter i dansk senmiddelalder, Aarhus Universitetsforlag 2006 (væntanleg) „Icelandic Marriage Contracts“, i Reynolds, P. (ritstj.) Marrying in the Middle Ages, Cambridge University Press, Cambridge 2006 (væntanleg).
Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Agnesar Arnórsdóttur: http://person.au.dk/da/hisaa@hum