Skip to main content

Svanur Pétursson mun halda fyrirlestur sinn“Hver er munurinn á kynjasögu og kynferðissögu?“ í sal Þjóðminjasafns Íslands 22. mars kl. 12.05. Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Hvað er kynjsaga?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig hugmyndir um kyngervi geta verið mótaðar af því hvað telst vera siðferðislega „rétt“ í kynferðismálum á hverjum tíma fyrir sig. Til dæmis um það verður litið á umræðuna um kynfræðslu í Vestur-Þýskalandi á  sjötta áratug síðustu aldar, þar sem talið var að mikilvægasti hluti kynfræðslu væri að kenna börnum og unglingum hvernig þau gætu best uppfyllt framtíðarhlutverk sín sem karlmenn/feður eða konur/mæður.
Í fyrirlestri mun Svanur meðal annars líta til tveggja áhrifamikilla greina frá níunda áratug síðustu aldar eftir sagnfræðinginn Joan Scott, „Gender as a Useful Category of Historical Analysis“ og mannfræðinginn Gayle Rubin, „Thinking Sex: Towards a Radical Theory of the Politics of Sexuality.“ Joan Scott hvatti sagnfræðinga til að leggja gagnrýnið og sögulegt mat á kyngervi, hvað teljist vera karlmannlegt og hvað kvenlegt. Gayle Rubin, hélt því hins vegar fram að femínismi, sem var að miklu leyti grunnurinn að verkefni Scott, gæti ekki útskýrt kynferðislega undirokun ákveðinna kynferðishópa, líkt og samkynhneigðra, kynskiptinga,  og svo framvegis.
Aðgangur er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir.