Skip to main content

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands, þriðjudaginn 9. janúar 2007. Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, kl. 12:05-12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Útdráttur: Sagnfræðingar geta ekki fengist við rannsóknir án hliðsjónar af því að ætlunin er að miðla einhverjum sannleika um fortíðina. Rannsókn hlýtur því jafnan að taka mið af þeim spurningum sem lagðar er til grundvallar. Val á þeim spurningum er vandasamasta verkefni sagnfræðingsins og ótækt er að takast á við slíkt án þeirra hjálpartækja sem kenningar geta verið.
Sverrir Jakobsson er stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands.