9. janúar 2007: Sverrir Jakobsson sagnfræðingur flytur fyrirlesturinn Hvort kemur á undan, rannsóknir eða miðlun? í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Hádegisfundir félagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast að venju klukkan 12:05 og lýkur að jafnaði klukkan 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.