Skip to main content

Síðastliðin tvö ár hefur Félag íslenskra fræða haldið Jólarannsóknaræfingu sína í samstarfi við Sagnfræðingafélagið. Nú bætist annar samstarfsaðili við, ReykjavíkurAkademían.
Fagnaðurinn verður haldinn í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum laugardaginn 7. desember. Húsið opnar kl. 18:00. Eftir fordrykk hefst borðhald kl. 19:00.
Hátíðarerindið flytur Guðrún Nordal og nefnist það „Egill, Snorri og plús ex“.
Tómas R. og félagar leika Suður-ameríska sveiflu fyrir dansi til kl. 1:00.