Skip to main content

Sagnfræðingafélagið kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2018. Hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Í ár er haldið upp á ýmis söguleg afmæli á Íslandi og eru til dæmis liðin tíu ár frá efnahagshruninu haustið 2008. Hæst ber þó fullveldisafmælið, en árið 2018 eru 100 ár frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Þrengingar settu þó einnig mark sitt á fullveldisárið; frosthörkur, spænsk veiki og Kötlugos. Þema hádegisfyrirlestraraðar Sagnfræðingafélagsins að þessu sinni er hörmungar. Kallað er eftir erindum um söguleg áföll stór og smá, orsakir þeirra og afleiðingar.
Tillögur skulu sendar félaginu á netfangið sagnfraedingafelagid@gmail.com. Skilafrestur er til 15. maí.