Í kjölfar líflegra umræðna á Gammabrekku um yfirskrift(ir) hádegisfyrirlestra næsta vetrar hefur stjórn Sagnfræðingafélags Íslands ákveðið að bjóða áhugasömum að kjósa um tillögurnar. Kosningin fer fram á hér að neðan og er hægt að velja á milli nokkurra efna sem nefnd voru á Gammabrekku auk þess sem hægt er að bæta við tillögum. Þar sem úr vöndu er að velja er hægt að velja fleiri en einn svarmöguleika. Rétt er að taka fram að gert er ráð fyrir einni yfirskrift á haustmisseri og annarri á vormisseri.
Gert er ráð fyrir að kosning standi yfir í eina viku og eru því allir áhugasamir beðnir um að koma sinni skoðun á framfæri hið fyrsta í þessari leiðbeinandi kosningu.
Vinsamlegast kjósið hér að neðan.