Sagnfræðingafélag Íslands stóð fyrir málfundi um málfrelsi, akademískt frelsi og mótmæli mánudagskvöldið 13. október. Kveikjan að fundinum var umræða sem hófst þegar fundi sem var fyrirhugaður í sumar var aflýst eftir mikil mótmæli gegn framsögumanninum. Það gaf tilefni til að ræða málin. Tveir fyrirlesarar héldu erindi og líflegar umræður urðu að því loknu.

Róbert Haraldsson og Viðar Hreinsson.
Róbert Haraldsson heimspekingur nálgaðist málið út frá málfrelsi og sagði að háskólar yrðu að tryggja málfrelsi innan veggja sinna. Hann sagði að málfrelsið væri forsenda þess að vera hugsandi einstaklingur með hugsun gædda gildismati. Háskóli sem ekki virðir málfrelsi er ekki málfrelsi sagði Róbert.
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur sagði að akademískt frelsi hefði kannski aldrei verið til öðruvísi en sem hugsjón. Hann velti því fyrir sér hvort það gæti orðið skjól fyrir illvirkja ef akademískt frelsi þeirra væri virt en ekki frelsi og réttlæti þeirra sem Ísraelar beittu menntamorði og þjóðarmorði.

Hluti fundargesta.