Hulda Proppé flytur erindi sitt „Mannfræði minninga – endursköpun fortíðar í nútíð: Hvernig sjá bandarískir sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins störf sín í sögulegu, menningarlegu og pólitísku samhengi?“ í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? þriðjudaginn 20. mars næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 í Þjóðminjasafni Íslands og aðgangur er öllum opin og ókeypis á meðan húsrúm leyfir.