Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands stóð fyrir vorferð í Hvalfjörð laugardaginn 10. maí. Ferðin var farin þegar 80 ár voru liðin frá því Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöld og bar merki þess. Friðþór Eydal var leiðsögumaður í ferðinni og Guðjón Sigmundsson tók á móti ferðalöngum í Hernámssetrinu að Hlöðum.

Minjar skoðaðar.

Báðir sögðu þeir sögur af hernáminu og fræddu fólk um atburði í Hvalfirði á árum síðari heimsstyrjaldar.

Hádegisverður var snæddur í Hernámssetrinu og í lok dags var farið í Minjasafnið á Akranesi.

Friðþór Eydal.

Guðjón Sigmundsson.