Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands var haldinn í húsi Sögufélags, Fischersundi 3, 30. mars 2007.
Formaður félagsins, Guðni Th. Jóhannesson, setti fund kl. 16:00. Að tillögu Guðna var Guðmundur Jónsson kosinn fundarstjóri, en síðan var gengið til dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar. Formaður kynnti ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2006–2007. Í umræðum um ársskýrsluna tóku til máls: Jón Þ. Þór og Guðmundur Jónsson. Skýrslan var borin upp til atkvæða og samþykkt einróma.
2. Árseikningar. Hilma Gunnarsdóttir gjaldkeri lagði fram og kynnti endurskoðaða reikninga félagsins fyrir árið 2006. Í umræðum tóku til máls: Ingólfur Margeirsson, Anna Agnarsdóttir og Eyrún Ingadóttir. Ársreikningarnir voru samþykktir einróma.
3. Lagabreytingar. Ekki höfðu borist tillögur að lagabreytingum og urðu því engar umræður undir þessum lið.
4. Kjör stjórnar. Hrefna M. Karlsdóttir var kosinn formaður félagsins. Brynhildur Einarsdóttir var kosin í stað Hilmu Gunnarsdóttur. Kjör hennar gildir til eins árs. Að auki sitja áfram í stjórn fram að næsta aðalfundi Bragi Þorgrímur Ólafsson og Unnur María Bergsveinsdóttir. Í stjórn til tveggja ára voru kosin: Guðbrandur Benediktsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Þórunn Guðmundsdóttir. Gísli Gunnarsson og Arnþór Gunnarsson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga til eins árs. Í stjórn landsnefndar sagnfræðinga til eins árs voru kjörin Halldór Bjarnason og Sigrún Sigurðardóttir.
5. Ákvörðun árgjalds. Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar um að árgjald félagsins yrði óbreytt, eða kr. 2.500.
6. Önnur mál. Margrét Gestsdóttir færði, fyrir hönd fráfarandi stjórnar, Guðna Th. Jóhannessyni hlustunarpípu sem var þakklætisvottur vegna starfa hans fyrir félagið. Ingólfur Margeirsson minnti á mikilvægi þess að stjórnin beitti sér fyrir því að nýir sagnfræðingar gengju í félagið. Guðmundur Jónsson stakk upp á að félagið legði aukna áherslu á félagsfundi þar sem fram færi fræðileg umræða um afmörkuð sagnfræðileg efni.
Að loknum aðalfundarstörfum var kaffihlé en að því loknu flutti Hrefna M. Karlsdóttir erindi um doktorsritgerð sína Fishing on Common Grounds: the consequences of unregulated fisheries of North Sea herring in the postwar period. Í umræðum um erindi hennar tóku til máls: Gísli Gunnarsson, Óskar Ólafsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Anna Agnarsdóttir og Jón Ármann Héðinsson.
Í lok fundar kynnti Hrafnkell Lárusson þrjár nýútkomnar bækur: Þriðja íslenska söguþingið 2006, Ráðstefnurit vegna landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga haldið á Eiðum í júní 2005 og Í óræðri samtíð með óvissa framtíð, sem er fyrsta ritið í nýrri ritröð meistaraprófsritgerða á vegum Sagnfræðistofnunar.