Skip to main content

Síðastliðinn laugardag, 27. mars, var aðalfundur félagsins haldin í húsi Sögufélags. Skýrsla stjórnar og ársreikningar (reikningar frá 2008 til samanburðar) voru samþykktir einróma og árgjaldi haldið óbreyttu. Nokkuð umfangsmiklar breytingar voru gerðar á lögum félagsins en gerð var grein fyrir tillögunum í fréttabréfi félagsins og hér. Flestar breytingar voru samþykktar og hafa lög félagsins verið uppfærð í samræmi við það.
Íris Ellenberger lét af formannsstörfum og var Valur Freyr Steinarsson, áður gjaldkeri, kosinn formaður í hennar stað. Einnig vék Guðbrandur Benediktsson, varaformaður, úr stjórn og ný bættust við Hugrún Reynisdóttir og Ólafur Arnar Sveinsson.
Fundargerð aðalfundar ritaði Njörður Sigurðsson og má sjá hana hér.