Skip to main content

Þriðjudaginn 4. apríl flytjur Unnur Birna Karlsdóttir erindið „Öræfabörn. Viðhorf til hreindýra á Íslandi á 18. og 19. öld”. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, en hann tilheyrir röð fyrirlestra sem skipulagðir eru í samvinnu við Þjóðminjasafnið.
Fjallað verður um meginþræði í viðhorfum til hreindýra frá því þau voru flutt til landsins og fram á 19. öld og rakið hvort og hvað breytist á þessu hundrað ára tímabili og hvers vegna. Hreindýr geta að sjálfsögðu ekki flokkast sem jaðarhópur á kanti ríkjandi menningar í þjóðfélaginu eins og á við um ýmsa minnihlutahópa í samfélagi manna, en þau voru engu að síður í vissum skilningi jaðarsett í viðhorfum manna til sambúðar manns og náttúru, allt frá því þeim var hleypt í land af dönskum skipum á síðari hluta 18. aldar.
Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur (f. 1964) er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er umhverfissagnfræði. Hún starfar nú hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi og vinnur meðal annars að rannsókn á sögu hreindýra á Íslandi og ritun bókar um það efni.