19. desember 2006: Róbert Haraldssson heimspekingur flytur fyrirlesturinn Sannast sagna: Efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði og hvernig má eyða þeim í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands. Hádegisfundir félagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefjast að venju klukkan 12:05 og lýkur að jafnaði klukkan 12:55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.